Prentarinn - 01.01.1952, Blaðsíða 8
nema sérstaklega standi á, að íslenzku prentara-
samtökin geti tekið þátt í þessum norrænu ráð-
stefnum, en gaman væri, ef einhver þeirra yrði
einhvern tíma haldin hér á landi. Það ætti ekki
að vera fjórum stóru prentarafélögunum ókleift að
senda fulltrúa hingað, og þá ætti líka færeyskur
prentari að geta flotið með.
Félagsprentsmiðjan h.f. 60 óra.
Starfsmannafélag Félagsprentsmiðjunnar 10 ára.
Hér í blaðinu var 60 ára afmælis Félagsprent-
smiðjunnar getið á síðast liðnu ári. Hún var stofn-
um 1. maí 1890. Eins og þar kom frarn, minntust
eigendur prentsmiðjunnar þessa merkisdags með
rausnarlegri hugulsemi gagnvart starfsfólki hennar.
En hinn 17. nóvember síðast liðinn var efnt til
samkvæmis í hinum nýju og vistlegu salarkynnum
í Oddfellow-húsinu til minningar um 60 ára af-
mæli Félagsprentsmiðjunnar og 10 ára afmæli
starfsmannafélagsins.
Var þar veitt af mikilli rausn og setið undir
borðum til kl. 1014 og síðan stiginri dans.
Undir borðum voru fluttar margar snjallar
ræður.
Það er siður í Félagsprentsmiðjunni að heiðra
þá sarfsmenn sérsaklega, sem unnið hafa hjá
henni í samfleytt 25 ár, og einmitt við þetta tæki-
færi afhenti formaður stjórnarinnar, hr. Pétur Þ. J.
Gunnarsson, stórkaupmaður, tveim starfsmönnum
prentsmiðjunnar, sem lokið höfðu slíkum ctarfs-
ferli, þeim Arngrími Olafssyni, vélsetjara, og Sús-
önnu Ásgeirsdóttur, fallega áletruð gullúr í heið-
ursskyni fyrir langa og dygga þjónustu.
Starfsmannafélag Félagsprentsmiðjunnar, sem
stofnað var á árinu 1940, minntist einnig 10 ára
afmælis síns við þetta sama tækifæri. Félagið hefir
á þessum árum oft haft forystu á hendi um
skemmtiferðir og hátíðahöld meðal starfsfólksins og
þá venjulega notið samvinnu og stuðnings stjórnar
prentsmiðjunnar.
Af tilefni 60 ára afmælisins afhenti formaður
starfsmannafélagsins gjöf til Félagsprentsmiðjunnar,
fallega umgirtar ljósmyndir af þrem fyrstu prent-
smiðjustjórum hennar, þeim Þorleifi Jónssyni, Hall-
dóri Þórðarsyni og Steindóri Gunnarssyni, sem nú
eru allir látnir.
Fór samkvæmið mjög virðulega fram og með
hinum mesta glæsibrag. s. Á.
„Hávaðinn cerir."
Hraði er einkunn nútímans.
Hraði er nauðsynlegur til þess, að vinna á í
„kapphlaupinu við tímann", en tíminn er ekki
annað en hraðamunur.
Hraði er eðlilegur í vélum, af því að þær eru
til þess gerðar að leiða fram mikil afköst á styttri
tíma en unnt væri án þeirra.
En — hraði er bjánalegur, þegar menn fara að
herma hann eftir vélunum, sem eiga að standa undir
honum.
Þó gera rnenn þetta.
Hví gera menn þetta?
Því gera menn þetta, að þeim er ekki sjálfrátt.
Menn eru ærðir.
„Hávaðinn terir."
Þegar vara skal við hættu, er efnt til hávaða. Há-
vaði er hættumerki og hefir verið það frá ómunatíð.
Það er eðli allra skepna, líka mannskepnunnar,
— innrætt þeim af biturri reynslu óteljandi kyn-
slóða um það, að óviðkunnanlegur hávaði boði það,
að hætta sé yfirvofandi, — að reyna að forða sér
sem bráðast, ef þær verða varar við hávaða. Þær
leggja undir eins á flótta, ef þær eru ekki neyddar
til að snúast til varnar.
Menn, sem vinna í eðlilegum hávaða af eðlileg-
um gangi véla með eðlilegum hraða, geta samt
ekki afneitað eðli sínu, en þeir eru sem „þrælar
fastir á fótum“, bundnir í báða skó af vinnu og
mannasiðum og geta því ekki flúið, en eðlið segir
til sín. Það knýr á. Þá leggja menn á flótta innan
í sjálfum sér og sitja um fyrsta tækifæri til að
flýja undan hávaðanum. Þess vegna verða menn
þeirra stundu fegnastir, þegar vinna hættir eða or-
lof er fengið, og geta því varla beðið eftir því,
að vinnustundaklukkurnar hringi, heldur eru þotnir
burtu, sem fætur toga.
Þó er ekki þar með búið.
Af því að menn eru ærðir, þola menn ekki heldur
kyrrð tómstunda sinna. Menn leita í nýjan, annar-
legan hávaða, æða eitthvert í bifreiðum eða leita
í hávaðasamar danzgleðir eða einhvern annan
gauragang, en eðlið segir von bráðara aftur til sín,
og menn eru aftur þeirri stundu fegnastir, er vinna
hefst á ný eða orlof hættir.
Þetta er ekki efnilegt, enda er það víst ekki
meira en svo mannlíf, og það er ekki óeðlilegt,
en það er vorkunnarmál þó. h. h.
ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H.F. • VITASTÍG
40 PRENTARINN