Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.05.1952, Blaðsíða 21

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.05.1952, Blaðsíða 21
hafði verið að tala við kvenmannstjásuna. I hvert sinn, sem hann orðaði það við hana, að hún þyrfti að fitna, vissi h' að hann hafði verið að tala við hana. — Ef þessu heldur áfram og ekkert ætlar að ráðast við mygluna, þá rækta ég túlipana næsta ár, sagði Óli Pá. — Tulípana, sagði Björg og missti ann- an túmat í gólfið. Og nú vissi hún, að það hafði meir en lítið komið fyrir hann. Hún skynjaði það á málrómnum. Hún þekkti það, þegar hann talaði þessari draf andi röddu. Hún hafði hlýtt á liann svo marga morgna, þegar hann talaði draf- andi rómi og var uppfullur með nýjung- ar og vildi öllu breyta. Og hún vissi að það var sumargesturinn. Loksins hafði komið að því. Hún tók túmatinn upp af gólfinu og Óli Pá, sem hafði verið að velta þessu fyrir sér með túlípanana, hélt áfram og sagði: — Já, stóra rauða túlipana, sem gefnir eru í afmæli og eru daunmiklir, eins og fjóshaugur í tuttugu stiga hita. Björg fann sig neydda til að rökræða þetta við hann. Henni fannst þögnin ekki vera annað en skilyrðislaus uppgjöf og þá myndi ekkert taka við framar. Aldrei mundi neitt taka við framar, ef hún gæf- ist upp. En þetta voru kvalir. Guð einn vissi hve þetta voru miklar kvalir. Og hún beitti sig valdi til að geta sagt: — Og hverjir hafa svo sem gagn af því? — Þeir, sem eiga afmælin, býst ég við. — En enginn getur étið túlípana. Óli Pá leit á hana, með vanþókmm- ina tendraða á sléttu andlitinu,, og hann sagði: — Það er aldrei að vita, nema þú gæt- h fitnað af þeim. Hún fann að gráturinn sat í kverkun- um. Hana sveið alla, eins og hún væri ekkert nema kvika og hann væri að leika sér að strá salti yfir hana. Og allt í einu koniu orðin af vörnm hennar, eins og gusa: — Óli Pá, ef þú ekki hættir, þá veit ég bara ekki hvað ég geri. Ég fer í burtu, ef þú ekki hættir, segi ég. Og svo kom gráturinn, óstöðvandi og með þungum ekka. Og tárhennar hrundu ofan í rauða túmathrúguna á bekknum. Og hún fann að þessi kvenmannstjása var óvinur hennar. Hún kom til að njóta lífsins og láta drenginn sinn sólbrenna. Og hún myndi taka það allt af henni. Hún myndi taka Óla Pá af henni og eyði- leggja hann, eins og allt hitt. Og þegar hún væri búin að leika sér að því og eyði- leggja það, þá myndi hún henda því frá sér, eins og ránfugl og eftirláta henni að vaka yfir hræinu. Gilliaga í marz 1951. UNGT SKÁLD gekk í nokkrar bókabúðir í niiðbænum og grenslaðist eftir sölu á bókum sínuni. Ekkert eintak hafði selzt. Loks kornst hann upp í Bankastræti í bókaverzlun Kron. Þar hafði ein bók liorfið. — Og var hún keypt? spurði hann hikandi. — Já, og borguð af opinberu fé fyrir Bæjar- bókasafn Reykjavíkur, svaraði verzlunarmaður- inn uppörfandi. — Og það lá að, sagði skáldið. ★ Sama skáld hafði gefið skáldbróður sínum bók eftir sig með áritun, nokkru síðar rakst hann á bókina i fornsölu. Þótti honum þetta háðulegt og hafði í hyggju að kaupa hana sjálfur, svo hún væri ekki á glámbekk, og bar sig upp undan þessu við þriðja skáld, er svaraði: — Ég gaf vini mínum bók eftir mig. Henni var stolið og sett i fomsölu. Hann frétti af bók- inni og ætlaði að kaupa hana aftur, en þá var búið að selja hana. Ljóðaskáldið horfði hugsandi á vin sinn og mælti: — Já, fyrst stolin og svo seld. Ja, skyldi það ekki vera munur að vera skáldsagnahöfundur. ÚTVARPSTTÐINDI 21

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.