Útvarpstíðindi - 23.07.1945, Side 5
ÚTVARPSTIÐINDI
149
\
Sigurður Einarsson, skrifstofustjóri:
Alexander Kielland
— OG ÚTVARPSSAGAN: „IÓNSMESSUHÁTIÐ
í sumar varð það að ráði, að ég læsi
útvarpssöguna. Og þegar ég fór að
velta því fyrir mér, hvar niður skyldi
bera um sögu, varð það ofan á, að
taka sögu eftir norska skáldið Alex-
ander Lauge Kielland. Og sagan, sem
nú var lesin, er Sankt Hans Fest
— Jónsmessuhátíð.
Kielland er, eins og flestir vita, eitt
af gullaldarskáldunum norsku, þessum
glæsilega hópi sem varp kynlegum
snillibjarma á bókmenntir Norðmanna
á síðari hluta aldarinnar, sem leið, og
átti drýgstan þáttinn í að kippa þess-
ari fámennu þjóð, sem laut erlendu
ríki, inn í vitund alls hins menntaða
heims, sem hámenntaðri atorkuþjóð.
Vart mun það nú verða metið hve
drjúgan þátt þessi glæsilega skálda-
kynslóð átti í því, að úrslitin í frelsis-
baráttu Norðmanna hlutu að verða
slík sem þau urðu árið 1905. Þeir
höfðu inn á við alið þjóð sfna upp
með hvatningu sinni og gagnrýni til
þess að verða þeim vanda vaxin að
vera sjálfstæð og fullvalda þjóð. Og
út á við höfðu þeir borið andlegan
hróður Noregs svo glæsilega, að heim-
urinn yar búinn að dæma Norðmönn-
um sigur í sjálfstæðisbaráttu þeirra,
áður en til sjálfra úrslita átakanna
kom. í þessari fylkingu átti Kielland
einn beittasta pennan, næmustu rétt-
lætiskenndina, og þá íþrótt stílsnilli,
frásagnargáfu og fyndni, sem ber af
flestum öðrum.
Ættbogi Kiellands er upprunninn í
Sóknadal í Stavangursandi í Noregi,
og Stavangur er baksviðið fyrir flest-
ar skáldsögur Kiellands. Ættfaðirinn
Jacob Jansen Kielland stofnaði verzl-
unarhús í Stavangri árið 1751 og stóð
það, og einatt með miklum blóma,
þangað til 1863, eða þangað til Kiel-
land var 14 ára gamall. Afi hans
Gabriel Kielland var einn af glæsileg-
ustu og umsvifamestu kaupsýslumönn-
um og skipaútgerðarmönnum Noregs
á sinni tíð. Þetta verzlunarhús er fyr-
irmynd Kiellands að Verzlunarhúsinu
Garman og Garman og Worce, og
Gabriel Kielland, afinn, fyrirmynd
hans að gámla konsúlnum í Skipper
Worse. Og það má óhætt ganga út
frá því, að hvar sem við hittum ein-
hvern Garman í ritum Kiellands, þá
er hann að skrifa um frændur sína,
draga upp myndir af skaphöfn þeirra,
örlögum og persónu.
Alexander Kielland fæddist árið
1849. Hann varð stúdent árið 1869,
átján ára gamall. Hann lagði stund á
lögfræði og tók embættispróf í lögum
árið 1871. Hann var maður fluggáfað-