Útvarpsblaðið - 15.04.1951, Page 9
isstund kl. 6,40; starfshljómleikar
alla þriðjudaga kl. 9,40—11,00 og
alla föstudaga kl. 9,00—11,00; skóla
og kennsluútvarp alla þriðjudaga
og föstudaga kl. 8, miðvikudaga kl.
7,45 og fimmtudaga kl. 7,15. Létt
tónlist alla virka daga kl. 11,10.
Fréttir alla virka daga kl. 5,30;
7,00; 11,30; 18,00; 21,15. Veður-
lýsing og veðurspá er lesið á eftir
fréttum. Utvarpstími alla virka
daga kl. 5,15—14,00 og kl. 15,30—
22,30. Sunnudagar: tónleikar af
plötum kl. 9,00, messa kl. 10. Út-
varpstími frá ld. 6,50—22,30.
Auk ]>ess er iitvarpuð á stutt-
bylgjulengd 19,80 m — 49,46 m.
á sænsku, ensku, frönsku og þýzku.
Meðal annars útdráttur úr almennu
dagskránni kl. 5,15—7,30 á 49,46
m. og 27,83 m. bylgjulengd; kl.
7,30-23,00 á 25,63 m. og 19,80
m. bylgjulengd. Útvarp til sænskra
sjómanna á höfum úti miðvikudaga
og fimmtudaga kl. 7,15; 15,15 og
1,15 á sömu bylgjulengdum. Skráð-
ir útvarpshlustendur eru 2,128,515
af 7,000,000 íbúum.
Fínnlond
Lahti: Bylgjulengd 1181 m
Útvarpstími virka daga kl. 4,30—
6,20; 8,50-12,10 og 15,00-21,00.
Sunnudaga kl. 5,45—21. Útvarpað
er bæði á finnsku og sænsku. Út-
varpshljómsveitin leikur á sunnu-
dögum, þriðjudögum og fimmtu-
dögum, ýmist kl. 18,25 eða kl. 20.
Symfoníuhljómsveit á sunnudög-
um kl. 12,35—13,35 og á föstudög-
um kl. 18,05-19,00.
Stuttbylg]uútvarp á 49,02 m.,
31,40 m., 19,75 m og 16,85 m
bylgjulengd.
„Ég veit, að vður finnst heimsókn mín dálítið einkenni-
leg, og ég lái yður það ekki“, mælti hann. „En eins og ég
sagði yður áðan, þá er ég á flótta, og flóttamaður ræður
ekki för sinni. Annars veit ég ekki hvers vegna ég er að
flýja. Mér er ljóst, að flótti minn er þýðingarlaust með öllu,
þar eð þeim hlýtur fyrr eða síðar að takast að handsama
mig.“
Hnn reis til hálfs úr sætinu, hallaði sér fram á skrifborðið
og tók að stara á mig. Það var kominn óviðkunnanlegur
gljái á augu hans, og ósjálfrátt fór ég að fitla við fána-
stöngina á borðinu.
„Gerið nú bón mína“, mælti hann lágt. „Skrifið niður,
það sem ég segi yður, — þér þurfið ekki að gera það jafn-
ótt og ég tala, það breytir meira að segja engu, þótt þér
gerið það ekki, fyn- en ég er farinn, — en skrifið það nið-
ur. Ætlið þér að gera það?“
„Já, — það er ekki nema sjálfsagt“.
„Ég hef um langt skeið kynnt mér þessa tækni þeirra,
skal ég segja yður, og ég hef uppgötvað leyndarmál, sem
þeir vita ekki sjálfir, og þess vegna veita þeir mér eftirför
og vilja handsama mig. Og það er einmitt þetta leyndar-
mál, sem þér eigið að skjalfesta, svo að það glatist ekki
með mér. Skiljið þér það?“
„Já, — það er ósköp auðskilið“.
„Sjáið þér til. Valdhafar stórveldanna hafa fjölda há-
lærðra vísindamanna í þjónustu sinni, eins og þér vitið.
Sumir þessara vísindamanna starfa aðeins að J)ví að gera
tæki og efni, sem drepa mennina og eru því hættulitlir,
aðrir að gerð efna, sem drepa manninn í mönnunum og
þeir eru hættulegri. Skoðanavökvinn er eitt þeirra efna.
sjáið þér til. Þessi vökvi, sem þeir dæla inn í heilann. Fyrstu
álnif hans eru þau, að manninum hverfur öll litaskynj-
((
un . . .
„Litaskynjun?“
„Já, — eftir það sér hann aðeins svart eða livítt. Allt, sem
hann sér . . . já, allt, sem hann heyrir og skynjar á einn eða
annan hátt, verður honum annaðhvort svart eða hvítt og á
hverjum tíma. Og síðan láta valdhafarnir framkvæma þessa
aðgerð á öllum sínum þegnum . . . hún er ofur einföld og
sársaklaus, eins og ég gat urn áðan. Holnálarnar, sem þeir
eru farnir að nota, eru svo hárgrannar og oddhvassar. Þeir
læðast aftan að mönnum, og þeir finna ekki til stungunnnar."
Framliald í næsta blaði.
UTVARPSBLAÐIÐ
9