Útvarpsblaðið - 15.04.1951, Side 4

Útvarpsblaðið - 15.04.1951, Side 4
HANNIBAL VALDEMARSSON flijtur erindi um dtmskan íslandsvin, Lútfvík Kristjdn Muller. Luðvík Kristján Múller. Muller þessi var nemandi Rasmus Kristjáns Rasks, hins kunna málfræðings og íslandsvinar, og svipaði til hans að því leyti, að han var málamaður með afbrigðum. Múller gerðist kennari við Borg- ardyggðaskólann, og var H. C. Andersen, ævintýraskáldið, einn nemenda hans þar. Míiller fékk snemma áhuga á íslenzkum forn- sögum og íslenzkri tungu; hann dvaldist hér á landi árið 1832, reit margar greinar og rit- gerðir um ísland og íslendinga, er heim kom og kemur þar fram sem endranær hlýhugur hans í garð lands og þjóðar. Dr. Björn Sigfússon flytur erindi um sam- norræn mannanöfn. Mun hann einkum styðj- ast þar við heimildir þær um mannanöfn, sem er að finna í Landnámu og íslenzkum fornsögum og rekja, að svo miklu leyti sem unnt er, uppruna þeirra; benda á hversu vel þessi nafnaforði hefur varðveizt með íslend- ingum allt til vorra daga og bera það sam- an við það, sem orðið hefur með Norðmönn- um og Svíum á þessu sviði. Tíðkast enn með báðum þessum þjóðum margt þeirra manna- nafna er samnorræn voru á víkingaöld og söguöld, en þó fleiri með Norðmönnum, þótt Svíar muni hafa afbakað þau öllu minna en þeir. Prófessor Gijlfi Þ. Gíslason flytur erindi um efnahagssamvinnu Evrópulanda, en nú eru þrjú ár liðin síðan lönd þau, sem oft hafa verið nefnd Marshalllöndin, efndu til efna- hagslegrar samvinnu með sér í sambandi við þá fjárhagslegu aðstoð, sem Bandaríkin létu í té til viðreisnar atvinnuveganna í löndum þessum. Komu ríki þessi á sameiginlegri Jtofnun í þessu skyni, á sameiginlegum fundi í París, og mun prófessorinn ræða nokkuð hvernig starf þeirrar stofnunar og hvernig efnahagssamvinnan hafi tekizt. Bræðralag, kristilegt félag stúdenta, ann- ast útvarpskvöldvöku þann 24. apríl. aÞr flytur formaður Bræðralagsins, prófessor Ás- mundur Guðmundsson, ávarpsorð, en síðan verður söngur, kvartett undir stjórn Emil Als, og ræður fluttar, meðal annars talar séra Kristinn Stefánsson um kirkjuna og þjóðfé- GYLFI Þ. GÍSLASON, prófessor, flijtur erindi um efnahagssamvinnu Evrópulanda 4 UTVARPSBLAÐIÐ

x

Útvarpsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpsblaðið
https://timarit.is/publication/726

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.