Jazz - 01.03.1947, Síða 8

Jazz - 01.03.1947, Síða 8
Duí{e. Ellmgton hefur í hyggju að fara til Evrópu einhverntíma á þessu ári ásamt hljóm- sveit sinni. Duke var í Evrópu fyrir stríðið. Sonur hans hefur stofnað sína eigin hljóm- sveit og er álitinn mjög efnilegur stjórnandi. Don Redinan hefur verið í Kaupmanna- höfn og fékk troðfullt hús og konunglegar móttökur og var hinn svarti jazzfursti hrif- inn af dönskum jazz og hélt „jam session" með dönskum jazzleikurum. Nat Gonella hefur verið i Svíþjóð með 12 manna hljómsveit: Nat Gonella, Bruts Gon- ella, Monty Montgomery (ekki marskálkur), Fred Dinnings (tp), Frank Osborn (tp), Jock Forbes, Ken Lumb, Dennis Cracknell, Duggie Campell (sax.), Eddie Farrow (p), Bill Haines (b), Phil Seaman (dm) og Helen Mack (s). Harry Rarry hefur ráðið sig til lengri tíma á Pottomac gistihúsið í London, en mun koma til Islands næsta haust. Söngkona með sex- tettnum nú er Doreen Villiers. Það er sagt í Bandaríkjunum að fólk þar sé orðið þreytt af öllum þeim Sinötrum og Crosbyum, sem nú eru þar. Plötusala hefur minnkað, og þó að stúlkur á aldrinum 14—16 ára elski ennþá Dick Haymes, Andy Russel og Perry Como, er það fólk, sem mest kaupir af plötum orðið hundleitt á þessum sætsúpu- söngvurum. Þó er engin hætta á að þessir söngvarar fari á vonarvöl. Til dæmis á „singing Cow- boy“ Gene Autry mörg kvikmyndahús og Bing Crosby á margar niðursuðuverksmiðjur og hestauppeldisstöðvar, allt keypt fyrir hina gullnu raust. 1 hverju heftijazz munum við reyna að birta lista yfir nýjustu jazzplötur frá Amerí/{u, Englandi, Belgíu, Hol- landi, Té/{/{óslóvakiu og Norður- löndunum. Mjög fáar danskar jazzplötur hafa borizt hingað eftir styrjöldina, en þær, sem komið hafa, hafa sýnt mikla framför í hæfni hljóð- færaleikaranna, þótt ennþá skorti mikið á að leikurinn sé frjáls og óháður og hljóðfæra- leikurunum hættir til að vera of „mekkan- iskir“ bæði í „Rythma“ og „Improvasionum“ og útsetningarnar eru oft og oftast ófrum- legar. Beztu hljómsveitir danskar eru í dag: Peter Rasmussen, Leo Mathiesen og Svend Asmussen, er leika fyrir „Tono“ og Quintett Sven Stilbergs og hljómsveit Thore Erlings, er leika fyrir „Musica“. T. d. er leikur Sven Stilbergs-quintettsins í langinu „Body and Soul“ (Musica A 9100) mjög sérkennilegur og skemmtilegur. En samkvæmt danska tímaritinu Jazzinforma- ionen er hljómsveit Peters Rasmussens álitin bezta danska jazzhljómsveitin árið 1946. Hún leikur í „Skandía" í Kaupmannahöfn og munu margir landar kannast við hana. Margir jazzklúbbar eru einnig starfandi í Danmörku og hafa þeir ráðið marga fræga listamenn þangað t. d. Don Redman, Vic Lewis, Nat Gonella, Benny Goodman og e. t. v. Duke Ellington. Vonir standa einnig til að takast megi að fá Joe Daniels ásamt hljómsveit sinni til að koma til Danmerkur eftir Islandsferðina, en samningar hafa ekki tekizt ennþá. Gerist meðlimir í Jazzklúbbnum! ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H-F 8 JAZZ

x

Jazz

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazz
https://timarit.is/publication/724

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.