Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.05.1952, Qupperneq 23

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.05.1952, Qupperneq 23
„Já, eftir að ég kom til vits og ára.“ „Heyrðist nokkuð til lians, þegar hann var að yrkja?“ „Já, ég heyrði til hans oft og tíðum. Stund- Uin tautaði hann hendingarnar fyrir munni sér. En þess á milli þagði hann. Stundum hló hann lágt upp úr þögninni." „Einmitt það! Þá liefur hann verið að hlæja að hugmyndunum, sem liáru fvrir hann.“ „Já, það hefur víst verið svo,“ sagði hún. „Já, og þú heyrðir til hans, þegar hann var að glíma við hendingarnar. Komu ekki hálfar og heilar vísur á skammri stund?" >Jú.“ „Stundum hefur hann aftur velt við setning- unum og rímað öðruvísi, til þess að geta betur fellt á móti?“ „Já, það kom oft fyrir, og þá hló hann líka stundum, meðan hann var að velta við og ríma á móti.“ „Svo hefur hann skrifað upp kvæðin á morgn- ana, þegar hann var risinn úr rekkju?“ „Já, það var hans fyrsta verk, ævinlega." „Skildi hann þá ekki eftir eyður stundum i kvaeðunum, til þess að fylla í síðar?" „Jú,“ það sagðist liún hafa séð stundum. Eg gat nokkurn veginn rétt til aðferðarinnar. Eg hef ætlað, að skáldin færu þannig að. En ef til vill yrkir hver með sínu lagi, eins og ræðar- inn og sláttumaðurinn róa og slá með sínu. Guðrún var afargröm -Við Hannes Hafstein fvrir fráganginn á „úrvalinu", þótti hann draga fram verri hlið föður síns og sleppa beztu kvæcf- unum (!!). Henni þótti hann hafa lýst föður sínum rangt — andliti og skapferli. Og ennfrem- Ur fullyrti hún, að í kvæðunum væru 4 vísur prentaðar, sem faðir sinni ætti engan hlut í, og 'iefndi til þessar vísur: „Ríkur búri ef einhver er“, o. s. frv. „Aufis Jió beinan akir veg“, og „Grállarábrjótur gæðaspar.“ Hún nefndi höf. að vísunum, og hef ég nú ekki uöfn þeiira við hendina. G. F. [Hræddur er ég um, að varlega sé treyst- andi svörum, sem eru lögð svo að kalla upp í hendur svarandans með spurningunum, eins og uér að framan. I-Iætt við líka, að ljóðasmiðir kafi sitt lagið hver við ljóðasmíð; hef ég þekkt þess nokkur dæmi. Ritstj.] BRÉF AÐ VESTAN ÉG HEF saknað Útvarpstíðindanna, þann tíma sem þau hafa ekki komið út, og vona að þessi nýja tilraun heppnist. En í nvja forminu finnst mér að þau þvrftu ekki síður en áður að vera tengiliður milli hlustenda og þeirra, er málum útvarpsins stjórna. Þar sem fram kæmi Iof um það, sem mönnum finnst lofsvert, og gagnrýni á það, sem miður fer. En með gagnrýni á ég við heilbrigða; og helst jákvæða gagnrýni, en ekki hnútuköst og skammir, þótt einhverjum þyki þar málum mið- ur vel stjórnað. Útvarpsráð er skipað mönnum, eins og gengur og gerist, sem auðvitað eru ekki meiri guði í himnaríki, og hann gerir þó ekki svo öllum líki. Þar sem ég hef talað við menn um útvarps- efni v.irðast mér svo til allir sammála um að þrír þættir beri af um vinsældir, Sitt af hverju tagi, Óskalög sjúklinga og Óskastundin. Af þeim virðist þó Sitt af hverju tagi vinsælastur, og er því mörgum undrunarefni að hann virðist hálf- gerð hornreka og fellur oft niður. Hvað veldur? Skortir efni, eða eru aðrir aðgangsfrekari? En hvað veldur svo vinsældunum? Líklega fyrst og fremst það að þarna er oftast um frek- ar létt og skemmtilegt efni að ræða. En þó liygg ég að þarna sé einnig um annað að ræða. Allir þeir, sem stjórna þessum þáttum kunna að rabba við hlustendur, ekki með neinu orð- skrúði eða í viðhafnarmálróm, heldur eins og maður talar við mann. Þessi athugasemd fylgdi frá Jóni Ólafssyni. Hún segir sitt. En gaman er að þessum spurn- ingum og fróðleikur í þeim um spyrjandan. Gjarna vildum við fá upplýsingar frá þeim er gefið gætu, varðandi ranglega feðraðar vísur, eignaðar Bólu-Hjálmari. Ritstj. Útvt. útvarpstíðindi 23

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.