Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.11.1938, Blaðsíða 6

Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.11.1938, Blaðsíða 6
Tímarit Tónlistarfélagsins fyrir klaver úr nýtízku söngleikjum og kórverkum. Ái'ið' 1934 stjórnaði hann, sem gestur, söngleikjum við þjóð- leikhúsið í Beograd. Um haustið það ár var hann ráðinn sem skólastjóri óperu- og hljómsveitarskólans og kennari í klaver. og orgelspili við tónlistarskólann í Graz. Jafn- framt varð hann lektor í tónvísindum við háskólann þar og stjórnandi hljómsveitar háskólans. Jafnframt kennslustörfum sínum, hefir hann samið mörg tónverk og hafa ýms þeirra verið prentuð, þar á meðal tilbrigði fyrir klaver og mörg sönglög, sem oft eru sungin í Þýzkalandi. í handriti eru ýms verk fyrir hljóm- sveit* kammermúsik og kantata fyrir kór og hljómsveit, er flutt hefir verið í Graz við ágætar viðtökur. Einnig hefir hann víða haldið píanóhljómleika, bæði heima og erlendis. Mætti tilfæra mjög lofsamleg ummæli um leik hans úr blöðum í Wien, Budapest, Amstei’dam og fleiri borgum. Efnilegur pianoleikari Margrét Eiríksdóttir, sem margir munu kannast við fyrir ágætan pianóleik á hljómleikum Tónlistar- skólans og sjálfstæðan hljómleik, kom heim í sumar frá London, en þar hefir hún dvaliö tæp 2 ár við nám við ágætan oi’ð- stír, en ekki mun á allra færi að vekja eftirtekt við jafn fjölsóttan skóla og konunglega akademíið er, en þar var hún mikinn hluta tímans. Kennari hennar var York Bowen, 54

x

Tímarit Tónlistarfélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Tónlistarfélagsins
https://timarit.is/publication/723

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.