Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.05.1952, Side 8

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.05.1952, Side 8
gotur. Og hún var sælleg í iðjuleysi sínu og hafði þriflegan líkama. Og engum gat dulizt að Óli Pá gaf henni auga. Björg gætti þess að láta vatnið renna í straumlausa polla í götunum, svo mold- in rynni ekki frá grösunum, og henni var annt um að láta verkið fara vel úr hendi. Og hún hugsaði um hversu betra væri að vera gift Óla Pá, þá yrði allt auðveld- ara, því þeir, sem einu sinni voru gefnir saman fyrir augliti hins almáttka, stóðu síður í lausbeizluðu trússi við maka sinn. Þá fengi hún siðferðilegan umdæmisrétt yfir augnagotum Óla Pá, og þyrfti síður að volæðast út af einni kvenmannstjásu, er kæmi til að sleikja sólskinið um há- sumarið og gengi með alls konar róman- tískar grillur um yndisleika þess að búa í sveit og safna rjóðum ávöxtum í gler- húsi, eins og að gamni sínu. Björg færði vatnsslönguna til og hún fann hvernig svitinn streymdi niður brjóst hennar og maga og niður bak henn ar innanundir þunnum kjólnum. Hlaðið var svo þurrt, að þegar lítil vindgára smeygði sér fyrir norðurhorn hússins, þaut langur og mjór rykstrókur niður eftir öllu, allt niður að læknum. Óli Pá sat í dyrum gróðurhússins, og fylgdist af athygli með því, hvernig stróknum reiddi af. En þegar strókurinn dó út við lækinn, hélt Óli Pá áfram að þurrka af sér svitann með rauðum vasa- klútnum. Og í einni yfirferðinni fann hann aum- an hnjúsk bak við vinstra eyrað, og hann þuklaði varlega um hann með gómunum. Hann hafði ekki tekið eftir þessum hnjúsk áður og hann var ekki viss um hvort til- tækilegt væri að sprengja út úr honum. fyrr en hann hefði fengið sér spegil og séð hvort hann var hvítur í endann. Óli Pá var nokkra stund að gamna sér við að 8 ÚTVARPSTÍÐINDI strjúka yfir hnjúskinn, og svo, án þess að vita af því, þrengdi hann að honum með tveimur gómum. Hann gretti sig herfi- lega og hnykkti lítillega á. Og er hnjúsk- urinn gaf eftir, og hann fann það koma út milli gómanna, varð það honum mikill léttir. Og andlit hans komst í samt lag og varð tómt og ánægt. Hann tók eftir því, að hann var hættur að heyra til Bjargar innan úr gróðurhúsinu, en hann hirti ekki um það, því það var of erfitt að snúa sér við í öllum þessum hita. — Það segi ég satt, að ég fyllist alltaf viðbjóði, er ég sé menn kreista svona út á sér, heyrði hann að Björg sagði að baki hans og hann fann að hún stóð rétt aft- an við hann og augu hennar hvíldu á hálsi hans. — Vertu þá ekki að horfa á það, svar- aði hann önugur út á hlaðið, og það var eins og orðin fykju niður að læknum og dæju þar út, líkt og strókurinn ofan af hlaðinu. Og þegar hann hafði sleppt orð- unum, varð hann argur sjálfum sér fyr- ir að segja þau. Og hann vissi hvernig þessi orð höfðu skollið á grönnum lík- ama hennar, er hafði legið upp við hann um nætur og verið honum hlýr og skiln- ingsgóður. Hann minntist þess, er hann vaknaði og heyrði andardrátt hennar við hlið sér, hvernig hún var vön að soga að sér myrkt andrúmsloft stofunnar, og hvernig barm- ur hennar lyftist undir sænginni. Og hann hafði oft verið að hugsa um hve Björg hefði sterk lungu. — Ekki veit ég hvernig í andskotanum þessir túmatar fara að því að mygla svona í innstu röðinni, hvernig sem sprautað er„ sagði Óli Pá. Hann sagði þetta til að láta hana heyra að hann væri ekki argur við hana. Láta hana heldur heyra að hann væri vondur út af inygl'

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.