Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.11.1938, Side 10
Tímarit Tónlistarf élagsins
Hljómleikar
Á seinni árum hefir verið fátt um hljómleika hér í höf-
uðstað landsins og svo hefir og verið síðustu mánuðina,
þó nokkuð hafi lifnað með haustinu. Á yfirstandandi
krepputímum leggja sárafáir erlendir listamenn leið sína
hingað, til þess að gefa okkur kost á að heyra til sín. Helzt
er þess þó að vænta á vorin, ef slíkum mönnum dettur
í hug að taka sér ferð á hendur til að kynnast landinu,
er það klæðist sumarskrúði sínu.
Ungfrú Pearl Pálmason hefir áður verið getið, en hún
hélt 'hljómleik í júní fyrir Tónlistarfélagið við ágætar
móttökur áheyrenda. Aðalviðfangsefnin voru La Folia
eftir Corelli—Kreisler, Sonata í c-moll eftir Beethoven
og konzert eftir Paganini. Margir munu þá hafa vonazt
eftir að hún héldi opinberan hljómleik, en af því varð'
samt ekki fyrr en 30. sept. Þá lék hún veigamikið prógram,
Chaconne eftir Bach, Sónötu í a-dúr eftir César Franck og
Introduction og Rondo Capriccioso eftir Saint-Saéns, auk
smærri verkefna. Ungfrú Pálmason er ágætur fiðluleikari,
tækni hennar er mikil og meðferðin víða fáguð. Var t. d,
flutningur hennar á sónötu Francks hinn ágætasti, en
ekki get ég látiö hjá líða að geta þess, hve leiðinlega
sónatan var slitin í sundur með lófaklappi og blómum.
Áheyrendur virðast oft eiga erfitt með að halda hrifningu
sinni í skefjum, ef einhver þögn eða hlé kemur milli þátta.
Ungfrú Pálmason mun nú fara til framhaldsnáms í Lon-
don, og má búast við, að hún eigi eftir að geta sér frægðar-
orð fyrir list sína. Árni Kristjánsson annaðist undirleik-
inn á báðum hljómleikunum og gerði það með mikilli
prýði, eins og hans er venja.
Haraldur Sigurðsson heimsótti ættland sitt í vor og hélt
hljómleik 14. júní. Um leik hans hefir oft veriö ritað og
alltaf á einn veg. Það er alltaf óblandin ánægja að hlusta
á leik hans. Verkefnaval og meðferð ber merki hins vand-
láta listamanns.
Stefán Guðmundsson söng með undirleik Haraldar, ítölsk
og frönsk óperulög og fjögur íslenzk lög, í þaö skipti sem
58