Árdegisblað listamanna - 13.01.1925, Blaðsíða 5

Árdegisblað listamanna - 13.01.1925, Blaðsíða 5
Almætti listarinnar eru’ ekki brek ein. — HugtakiS hin fagra, frjálsa list, er miðaS viö háar kendir mannvitsins. Þetta hugtak hefir mannsandinn þroskaö frá sköpunar- degi, — á ótal mismunandi listsviöum •— merki manna og guöa á öllum öldum er oröið að hugtaki „sem ekki lætur að sér hæða“. Fáninn íslenski blaktir einnig yfir lögum listanna í þessu landi, —■ og notþæfi hans á hvorki að brjóta lög listanna né listin lög þess nothæfa, ef rétt er stilt. Fáninn okkar verður að breytast, svo að hann verði sérstakur i flagglist heimsins. Skjaldmerki íslendinga verður að breyt- ast, — 'svo því sé trúað, að þessi þjóð eigi að vera ríki. EGGERT M. LAXDAL. Kurteis og ungur kemur mállari þessi til höfuðborgar landsins, til þess að sýna list sina í fyrsta sinni. — Eins og ungur gestur frá hámentaðri þjóð, — undarlega hógvær sem íslenskur listamaður, með ótdljandi blý- antsmyndir og vatnslita, flestar frá Þýska- landi, Tyroll og Suður-Frakklandi, fágæti Laxdals er meðal annars vinnusemi hans og alúð við aö æfa sig í að læra að sjá á hinum mismunandi dvaílarstöðum. — Honum svipar til Cessanne og Van Cog í að velja sér fyrirmyndirnar miklu fremur en um stælingu sé nokkurn tíma að ræða, ----en ekki fer hjá því, að Laxdal hefir þorað að dást að málurum suðrænna landa, — og áhrifin hafa oröið Jist- þrá hans holl — hepni þessa málara c* auðsæ. Margar blýantsmyndir hans eru auðkenni listamanns. Eins og lágmyndir, eru þær mettar innra lífi, — fullar formum og ljósi frá hárri sól, — snild Laxdails í að lífga blaðið með æfðum oddi ritblýsins — eða rauðkrítarmolla — er lærdómsrík fyrir alla þá, sem hlaupa — langt yfir skamt, — í lýsingum fyrirmyndar á hinum gefna fleti. ------Laxdal brýtur ekki llög flatarins, — hann hefir skilið í tíma, að flötur sá, sem hann vinnur á, er aðalhluti myndarinnar og styrkur hans er einnig sá, að ekki sést á myndum hans ósamkvæmni hugtaks og raunveruleika. — — besta blýantsmynd hans er þjáini og samæfing auga sem sér og handar sem getur. — Mætti Laxdal heppnast eins vel að lýsa íslenskri jörð — eins og bæjum og brotum frá Suður-Frakk- landi,----þá mundi margur Landi skilja betur í hverju listin er fólgin, sem talar sitt hulda mál frá hinum bestu blöðum á sýningu þessari. Myndir af mönnum og konum á sýning- unni eru að mestu leyti' skólateikingar og því miður ekki hægt að sjá, að innfjálg listamannshönd hafi um farið, — í rauninni eiga þær víst að fylla veggi á sýningunni — og sýna iðjusemi málarans, sem er virð- ingarverð. — En myndin úr Glerárdal, mál- uð með istálblaði, úr olíulitum, bætir fyrir það, sem er ofaukið, með föstu litrofi, er viðleitni Laxdals að halda litunum tær- um og efniskendum. HJÁ SVARTASKÓLA. Ber eg byrðar í fangi, bunka af hugsanaróti. Alt er það annara manna álög frá lífsins móti. Hvar er mitt eigið unga, öra, fagnandi hjarta? — í umbúðum ótalföldum, undir bagganum svarta. Hætt þú að bera þá byrði, sem byrgir hjartað og grefur. Faðmaðu fangi nýju, — — frelsi sem lífið gefur. S. e. n. n. Utgefundi og úbyrgðarmaður Jóliannes Svcinsson Kjarval. Félagsprentsmiðjan. — 1925.

x

Árdegisblað listamanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árdegisblað listamanna
https://timarit.is/publication/733

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.