Útvarpstíðindi - 23.07.1945, Side 7

Útvarpstíðindi - 23.07.1945, Side 7
ÚTVARPSTIÐINDI 151 í þessari bók Kiellands, sem nú var lesin, Jónsmessuhátíð, hittir maSur fyrir sér kynlega persónu og fyjrirferðarmikla, sem er prestujtinn séra Morten Kruse. Það er nú löngu hafiS yfir allan efa aS fyrirmynd þeirrar persónu tók Kielland harla naqrri sér — því aS séra Lars Oftedal, sem áður er á minnst er fyrirmyndin. Hann var prestur í Stavangri samtímis því er Kielland átti þar heima, að að- sópsmikill prédikari, slunginn maður og metorðagjarn og mjög sýnt um að komast til metorða. Hann varð stórþingsmaður með aðferðum, sem að lýst er að nokkru leyti í Jónsmessu- hátíð, og lét mjög að sér kveða á þingi. Hann réð því t. d. manna mest að skáldalaun Kiellands voru feld og hamaðist á móti honum og taldi skrif hans stefna þjóð og kirkju, guðstrú og siðgæði í beinan voða. Hann fékk og samþykkt lög, sem ennþá bera nafn hans, þar sem lagðar eru geysi strangar refsingar við því, að menn geri neinar ráðstafanir til þess að forðast barngetnað. En veldi Oftedals hrundi með jafn snöggum ósköpum og það hafði hafizt. Vera má að sög ■ ur Kiellands hafi bennt mönnum á það, að allt myndi ekki vera með feldu um manninn og víðar bárust að honum böndin. Svo kreppti að Lars Oftedal að lokum, að hann varð að játa það af prédikunarstól í kirkju sinni í Stavangri, að hann hefði haft þess- háttar mök við helztu frúr í söfnuði sínum, að sér hentaði ekki að starfa lengur í þjónustu kirkjunnar. Varð hann nú að hverfa úr prestsembætti og af þingi og þykir frami hans allur hafa enzt Noregi nokkru skemur til ágætis, en skáldfrægð Kiellands. Þetta er nauðsynlegt að vita, þegar kemur að þætti Mortens Kruse í sögunni, og gerir iesanda og hlustenda auðveldara fyrir um að skilja hið napra og glettna háð Kiellands í meðferð þessarar per- sónu. Það er einkenni á skáldskap Kiel- lands, að sögur hans standa allar sam- an í innri tengslum, þó að sjálfstæðar séu. Það er meðal annars af því, að Stavangur er nálega alltaf baksviðið og í þeim koma fram margar hinar sömu persónur aðeins á mismunandi aldursskeiðum. Harmasaga Abrahams Lövadals, sem er ein aðalpersónan í Jónsmessuhátíð er til dæmis öll rakin í Fortuna. Þar fáum við að vita hvers- vegna hann er orðinn volað rekald, sem einu sinni var næmgeðja bjart- sýnn hugsjónamaður. Þar segir og frá Kristensen bankastjóra, sem hér kem- ur mjög við sögu, en nú er hann orð- inn eldri. í Fortuna sjáum við hvernig þessi harðstjóri og drottinn borgarinn- ar, er vitamáttlaus fyrir harðstjórn og drottnunargirni konu sinnar og enn hefur ekki orðið nein breyting þar á. Svona er með fleiri bækur Kiellands. Þær eru í sterkum innbyrðis tengslum einmitt fyrst og fremst af því, að þær eru einar þáttur af sjálfum honum, unnar úr efniviði umhverfis, sem hann sá með skyggnum augum og skildi og þekkti ofan í kjölinn Sigurður Einarsson. Úr álögum, saga nasismans, 2. bindi, fæst enn í bókabúðum.

x

Útvarpstíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.