Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.05.1952, Side 18
GÓÐAR BÆKUR vilja allir íslendingar
eignast, í hvaða stöðu og stétt sem þeir eru.
Bókmenntafélagið Mál og menning er samtök
áhugafólks um útgáfu á úrvals bókum. Nú er
nýr áfangi hafinn í sögu félagsins:
lóhannes úr Kötlum
Snorri Hjartarson
★ FRJStjST BÓKSVÆL *
Til viðbótar a. m. k. þrem íélagsbókum (Tímaritinu,
skáldsögunni Þrælunum eítir Hans Kirk og Ljóðmæl-
um Sveinbjarnar Egilssonar) geíur Mál og menning
út 1952 á forlagi Heimskringlu eftirtaldar níu bækur
þar sem menn geta valið um hverjar þrjár eða sex
eða tekið bækurnar allar:
1. Dagbók í Höín 1848, eítir Gísla Brynjúlísson.
2. Saga þín er saga vor, eitir Gunnar Benediktsson.
3. SóleyjarkvæSi, nýr ljóSail. eítir Jóhannes úr Kötlum.
4. Kristallinn í hylnum, ný ljóS eitir GuSm. BöSvarss.
5. Ný kvæSi, ettir Snorra Hjartgrson.
6. Undir Skuggabjörgum, sögur eítir Kristján Bender.
7. Klarkton, skáldsaga eitir Howard Fast.
8. Plágan, skáldsaga eitir Albert Camus.
9. JörS í Aíriku, minningar eitir Karen Blixen.
Kjörin fyrir félagsmenn (og nýja menn sem ganga
í félagið) eru þessi:
a. Fyrir 75 krónur félagsb. (minnst 3 með Tímarit.).
b. Fyrir 200 — félagsb. og 3 bæk. að auki e. vali.
c. Fyrir 300 — félagsb. og 6 bæk. að auki e. vali
d. Fyrir 400 - félagsb. og 9 bækur að auki,
og greiði menn minnst 50 kr. um leið og þeir ger-
ast áskrifendur.
Dagbók GÍSLA BRYNJÚLFSSONAR á enga hliðstæðu
í íslenzkum bókmenntum. Hún er öviðjafnanleg heim-
ild um líf íslendinga í Höfn í það mund sem hún
er rituð.
Ritgerðasafn GUNNARS BENEDIKTSSONAR er saga
íslands frá vordögum 1940 til jafnlengdar 1949, og
gefur yfirsýn um viðburði þessara ára, er bókin
rituð af alkunnri stílsnilld þessa höfundar þar sem
fer saman ljós hugsun, rökfesta, alvöruþungi og
hressileg kímni.
Sóleyjarkvæði JÓHANNESAR ÚR KÖTLUM, er sam-
felldur ljóðafloklcur um nútíðarörlög íslendinga með
sögulegum efnisþræði. Hér kveður við nýjan streng
í hörpu þessa vinsæla skálds og mun þessi bók
koma mörgum á óvart.
Ljóð GUÐMUNDAR BÖÐVARSSONAR eiga bæði feg-
urð og líf úr huga skáldsins og náttúrunni umhverfis
hann, bera í sér víðsýni og fegurðarþrá, frjómagn
og lyngilm úr jörðu. Menn eiga góðs að vænta þar
sem er næsta ljóðabók skáldsins.
Með Kvæðum 1944 skipaði SNORRI HJARTARSON
sér sess meðal fremstu listaskálda þjóðarinnar með
ljóðum, sem eiga sér eilíft gildi í bókmenntum. Ljóð
hans eru persónulega tengd íslandi, þrungin fagn-
andi ást á landinu. Þau eiga sér fegurð, sem nær
á mönnum því sterkari tökum, sem þeir kynnast þeim
betur.
Fyrra smásagnasafn KRISTJÁNS BENDER, Liiendur
og dauSir lýsti efnilegu skáldi, fékk góðar undir-
tektir og er uppseld. Nýju sögurnar sýna þó miklu
þroskaðri höfund er segir skemmtilega frá, er hug-
kvæmur, djarfur og kíminn.
ÞÝDDU SKÁLDSÖGURNAR tvær eru eftir snjallo
nútímahöfunda, bandarískan og franskan og JörS i
Aíríku er sannar frásagnir eftir danska barónessu-
Sendið umboðsmanni Máls og menningar í
yðar byggðarlagi áskrift fyrir 17. júní n. k. eða
snúið yður beint til Bókav. Máls og menningar,
Laugavegi 19, Reykjavík. Pósthólf 392.
Gunnar Benediktsson
Guðmundur Böðvar3son
18 ÚTVARPSTÍÐINDI