Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.05.1952, Síða 5
Byggjum gfir Árnasufn
Á sumarmálavöku stúdenta í útvarpinu síð-
asta vetrardag flutti formaður Stúdentafélags
lleijkjavíkur, Páll Ásg. Tryggvason, ávarp jbað
er hér hirtist lítilsháttar stytt:
ÍSLENDINGAR geta staðið saman
þegar þjóðarnauðsyn og þjóðarmetnaður
býður, og hafa oftsinnis gert það. Um
kröfur íslendinga til fulls sjálfsforræðis
stóðu þeir allir saman sem einn maður
á úrslitastund. Á þessu sumri má gera
ráð fyrir að til úrslita dragi í því eina
deilumáli,, sem vér eigum enn ósamið um
við hina fyrri sambandsþ. okkar Dani —
handritamálið. Hin réttarfarslegu sjón-
armið vor Islendinga í því máli verða hér
ekki rakin. Þau hafa áður verið reifuð
svo sem bezt má verða, enda er gott til
þess að vita, að þótt margt sé íslending-
Um betur gefið en samhyggja og ein-
drægni, þá hafa þeir um fátt staðið jafn-
fast saman að undanförnu sem um hand-
ntamálið og landhelgismálið, og svo mun
enn verða. Um aðrar réttmætar kröfur
á hendur öðrum hefur gegnt líku máli.
Yfirleitt hafa kröfur verið mjög hafðar
tippi á undanförnum árum, og verðum
vér varla um það sakaðir að liafa látið
hlut vorn í slíkum efnum liggja í lág-
>nni.
En nú vildi ég í öllu sakleysi mega
varpa fram einni spurningu: Gæti það
ekki hugsast, að oss hafi — þrátt fyrir
alla þessa kröfupólitík — gleymst ein
hrafan og ekki sú veigaminnsta: Krafan
a hendur oss sjálfum.
Þegar þess var krafizt af ríkisstjórn-
’nni, að hún legði hinum íslenzku liand-
Páll Ásg.
Tnjggvason
ritun til veglegan samastað, þegar til
þess kæmi, að þau yrðu flutt lieim, þá
gat hún að sjálfsögðu engu svarað til
öðru en því, að hún teldi sér skylt að
búa sem bezt og örugglegast að þeim.
Enginn virtist hafa neitt við þetta að at-
lmga eða gera sér það ljóst, að allt fé,
sem dregið er úr hendi hins opinbera
og varið er til óvæntra aðgerða, kemur
að sjálfsögðu niður á öðrum framlögum,
sem ríkissjóður þarf að geta innt af hendi
til annarra nauðsynjamála, sem einnig er
hástöfum krafizt. Engum virtist koma
annað til hugar en að það væri nóg að
krefjast alls af öðrum: handritanna af
Dönum og hússins af ríkissjóði. Enginn
rödd heyrðist hreyfa því, að þá væri mál-
stað vorum bezt borgið og sómi vor gerð-
ur mestur, ef byggt yrði yfir þessi endur-
heimtu menningarverðmæti fyrir frjáls
og óþvinguð framlög þjóðarinnar.
En nýlega gerðist sá óvænti atburður,
að íslendingur, sem ekki hefur látið nafns
síns getið, sendi Þjóðminjaverði 100 kr.
í peningum og kvað upphæð þessa fram-
lag sitt til handritasafnsbyggingar. Þjóð-
minjavörður tók við fénu og birti þakkir
til gefandans í blöðunum. En síðar hefur
ekkert gerzt í málinu, og enginn, kunnur
ÚTVARPSTÍÐINDI 5