Jazz - 01.03.1947, Qupperneq 6

Jazz - 01.03.1947, Qupperneq 6
Wien, 2 saxóíóna, 1 trompet, 1 trombón, 1 bassa, 1 harmónikku, 1 trommu og svo píanó. T. „Hvernig dansmúsik spiluðuð þið mest?“ B. „Við spiluðum enska og ameríska jazz- músik og svo rússneska músik. Rússnesk dansmúsik, sérstaklega tangóar, er mjög „melódisk“ og er byggð á laglínunni en ekki eins og ensk-amerísk jazzmúsik á hljómum og „rythma“.“ T. „Hvernig eru danshljómsveitirnar í Austurríki ?“ B. „Þar eru 4—5 mjög góðar hljómsveitir 16—18 mannar, og þar hefur verið tekinn upp nýstárlegur siður. 4—5 danshljómsveitir taka sig saman og halda hljómleika á sunnu- dagsmorgnum, hver leikur í 15 til 20 m,nútur og er þetta mjög athyglisvert og vinsælt. , T. „Hvernig er áhugi Austurríkismanna á dansmúsik ?“ B. „Þar skiptist unga fólkið í tvo hópa, annar hópurinn vill rólega músik, er veitir frið og hvíld, en hinn finnur enga fróun í þessari tilbreytingarlausu músik, finnst hún þreytandi og þráir „improvissionir“ og aðrar tilbreytingar í „themanu“.“ T. „Hvaða álit hefur þú á Boogie Woogie?“ B. „Að mínum dómi á þessi músiktegund sér ekki langan aldur hún er of bundin við bassann, er ekki nógu frjáls og hefur þar af leiðandi takmarkaða þróunarmöguleika.“ Þessi músiktegund er upprunalega gerð til þess að fá bassann sem sterkastann og jafnast- ann, og er mjög skemmtilegt að spila hana. T. „Hvaða ameríska hljómsveit líkar þér bezt?“ B. „Af stórum Artie Shaw, af litlum Benny Goodman með sextett og jafnvel kvartett. Af enskum hljómsveitum líkar mér bezt Joe Loss“. T. „Hvaða píanóleikara líkar þér bezt við?“ B. „Nr. 1 Earl Hines og nr. 2 hinn hálf- blinda Art Tatum. Duke Ellington finnst Beztu jazzhljómsyeitir Ámeríku 1946 ó'winghIjómsveitir: 1. Woody Herman, 2. Duke Ellington, 3. Count Basie. „Sweet“-hljómsveitir: 1. Tommy Dorsey, 2. Charlie Spivak, 3. Duke Ellington. Litlar hljómsveitareingingar: 1. Cing Cole, trió, 2. Louis Jordan, 3. Eddie Heyvood. Litlar Söngeiningar: 1. Pied Pipers, 2. Ink Spots, 3. Mills Brothers. King oj Corn: 1. Spike Jones, 2. Guy Lom- bardo, 3. Harry James. Söngvarar án hljómsveitar: 1. Louis Jordan, 2. Kiiíg Cole, 3. Joe Turner. Söng\onur án hljósveitar: 1. Mildred Bailey, 2. Ella Fitzgerald, 3. Billy Holiday. mér mjög sérkennilegur og persónulegur lista- maður.“ T. „Hvað hefur þú hugsað þér í framtíð- inni‘.. B. „Það er erfitt að svara þessari spurningu. Eg ætti enga ósk heitari en að mega vera hér kyrr, en til þess þarf ég að fá landvistar- leyfi og dvalarleyfi og ég veit, að það er sér- staklega erfitt að fá dvalarleyfi. En ég vona allt hið bezta.“ Við kveðjum Billich og vonum að íslenzk dansmúsik megi lengi njóta krafta hans. T. A. 6 JAZZ

x

Jazz

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazz
https://timarit.is/publication/724

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.