Útvarpsblaðið - 15.04.1951, Blaðsíða 5
Iturt iucð liavaOami
Margir útvarpshlustendur munu kannast við
brczka ritliöfundinn J. B.. Priestley, þótt ekki væri
fyrir annað en þau leikrit hans, seni flutt hafa ver-
ið i útvarpið. Hann er nú meðal kunnustu yngri rit-
höfunda á Vesturlöndum; hafa bæði sögur hans,
og þó einkutn leikrit, vakið mikla athygli og telja
Bretar hann hklegastan sinna leikritahöfunda til
að lyfta þar tnerki hinnar föllnu stríðskenipu, Bern-
ard Shaws.
Fyrir skömmu birtist greinarstúfur eftir Priestley
í blaðinu Daily Iierald, sem hefur vakið mikla at-
hygli og verið endurprentaður í mörgum enskum
blöðum. Fer sá pistill hér á eftir í lauslegri þýðingu.
Og enda þótt hann kunni að sjálfsögðu eiga meira
erindi til annarra, væri ekki úr vegi fyrir okkur að
lnigsa unt boðskap þann er hann flytur..
„Það var háð merkileg orrusta í Grand Central
lagsvandamálin. Ýmiss merk tónlistaratriði
verða flutt á þessu tímabili, til dæmis leikur
strokkvartett útvarpsins kvartett. efir Beet-
hoven, fluttur verður þáttur um franska tón-
skáldið Hector Berlioz og síðan ýms verk
eftir hann, er flutt verða af hljómplötum;
meðal annars „Fordæming Fausts", sem Phil-
hannoniska liljómsveitin í London leikur
undir stjórn kunnasta hljómsveitarstjóra
Breta, sir Thomar Beecham.
Þá tekur Bíkisútvarpið upp þá nýlundu að
flytja óskalagaþátt fyrir sjúklinga í sjúkra-
húsum landsins. Sá þáttur verður fluttur í
tíma miðdegisútvarpsins á mánudögum kl.
16—16,25, og sér Björn R. Einarsson hljóð-
færaleikari um þáttinn. Er öllum sjúklingum
í sjúkrahúsum heimilt að senda beiðnir um
flutning þeirra laga, sem útvarpið á á hljóm-
plötum, en helzt þurfa slík óskabréf að vera
auðkennd stimpli eða rnerki sjúkrahússins.
Utanáskriftin er „Óskalagaþáttur sjúklinga.
Ríkisútvarpið". Er ekki að efa, að þessi nýi
dagskrárliður njóti vinsælda og eiga for-
ráðamenn Ríkisútvarpsins þakkir skildar fyr-
ir hugulsemina.
járnbrautarstöðinni í New York, og henni lauk með
sigri þeirra, er börðust fyrir réttum og góðum mál-
stað. Hátölurum hafði verið komið fyrir í járnbraut-
arstöðinni, og var þeim ætlað það ldutverk að þruma
og arga í eyru ferðamanna, samfelldan auglýsinga-
áróður framleiðslufyrirtækja og álíka dagskráratriði,
sem fyrirtæki þessi völdu og kostuðu. En þá gerðist
það, að hinir hávaðahrjáðu Bandaríkjamenn töldu
of langt gengið, gerðu uppreisn gegn ósómanum og
unnu hinn frægasta sigur.
Þessi uppreisn ætti að verða upphaf voldugrar,
alþjóðlegrar hreyfingar, er hefði það á stefnuskrá
sinni, að allar þær hávaðavítisvélar, sem misþyrma
heyrnarskynvitum vorum, yrðu bölvaðar og bann-
aðar, og eyðilagðar með ofbeldi, ef friðsamlegar að-
gerðir revndust ónógar til árangurs.
Það er hávaðinn, sem nú ríkir og 'ræður í heim-
inum. Þögnin er flæmd i útlegð. A þessu sviði verð-
ur að gera byltingu. Engum manni á að leyfast að
knýja hlustardyr vorar, nema sannanlegt sé, að óhjá-
kvæmilega nauðsyn bæri til. Enginn ætti að Ijá
þeim frambjóðanda atkvæði sitt, sem beitir gjallar-
hornum í kosningabaráttunni. Ef til vill ættum vér
að krefjast lagalegrar heimildar til að hefja skothríð
í glugga á liíbýlum hvers og eins, senr leyfir sér að
stilla útvarpstæki sitt í fyllstu tónhæð!
Vei þeirn, sem hávaðanum valda!“
PÁLL S. PÁLSSON, söngstjóri, stjórnandi barna■
söngflokks útvarpsins.
UTVARPSBLAÐIÐ
5