Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.05.1952, Síða 24
Útvarpið er þá ekki lengur nein stórfengleg
tæknistofnun í fjarska, sem stjómað er af fáuni
útvöldum, heldur kemur ])að inn i stofuna okk-
ar, hvort heldur hún er stór eða lítil, sem góður
kunningi, sem við granþekkjum og getum
skemmt okkur með kvöldstund.
Við munum hann PáJ Isólfsson. Hverjum
dettur í hug að taka undir nema með Páli.
Þessvegna óska ég þess að útvarpið reyni að
finna sem ffesta góða rabbkunningja fyrir okkui
hlustendurna. Um efnisskipunina ætla ég ekki
að ræða að öðru leyti, t. d. „vinsæl lög“ og þá
samkvæmt rökréttri ályktun að mér virðist „ó-
vinsæl lög“, en undir það myndu að líkindum
,, heyra stærri tónverk, óperur og sinfóníur. Eitt
dettur mér þó í hug í því sambandi. Það er tal-
að um að það þurfi að kenna fólki að hlusta á
þessi meiriháttar tónverk. Nú er það svo að til
þess að njóta þeirra þarf að gjörþekkja þau, eða
svo hefur mér virzt.
Hvernig væri nú að taka eitt slikt verk fyrir.
Fá einhvern mann til þess að skrifa um það,
hvern einstakan kafla, og ákveða svo tíma í dag-
skránni, þar sem þetta verk væri leikið. aftur og
aftur. II. II.
★
BERGSVEINN
FRÁ ÖGRI SKRIFAR:
ÞAÐ VAR gott að Útvarpstíðindi risu á legg
aftur í höndum Jóns úr Vör. Flest er smekklegt
og vel unnið sem hann lætur frá sér fara; og ekki
hafa Útvarpstíðindi verið betri í annan tíma, en
meðan hann hafði hönd í bagga með útgáfu
þeirra. — A fvrstu heftunum var að visu sá ljóð-
ur, að í þau vantaði dagskrána. Þó dagskráin nái
ef til vill ekki til aUra lesenda blaðsins áður en
hún er flutt, þá er luin alltaf mikils virði eftir á,
fyrir þá er vilja fylgjast nokkuð með þvi sem
útvarpið leggur þjóðinni til af andlegheitum. Og
þegar frá liður munu þeir ekki verða svo fáir
sem hafa gamán af að fletta gömlum Útvarps-
skrám og geta sótt í þær margvíslegan fróðleik.
— Ekki hlusta ég neitt viðlika á útvarpið nú,
og ég gerði meðan ég bjó búi mínu í sveitinni,
og geri því enga tilraun til samanburðar. En
fornritalestursins sakna ég, svo og Ilelga Hjörv-
ars. Ég er ekki einn um, að telja hann bezt tal-
aðann þeirra manna er komið hafa að hljóðnem-
anum, og held að útvarpið hafi ekki ráð á að
24 ÚTVARPSTÍÐINDI
drepa hann alveg af sér. Á kvöldvökurnar hlusta
ég ævinlega. En hversvegna var verið að flvtja
þær frá miðvikudegi til föstudags? Mér hafa
fundizt þær lélegri í vetur en oft áður. Þó hafa
skotizt í góð erindi, t. d. erindi Guðna Jónsson-
ar um Barna-Arndísi og frásögnin af Hvamms-
undrunum, svo eitthvað sé nefnt, af því, sem
nýlega hefur verið flutt — Ekki get ég dáð erindi
sr. Sigurðar Einarssonar um Ólaf í Hvallátrum.
Um þann skörungsmann hefði óefað mátt taka
saman betra erindi. Og betur m_á sr. Sigurður
dýfa í árinni, og endurskoða sumt af því, sem
hann sagði, áður en hann lætur það á þrykk út
ganga, ef okkur, sem þekktum Ólaf og alla sam-
tíð hans mun betur en Sigurður Einarsson, á
nokkuð að þykja til þess koma. Og varla er það
í frásögur færandi, þó maður á bezta aldri, van-
ur sjó, fari einn á bát milli eyja á Breiðafirði, nær
skerjalausa leið í blíðskaparveðri á sumardegi.
Brokeyjar-Vigfús var a. m. k. 'kunnur að því á
undan sr. Sigurði Einarssyni.
Margir munu liafa haft gaman af að hlusta á
umræðurnar frá stúdentafélagsfundinum, sem út-
varpað var á sunnudaginn. Þar kenndi margra
grasa og sumra góðra. Beztur var Tómas skáld.
I einfeldni minni hélt ég að hann gæti ekkert
gert vel nema yrkja kvæði. Nú veit ég að svo er
ekki. Erindi hans var um margt hin þarfasta
hugvekja, og ætti að birtast í víðlesnu blaði.
Um móðurmálið og kennslu þess í skólunum
ræði ég ekki. Öll kennsla er langt fyrir ofan minn
skilning.
Atómkveðskap kann ég ekki að meta. Mér
kemur hann fyrir sjónir eins og þegar starlaður
maður hrópar ógæfu sína út í bláinn. — Annars
mun það vera staðreynd, að ljóðabækur eru
heldur lítið lesnar um þessar mundir. Hvort það
er einhverju leyti atómskáldunum að kenna veit
ég ekki; en máske glæðist ást á fögrum ljóðum
eitthvað með haustinu, þegar ljóðabækur Davíðs
Stefánssonar verða aftur fáanlegar. — Útgefand-
inn ætti að reyna að finna færa le.ið til þess að
selja þær með afborgunum, því ekki er alveg
víst að allir bókhneigðir menn verði svo múr-
aðir með haustinu, að þeir geti snarað út í einu
400—600 krónum fyrir bækur.
Fugladráp og ýmiskonar annað siðleysi úti a
víðavangi, er að verða landplága. Andskotalaust
er það ekki, að ýmiskonar landeyður og nýríkir
siðleysingjar skuli vaða um lendur manna án
leyfis með byssur, og drepa og limlesta alla