Útvarpsblaðið - 15.04.1951, Page 14
r-------------------------------------------------------------------------------------->
Útgáfan „KVÖLDVAKA"
Útgáfan „Kvöldvaka“ hefur látið fjölrita sex leikþætti eftir Jón Snara;
gamanþætti, sem eru einkar heppileg viðfangsefni fyrir fámennari fé-
lög og leikhópa. Þættirnir verða sendir í póstkröfu hvert á land, sem
óskað er; verðið er kr. 300,00 — leikleyfisgjald innifalið.
Sendið pantanir sem fyrst, þar sem upplagið er takmarkað.
Útgáfan „Kvöldvaka"
P. O. 1033 - Reijkjavík
Og að síðustu þetta • •.. Ekki þætti mér
óviðeigandi, þótt hlustendur væru á hverju
kvöldi af ríkisútvarpsins hálfu kvaddir með
laglegu vögguljóði, sungnu af hljómþýðri,
taugaróandi kvenmannsrödd. Þýkist ég viss
um, að þá yrði forráðamönnum dagskrárinn-
ar margt fyrirgefið,— meira að segja ekki
með öllu útilokað, að einn og einn hlustandi
hugsaði hlýtt til þeirra, er hann væri að festa
svefninn, en þá eru hugsanir manna máttug-
astar að dulfróðra manna sögn. Gæti þetta
því orðið til þess, að þeir svæfu sjálfir værar
og nytu sælli drauma, en það gæti svo aftur
orðið til þess, að þeir vöknuðu glaðari og
hvíldari að morgni og tækist þá betur með
þeim samvinna dagsins. Set ég hér að lokum
eitt lítið vögguljóð, sem ef til vill mætti nota
í því skyni.
Hlustandi hvíl þú í ró.
Hvílir nú Baldur og có.
Þagnaður Pétur vor P.
Páll hygg ég nýfloginn sé
dúrs og moll draumlanda til,
drífandi slátt sinn og spil.
Hjörvar sér snýr upp í horn.
Hrýtur nú Vilhjálmur Þorn.
Hlustandi, hvíl þú í ró.
Hefurðu ei senn fengið nóg?
Jazzöskur, truflanir, tal,
tónleika og söngvaragal.
Höfuðverk hljóma og máls,
hlustarverk . . . nú ertu frjáls.
Hlustandi, — hrjót þú í ró,
í H-moll, — með Þórarni og có.
14
ÚTVARPSBLAÐH)