Jazz - 01.05.1947, Blaðsíða 3

Jazz - 01.05.1947, Blaðsíða 3
Hljómsveit Baldurs Kristjánssonar Úrslit í skoðanakönnun Jazz Talningu atkvæða í skoðanakönnun Tíma- ritsins Jazz fór fram þann 15. apríl að við- stöddum þeim Arna Isleifs, Guðm. Vilbergs- syni og Þorsteini Eiríkssyni. Urslitin urðu sem hér segir: Bezta iazzhljómsveit Islands var kjörin hljómsveit Björns R. Einarssonar og fékk hún 268 atkv., nr. 2 var kjörin hljómsveit Þóris Jónssonar með 132 atkv. og nr. 3 hljómsveit Aage Lorange með 95 atky. Auk þess fengu atkv. hljómsveitir Bjarna Böðvarssonar, Arna ísleifs og Baldurs Kristjánssonar. Bezta litla hljómsveitin var kjörin hljóm- sveit Baldurs Kristjánssonar með 207 atkv., nr. 2 varð hinn nýstofnaði quintett Arna Is- leifssonar með 200 atkv. og nr. 3 varð hljóm- sveit Bjarna Böðvarssonar með 22 atkv. Einnig fengu eftirtaldar hljómsveitir atkv.: Hljómsveit I.O.G.T.-hússins í Hafnarfirði, Swingtríó Gunnars Jónssonar, Crazy Rvthm kvartett og Kátir piltar. Bezti trompetisti var kjörinn Haraldur Guðmundsson með 215 atkv., nr 2 varð Guðm. Vilbergsson með 82 atkv. og nr. 3 Jónas Dagbjartsson með 63 atkv. Auk þess fengu atkv. þeir Kjartan Runólfsson, John Nielsen og Höskuldur Þórhallsson. Bezti Saxófónistinn var kjörinn Sveinn O- lafsson með 206 atkv., nr. 2 var kjörinn Vil- hjálmur Guðjónsson með 50 atkv. og nr. var kjörinn Þorvaldur Steingrímsson með 48 atkv. Einnig fengu þeir Helgi Ingimundar, Olafur Pétursson og Gunnar Ormslev atkv. Bezti clarinettistinn var kjörinn Gunnar Egils með 232 atkv., nr. 2 varð Vilhjálmur Guðjónsson með 174 atkv. og nr. 3 varð Þor- valdur Steingrímsson með 135 atkv. Einnig fengu atkvæði Guðmundur Nordal, Þórir Jónsson og Bragi Einarsson. Bezti Trombónleikarinn var kjörinn Björn R. Einarsson með 232 atkv., nr. 2 var kjörinn Haukur Morthenz með 34 atkv. og nr. 3. var kjörinn Olafur G. Þórhallson með 18 atkv. Bezti guitarleikarinn var kjörinn Axel JAZZ 3

x

Jazz

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazz
https://timarit.is/publication/724

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.