Útvarpstíðindi - 23.07.1945, Blaðsíða 19

Útvarpstíðindi - 23.07.1945, Blaðsíða 19
ÚTVARPSTÍÐINDI 163 HJÁLPSEMI. Kristján Kristjánsson amtmaður, dvaldi á Bessastöðum vetrartíma, eflir að liann kom úr siglingu. Þann vetur var einhver andblástur á móti séra Árna, presti í sókninni og lék það orð á, að Kristján myndi róa þaí undir. Einhverju sinni, þegar Árni var að fara í liempu sina, var enginn viðstaddur nema Kristján og bauð haiin presti að hjálpa honum. — Þakka yður fyrir, sagði Árni, „þér eruð líka manna vísastur til að hjálpa mér úr hempunni aftur. VARLA OF MARGIR 1 HIMNARIKI. Sigmundur Snorrason, bláfátækur tómtliúsmaður, átti fjölda barna með konu sinni og þólti mörgum nóg um ómegð hans. En þetta lét hann sér þó ekki nægja, lieldur bætti við nokkrum börnum með fleiri konum. Þegar hann kom með eitt framhjátökubarn sitt til skírnar, fannst presti sér skylt, að vanda um við Sigmund. Undir hirtingar- ræðu prests sagði Sigmundur. — Verið þér ekki að þessu, prestur minn. Varla verða mínir of margir í liimnaríki. Áualt glœsilegast úrual af öllum tegundum skófatnaðar. LÁRUS G. LÚÐVÍGSSON SKÓVERZLUN Eiga allir að nota daglega r Utvai irps- AUGL'íSINGAR og TILKYNNINGAR Afgreiddar frá kl. 9 til 11 og 16.00 til 18.00 alla virka daga. Sunnudaga og helgidaga kl. 11.00—11.30 og 16—17, eigi á öðrum tímum. Sími 1095.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.