Jazz - 01.05.1947, Blaðsíða 5
skipaður: Árni ísleifss píanó, Helgi Ingi-
mundar, alto-saxófónn, Birgir Enarsson, ten.
saxófónn og Clarinett, Björn Guðjónsson,
trompet og Þorsteinn Eiríksson tromma.
Quintettinn hefur hvergi ráðið sig enn
sem komið er. Tímaritið Jazz óskar honum
alls hins bezta.
Hljómsveit Nat Gonella hefur nú verið leyst
vegna rafmagnsskömmtunarinnar og er álitið
að hljómsveit Gonella og Ambose séu aðeins
þa-r fyrstu, og margar aðrar muni eftir fylgja.
George Shearing, frægur brezkur píanó-
leikari er nú á ferð um Bandaríkin og er
hann kemur þaðan mun hann byrja að leika
með Stephan Grapelly hinum fræga jazz-
fiðluleikara, er lék áður með Quintette
France.
Hljómsveit Ambrose hefur sagt upp í Ciro
klúbbnum í London eftir samkomulagi við
stjórn klúbbsins, en vegna rafmagnsskömmt-
unarinnar gat klúbburinn ekki risið undir
þeim kostnaði, er var því samfara að hafa
svo dýra hljómsveit. I viðtali, er tiðindamað-
ur Jazz í Englandi hafði við fulltrúa Ambrose
Mrs. Lytton sagði hún að hljómsveitin myndi
leysast upp að minnsta kosti í bráð, en strax
og úr rættist myndi Ambrose reyna að safna
hljómsveitinni saman aftur. Ambrose lék
áður inn á Decca-plötur og var vel kunnur
hér, hann var álitinn hafa beztu sweet-hljóm-
sveitina á Bretlandseyjum.
Jazzsérfræðingurinn, Charles Delauny, er
hefur ritað ,Hot Discography' og fleiri fræði-
bækur um jazz er nú kominn til Bandaríkj-
anna. Meðferðis hafði hann Guitar til handa
Django Reinhard, hinum fræga guitarista, er
lék með ,Quintett France', en eins og kunn-
ugt er brotnaði guitar Djangos er hann kom
Bréfakassinn
Kæra Jazztímarit.
Við erum hér fjórir félagar á Akureyri, er
höfum mikinn áhuga á jazz, væri ekki mögu
legt að þær hljómsveitir, er koma á vegum
Jazzklúbbsins komi til Akureyrar áður en
þær fara aftur út, við erum vissir um, að það
yrði mjög skemmtilegt fyrir útlendingana að
fljúga yfir landið.
Jafnframt því að við beinum þessum spurn-
ingum til blaðsins, þökkum við fyrir fyrsta
hefti Jazz og óskum blaðinu alls góðs.
Fjórir félagar.
Svar:
Við höfum snúið okkur til Jazzklúbbsins
útaf þessu bréfi yðar og birtum hér svar hans.
Vegna veikinda getur hljómsveit Joc Dani-
els ekki komið og óvíst er um hvert önnur
hljómsveit fæst fyrr en næsta haust, sem boð-
til Bandaríkjanna. Django hefur ekki viljað
neinn þeirra guitara, er honum hafa boðizt
og smíðaðir hafa verið í Bandaríkjunum, svo
hann bað Delauny að kaupa fyrir sig guitar.
Eftir að Delauny kom til Bandaríkjanna
lenti hann í bílslysi og braut guitarinn, svo
að aumingja Django verður að vera guitar-
laus áfram.
I næsta blaði verður m. a. grcin um Duke
Ellington, grein um trommuleikara, eftir
Svavar Gests og grein eftir Harry Dawson.
Einnig munu þar verða viðtöl og myndir af
beztu mönnum skoðanakönnunarinnar.
JAZZ 5