Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.04.1941, Síða 1

Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.04.1941, Síða 1
Tímarit T ónlistarfélagsins Útgefandi: Tónlístarfélagiö, ReykJaVlk Ritstjóri: Kristján Sigurðsson 6. hefti Reykjavfk f aprtl 1941 Páll ísólfsson 25 ára starf Vorið 1916 hvarf piltur, á tuttugasta og þriðja aldurs- ári, sem dvalið hafði í þrjá vetur við tónlistarnám í Þýzka- * landi, heim aftur um stundarsakir. Piltur þessi var Reykja- víkurbúum raunar ekki alókunnur, því að hann hafði þegar áður en hann hóf nám erlendis, unnið sér orð fyrir frábæra hæfileika í tónlist, og unnið nokkuð opinberlega að þeim málum í höfuðstaðnum. En það vakti furðu, að þessi piltur, sem hafði farið héðan tvítugur, þó efnilegur væri, skyldi eftir svo skamman námstíma vera orðinn fullfleygur lista- maður á alþjóðamælikvarða, hafa náð virtuostækni á hljóð- færi það, er hann hafði valið sér, og öðlazt þroskaðan skiln- ing á verkum mestu meistara. Til slíks árangurs hlut þrennt að hafa dregið: afburða tónlistargáfur, óvenjuleg elja og ástundun og tilsögn ein- hvers af fremstu kennurum álfunnar. Öll þessi skilyrði voru fyrir hendi að því er Pál ísólfsson — en svo hét þessi ungi maður — snerti. Páll ísólfsson hóf starfsferil sinn þetta ár með þvi að 1

x

Tímarit Tónlistarfélagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Tónlistarfélagsins
https://timarit.is/publication/723

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.