Prentarinn - 01.01.1952, Blaðsíða 1
ISs^ l^|1l^ 29' nrSanSur, 9—10. tölublað,
I I I I liUI II II I dezcmber 1951—janúar 1952.
BLAÐ HINS ÍSLENZKA PRENTARAFÉLAGS Ritstjórn: Hallbjörn Halldórsson,
Sigurður Eyjólfsson.
40 st-unda vinnuyika.
Það eru nú bráðum liðin þrjátíu ár, síðan Hið
íslenzka prentarafélag ruddi brautina hér á landi
fyrir 48 stunda vinnuviku með því að fá hana viður-
kennda í samningum sínum við atvinnurekendur.
Þessi vinnutími er nú viðurkenndur af atvinnu-
rekendum um !and allt sem hæfileg dagvinna við
alla vinnu á landi. I vinnutímanum er talið kaffi-
hlé, mismunandi langt eftir því, sem um hefir
samizt.
Þegar prentarafélagið náði þessu takmarki, hafði
48 stunda vinnuvika fyrir löngu verið viðurkennd
um næstum því allan hinn menntaða heim. Vér
Islendingar munum hafa verið síðastir vestrænna
menningarþjóða að ná þessum áfanga í verklýðs-
baráttunni.
Aðalrökin, sem atvinnurekendur hér á landi
einkum færðu fram gegn átta stunda vinnudegin-
um, voru þau, að tæki til skjótra afkasta væru lítil
eða engin til í landinu, svo að ógerlegt væri að
verða við þessari að mörgu leyti sjálfsögðu ósk
hins vinnandi lýðs. En verklýðsfélögin héldu hins
vegar með réttu fram þeirri skoðun, að hlutfalls-
leg afköst einstaklinganna myndu aukast með hæfi-
legum vinnutíma að minnsta kosti sem stytting-
unni næmi, jafnvel þótt ekki væri tekið tillit
til annars en þess afls, sem mannshöndin ein léti
í té.
Margt hefir breytzt í heiminum, síðan þessi bar-
átta var 'háð, svo sem m. a. það, að nú er af eðli-
legum ástæðum fyrir löngu hætt að tala um 48
stunda vinnuviku sem takmark verkalýðsins. Hún
er jafnvel mjög víða orðin úrelt fyrirbrigði. Nú er
svo komið, að í heilum heimsálfum hefir verið
komið á 40 stunda vinnuviku, og enn styttri vinnu-
tími þekkist þar í einstökum greinum.
En er þá þrátt fyrir þetta tímabært að tala um
40 stunda vinnuviku á íslandi? Við skulum athuga
það dálítið nánar.
Verkleg menning vor íslendinga hefir tekið svo
stórkostlegum framförum síðustu tvo áratugina, að
það gengur byltingu næst.
I bókaiðnaðinum öllum hefir framleiðslugetan
aukizt einna gífurlegast. Þar er svo til hvert hand-
tak unnið með nýtízkum tækjum. Setningarvélar,
hraðpressur með sjálfíleggjara, brotvélar, vélar til
að sauma bækur inn og gyllingarvélar — allt
þetta margfaldar afkastagetu starfsfólksins.
Eg leit nýlega inn í járnsmiðju. Þar vinna að
jafnaði þrír menn. Tækin, sem þeir vinna mtJ,
voru af nýjustu gerð. Eg kom auga á tvo renni-
bekki, borvél, járnhefil, rafsuðu- og logsuðu-tæki,
tvær járnpressur, tvær rafknúnar sagir, og var önn-
ur færanleg. Auk þessa öll önnur algeng verkfæri
í smiðju. Þetta er fyrirmyndarvinnustaður. Og þeg-
ar lítil smiðja getur komið upp svona fullkomnu
verkstæði, hvers má þá vænta af hinum stærri,
enda munu þær eftir staðháttum i engu standa að
baki erlendum smiðjum af svipaðri stærð.
I byggingaiðnaðinum hafa bætt vinnubrögð gert
■kleift að koma húsum upp á mun skemmri tíma
en áður þekktist.
Ef við göngum hérna niður að höfninni, þegar
verið er að ferma eða afferma mörg skip samtímis,
sjáum við athafnalíf, sem gæti átt sér stað í hvaða
amerískum hafnarbæ sem er, að því er vinnuhraða
snertir. Auk venjulegra tækja á skipunum lyfta
stórir og fljótvirkir „kranar" vörunum á bílana
eða af, og litlar dráttarvélar með „trillur" í togi
þjóta um með svo miklum hraða, að maður verð-
ur að gæta vel að sér að verða ekki fyrir einhverju
PRENTARINN 33