Útvarpsblaðið - 15.04.1951, Page 12
Úr þættinum: „Sitt af liverju tagi"
Opið bréf
til lihnrpNriíd^ o« aiiiiari'a
Og enda þótt þingfréttírnax séu ómótmæl-
anlega rismesti dagskrárliður útvarpsins, svo
er Helga fyrir að þakka, mundi ekki lækka á
þeim burstinn, þegar hann tæki sig til og
flytti þær í rímnaformi. Er og margt svo svip-
að, það er gerist á alþingi og það, er gamlar
rímur greina frá, að ekki mundi hann á stund-
um þurfum að gera annað en víkja til nöfnum
svo að áður kveðnar rímur féllu að frásögn
af þingfundum, og er mér sem ég heyri Hjörv
ar minn hefja upp sína hetjuraust og kyrja
með viðeigandi sveiflum og endaseimi:
Ferleg voru f jörbrot hans,
í f járlögum steig hann dans,
glumdi Einars orðafans,
Eysteinn leit til forsetans.
Eða:
Gísli skundar, Gísli væðist,
Gísli á fundi vaskur er.
Gísli undrast, Gísli mæðist,
Gísli á stundum vindhögg ber.
Og ekki yrði Helgi linkulegri þótt hann
brygði sér öðru hverju yfir í þjóðvísnaform-
ið:
Forðum tíðar brjótur banns,
Brynjúlfur fór utan lands,
en erindi eða hensikt hans
hermir ekki saga ....
Að svo mæltu vil ég víkja máli mínu að
breyttri tilhögun, — og að sjálfsögðu einnig
til sparnaðar, — á öðrurn sviðum. Að sjálf-
sögðu verður engin leið að snúa öllu hinu
talaða orði í ljóð undir Ijúfum lögum. Raun-
ar veitti ekki af því að láta hljómana lyfta
svolítið undir sum fræðsluerindin með flug-
fjöðrum tónanna, — en allt á þetta sér tak-
mörk. En ég vil spara samt, — og þó ekki á
kostnað skemmtilegheitanna, — fyrirgefið
mér orðið. Eg vil til dæmis, að þeir menn,
sem alltaf eru á ferðalögum erlendis, en ekki
á sinn kostnað, verði látnir endurgreiða eitt-
hvað af þeim kostnaði með því að annast
kennslu á vegum ríkisútvarpsins í þeim þjóð-
tungum, sem þeim eru orðnar tamastar. Eg
hygg að hann Bjarni minn Ben yrði ekki sér-
lega tilþrifasnauður enskukennari, svo að
eitthvað sé nefnt. Og enn læt ég ímyndunar-
aflið hlaupa með mig í gönur:
„Kæru nemendur. í kvöld skulum við
glíma við einkar skemmtilegt viðfangsefni,
— við skulum snúa einhverju íslenzku kvæði
yfir á engilsaxneska tungu, og leggja í þetta
eina skipti meiri áherzlu á rétta meiningu,
heldur en réttan framburð. Eg hef hugsað
mér að við tökum kvæðið „Kirkjuhvoll“ til
handargagns í þessu skyni, það er að segja,
fyrstu ljóðlínur fyrsta erindis, sem eru víst
það sem kallaður er hugnæmur skáldskapur.
— Jæja, — hafið orðabókina við hendina, og
svo byrjum við, eins og Hans Andersen, —
ekki Hans Kristján, heldur hinn, — segir á
stundum.......„Hún amma mín það sagði
mér“ .... það verður vitanlega: „My grand-
mother that told me“ um sólarlags bil.... já,
12
ÚTVARPSBLAÐIÐ