Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.05.1952, Qupperneq 26

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.05.1952, Qupperneq 26
fylgjast með því helzta, sem gerist í heiminum, ekki aðeins á sviði stjórnmála, heldur og bók- mennta, lista og hvers konar menningarmála. I íslenzkum blöðurrt er liægt að fvlgjast með að- eins einni tegund heimsmála: stjórnmálunum. Það er rétt, að Norðurlandablöðin eru miklu stærri, og íslenzku blöðunum því vorkunn. Þess vegna vil ég fyrst benda á það, sem má missa sig, og síðan á hitt, sem ætti að koma í staðinn að mínum dórni. Islenzk blöð nota hlutfall.slega miklu meira rúm fyrir pólitík, flokka og stétta, bæja og sveita, heldur en hin Norðurlandablöðin. Þessi póli- tíkska barátta hefur iinnur og ógöfugri einkenni en almennt er á Norðurlöndum. Hún er rætnari, persónulegri, smámunalegri, óvandaðri, en um leið virðist hún sem betur fer alls ekki vera einkennandi fyrir þær persónur, sem lialda henni uppi, blaðamennina. Nlér finnst það víðs fjarri þeim mörgu blaðamönnum, sem ég þekki. Þessi pólitíska dægurbarátta lifir að því er virð- ist sjálfstæðu lífi í blöðunum, almenningur tal- ar aldrei um hana að heitið geti, og eg hef aldrei heyrt blaðamennina minnast á hana, fremur en liún ætti sér ekki stað. Og allir eru þeir aldavin'r innbyrðis. Þetta þras, nöldur og mas, dylgjur og formælingar eru íslenzkur blaðaósiður. Það vita allir, hve skemmtilegt og áhrifaríkt þetta er í daglegu lifi. Við forðumst slikt fólk, en neyð- umst ]>ó að vissu marki til að umgangast það. Það er eins með blöðin, við forðumst þessar þrætugreinar en neyðumst til að hafa þær nálæg' augunum. Einn þáttur þessarar baráttu, ef svo fallegt orð mætti nota um þctta, er háður af mikilli vig- fimi og miskunnarleysi, og er i vissum skilningl rammíslenzkur, þar sem um er að ræða sagnrit- um. Heitir sú á blaðamáli „að rekja gang mál- anna“. Gagnstætt sagnritun Snorra virðist þessi vera til minnstrar fyrinnyndar, en hún er fólgin í því, að raktar eru tillögur þær, sem flokkurinn hefur borið fram, hinum flokkunum þremur t’l mikillar skelfingar og í hatrammri andstöðu við þá. Það gefur að skilja, að í þessu stríði um for- tíðina má ekki sýna á sér sögulega snögga bletti, og mórall sagnritarans er þessi: úr því að hinir ljúga, þá megum við gera það líka. Þó það nú væri. Ekki ósjaldan fær maður þær upplýsingar i blöðunum, að daginn áður hafi hámark vitlevs- unnar birzt í einhverju blaði. Og það er náttúru- lega hart að fá það sem svar við hámarki spek- innar. En úr því að maður fær nú ekki annað en vitleysu í staðinn fyrir speki í þessari blaðabar- áttu, er þá til nokkurs að vera að þessu? Er þá ekki eins gott að taka upp léttara hjal. Er vopna- lilé óhugsandi meðal íslenzkra blaða á sviði stjórnmála? Myndu viðræður um það þeirra a milli verða álíka og þær í Pannmnjon? Langt og stirt stríð er leiðinlegt jafn fyrir áhorfend- ■ur sem þátttakendur. Menn vilja snarpar orust- ur, snögg átök, drengilega, íslenzka glímu. Það nennir enginn til lengdar að horfa á götu- stráka vera að sparka í botninn hver á öðriun með tilheyrandi orðaskiptum. Það er engu lík- ara en allt önnur lögmál eigi að gilda, þegar í blöðin er komið, heldur en þegar menn hittast á götuhornum, í kaffihúsum og á mannfundum og ræða saman. Þó eru blöðin einmitt ætluð þessu sama fólki. Ef blöðin drægju að mikluin mun úr þrætum sínum og persónulegum áburði, en Iiæfu svo bardagann að kappi, þegar Iíða tæki að kosningum, þá er ég viss um það, að fólk myndi fvlgjast með af athygli, og þá væri tíni’ til kominn að rekja gang málanna eins langt aftur á bak og minnið leyfði. Það er hvort eð er ógern- ingur að sannfæra mann, sem ekki hlustar. eða lesenda, sem ekki er til. Rúmleysi blaðanna okkar er einnig vandamál. en auk þess rúms, sem myndi losna við ofan- nefnt vopnahlé, mætti einnig bæta stórum við það með því að draga úr þeim persónulegu ein- vígum, sem sárafáir lesendur hafa nokkurn á- huga á. Lesendum er boðið upp á langar yfirlýs- ingar á yfirlýsingar ofan um það, hvað hafi t. d. gerzt á einum fundi í einhverri nefnd, sem fjall- ar um lítinn Iiluta af málum lítillar sveitar. Og molto þeirra gæti yfirleitt verið: Það var hann, sem byrjaði. I stað þess, sem þannig mætti missa sig, vil ég biðja um greinar um íslenzk og alþjóðleg menn- ingannál, skemmtiefni og almennán fróðleik, sem íslendingar kunna vel að meta, eitthvað af ]iví, sem við nú getum aðeins fengið að lesa > blöðum frænda okkar á Norðurlöndum til dæinis- Eg hef lýst minni persónulegu skoðun, en þvi hef ég gerzt svo djarfur, að ég veit, að þetta er skoðun allra jieirra, sem ég hef rætt þessi mál við. En það væri mjög mikilsvert að kanna vilja lesendanna almennt, og hvað segir Stúdenta- félag Reykjavikur um umræðufund um íslenzka blaðamennsku? =SSS5= 26 tn’VARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.