Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.05.1952, Side 14

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.05.1952, Side 14
* * Ragnhciður Guðmundsclóttir Herdís Ásgeirsdóttir Magnea Sigfúsdóttir jStúlbrnar/ sem (esa veðurfréttírnnr FYRIR alllöngu fengum við bréf frá loftskeytamanni staðsett „á sjónum“. Þar segir m. a.: Eina ósk hef ég fram að færa. Hún er sú að þér birtið mynd í blaðinu af stúlkunni, sem hefur „Ijúfustu" röddina af þeim, sem nú heyrast í útvarpinu. Ef þér hafið ekki tilfinningu fyrir fallegri kvenrödd og vitið ekki hver stúlkan er — já, þá vantar yður nokkuð. En stúlkan sem ég hlusta alltaf á, l>æði vegna þess að ég er svo lirifinn af henni (rödd henn- ar) og einnig vegna þess að það er m. a. atvinna mín, er ein af þeim sem les veðurfregnirnar frá veðurstofunni. Nú eru fleiri stúlkur en hún sem ,,les veðr- ið“, en sú sem ég hlusta á las t. d. veður- fregnirnar kl. 18.25 þ. 9. marz s. I. Ég bið yður að fara nú á stúfana og birta mynd af henni, og skilið beztu kveðju til hennar frá loftskeytamanni á sjónum. ★ Við fórum strax á stúfana og þó hefur bið orðið á bænheyrslunni. Það er ekki alltaf vandalaust að fá mynd af ungri stúlku til birtingar. Stúlkurnar sem lesa veðurfréttirnar eru þrjár — nú um tíma raunar fjórar. — Ég vildi ekki biðja um mynd af aðeins einni þeirra og verður „loftskeytamaður“ að afsaka það. Hann verður því sjálfur að gera sér í hugar- lund hvor þeirra það er sem „ljúfasta hef- ur röddina". Þær eru allar ungar, ein þeirra er gift, önnur trúlofuð, þriðja laus og liðug. Ef einhver skyldi vilja heimsækja þær að störfum vara ég við því að arka ekki upp í Veðurstofu í Sjómannaskólanum eins og ég gerði á dögunum. Þær halda sig nefnilega í flugturninum úti á Reykja- víkurflugvelli, ásamt mörgum ungum veðurfræðingum er þar starfa. Þar er allt- af ein þeirra á vakt, stundum tvær. Þær taka við viðurskeytum utan af landi, hafa samband við veðurvitringa Keflavíkur- flugvallar og gera jafnvel veðurathugan- ir ásamt veðurfræðingunum, en aðalstarf þeirra er þó að semja veðurfréttirnar, 14 útvarpstíðindi

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.