Jazz - 01.04.1947, Page 8

Jazz - 01.04.1947, Page 8
Albert Ammons . Art Tatum Ef þú sæir Albert Ammons á götu mundi þér verða starsýnt á hann, og gætir haldið að þarna væri á ferðinni boxari í þungavigt, hann er það sem kallað er „þungur á bár- unni“. Hann er fimm fet og tíu þumlungar og með bóga eins og bjarndýr, enda er leikur hans mjög kraftmikill og vald hans svo mikið yfir hljóðfærinu, að áheyrendum finnst ósjálf- rátt að hann haldi slaghörpunni á lofti með annari hendinni meðan hann leikur með hinni. Ammons er fæddur í Chicago árið 1907 og er einn af brautryðjendum Boogie Woogie. Hann er álitinn einn hinna beztu núlifandi Boogie Woogie-túlkenda, bassinn er sérstak- lega kraftmikill og samfelldur. Hann lék lengi með hinum tveim miklu brautryðjendum Boogie Woogie, Meade „LUX“ Lewis og Pete Johnson oglærði mikið af þeim, sérstaklega að fága tón sinn er var full hrjúfur. Helztu lög Ammons eru Boogie Woogie blues, Boogie Woogie Stomp, Bass gone crazy og Monday Struggle. Ammons er í stöðugum uppgangi sem sólisti og notar alla möguleika Boogie Woogie út í æsar. Art Tatum lék fyrst inn á plötur fyrir Brunswick árið 1932 og síðan hefur hann leikið inn á fjölda af plötum, og þær hafa You won’t be satisfied og seinasta lagið var Roll ’em eftir Mary Lou Williams. I þrem fyrstu hlutum hljómleiksins lék hljómsveit Edmund Hall, en hann er þekkt- ur klarinettleikari. Er hún þannig skipuð: Edmund Hall (kl.), Irving Randolph (tr.), Henderson Cambers (tb.), Charles Batman (p), James Crawford (tr) og Johnny Willi- ams (b). I seinasta hlutanum lék hljómsveit Armstrongs með honum, en hún er fimm saxófónar, fimm trompetar, fjórir trombónar, píanó, 'bassi, guitar og tromma. Hljómsveit Armstrongs er í einu orði sagt 'mjög léleg og mér finnst það skrítið að margir góðir sólóistar eru lélegir sem hljómsveitarstjórar. A þessum hljómleikum kom einnig fram söngkonan Mildred Baly. Hún er nú talin bezta jazzsöngkona Bandaríkjanna. Hljomleikarnir voru í alla staði mjög ánægjulegir og er ekkert eins skemmtilegt og velheppnaði jazzhljómleikar. Louis Armstrong er fæddur 4. júlí 1900 í New Orleans, en var látinn á uppeldisheimili 13 ára fyrir það, að skjóta af byssu á gamla- árskvöld. Þar lærði hann að leika á trompet og lék með hinum og þessum hljómsveitum, þar til árið 1922, að hann réði sig hjá King Oliver, en þaðan fór hann til Flecher Hender- sons. Arið 1929 stofnaði hann sína eigin hljómsveit. Hann hefur tvisvar farið til Evrópu, 1932 og 1933. Hann hefur leikið í mörgum kvikmyndum og verið margsinnis kosinn bezti trompetleikari Bandaríkjanna og söngvari. Svavar. 6 JAZZ

x

Jazz

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jazz
https://timarit.is/publication/724

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.