Prentarinn - 01.01.1952, Blaðsíða 2
farartækinu. Alls staðar er ys og þys og hraðinn
í algleymingi.
I erlendum höfnum er togaraflotinn íslenzki tal-
inn vekja mesta athygli allra veiðiskipa vegna
góðs útbúnaðar til öryggis og trausts byggingar-
lags. Þá er hitt eigi síður alkunna, að þar er val-
inn maður í hverju rúmi, enda veiðisældin afburða-
mikil.
Bregðum við okkur upp í sveit einhvern góð-
viðrisdag að sumarlagi, sjáum við svo til á hverjum
bæ nýtízkuvélar að starfi. Sláttuvélar, snúnings-
vélar, rakstrarvélar eru dreifðar út um allt tún
og létta af mesta erfiðinu við heyvinnuna. Loks
dregur svo dráttarvél allt heyið heim að hlöðudyr-
um, án þess að ein einasta sáta sé bundin, og í
óþurrkatíð fer súgþurrkun á heyinu fram í hlöð-
unum sjálfum.
Alda vélamenningarinnar hefir einnig náð inn
til afdala á Islandi.
Hér hefir nú verið sýnt fram á, að Islendingar
hafa á fjölmörgum sviðum atvinnulífsins tekið
tæknina í þjónustu sína á svipaðan hátt og þær
þjóðir, sem lengst eru komnar í þeim efnum.
En því má ekki gleyma, að allar þessar stórkost-
legu framfarir til lands og sjávar eru komnar á
fyrir arðinn af vinnu verkalýðsins í landinu og
svo auðvitað — til þess að sýna fulla sanngirni —
forsjálni atvinnurekenda til að skapa sér enn betri
afkomuskilyrði.
Um þetta allt er ekki nema gott eitt að segja,
ef jafnvægisgrundvöllur þjóðfélagsins bíður ekki
hnekki af hinni öru þróun vinnutækninnar í land-
inu, en svo hefir einmitt viljað bregða við úti í
löndum. Atvinnuleysið hefir þar siglt í kjölfar
vinnutækninnar.
Svo að við höldum okkur við bókaiðnaðinn, þá
hljóp á stríðsárunum og allt fram á síðasta ár
ofvöxtur í alla bókaútgáfu hér á landi. Það varð
verulegur gróðavegur að gefa út bækur. Allt, sem
heitið gat bók, seldist svo að segja á svipstundu,
ef útlitið var sæmilegt hið ytra, ,og 'kröfum útgef-
enda varð að sinna. Það þurfti að fá hraðvirkari
tæki til þess að koma framleiðslunni á markaðinn.
Nýjar vinnustofur risu upp og blómguðust vel.
Starfsfólkinu fjölgaði ört. Þrátt fyrir það varð
starfsfólkið svo að segja að leggja nótt með degi
til þess að anna aðkallandi verkefnum. Svona hefir
þetta gengið 7—8 ár, meðan kaupgeta almennings
hefir verið mikil og fátt annað en bækur á boð-
stólum, en þegar að því kemur, að fleira sést í
búðargluggum en bækur, má búast við, að dragi
úr bókakaupunum. Lífinu er nú einu sinni svo
háttað, að menn geta ekki eingöngu lifað á and-
legri fæðu. Svipuð þessu hefir þróunin verið á
öðrum sviðum atvinnulífsins í landinu, og afleið-
ingin kemur fljótt í ljós: Atvinnan minnkar, og
rnenn verða að snúa baki í bráð eða lengd við því
lífsstarfi, sem þeir hafa bundið allar sínar framtíðar-
vonir við.
Það er því ekki svo að skilja, að bókiðnaðar-
menn séu einir um dapurt útlit. I flestum iðn-
greinum hefir nokkurt atvinnuleysi orðið um
lengri eða skemmri tíma á yfirstandandi ári, og
verkamenn hafa ekki heldur farið varhluta af því.
En atvinnuleysi er eitt alvarlegasta mein hvers þjóð-
félags.
Auk atvinnuleysis hefir á síðustu tímum allur
hagur almennings hér farið svo að segja dagversn-
andi. Jafnvel þeir, sem stöðuga vinnu hafa og
þurfa að greiða húsaleigu á nútímamælikvarða,
berjast í bökkum. Ráðamenn þjóðfélagsins hafa
séð fyrir því, að hinar svo kölluðu krónur okkar
yrðu vart meira en nafnið tórnt. Er því lítið vit
að halda áfram á sömu braut.
En verkalýðurinn má ekki láta bugast í eymd
og volæði gengishruns og atvinnuleysis. Hann verð
ur að setja sér nýtt mark að keppa að, — mark,
sem líklegt er að veiti honurn nokkru meira starfs-
öryggi en nú á sér stað. Og ein leiðin til þess er
stytting almenns vinnutíma í landinu.
Fyrirmyndin að 40 stunda vinnuviku er, eins
og svo margar aðrar fyrirmyndir nú á dögum, sótt
beint til Bandaríkjanna. En þar hefir hún verið
í gildi í mörg ár. Onnur ríki hafa fetað í fótspor
Bandaríkjamanna í þessu efni, svo sem Suður-Ame-
ríkuríkin, Kanada, Astralía, Nýja Sjáland og svo
auðvitað verkalýðsríkið sjálft, gervallt veldi Rússa í
Evrópu og Asíu. I nokkrum enn öðrum löndum
er farið bil beggja og unnið 44 stundir á viku.
Framsýnir menn í framangreindum löndum með-
al verkamanna og atvinnurekenda hafa séð, að 40
stunda vinnuvikan var spor í rétta átt til þess að
draga úr atvinnuleysinu og auka afkomuöryggi
þegna þjóðfélagsins.
Þá má geta þess, að árið 1935 gerði Alþjóða-
vinnumálaþingið samþykkt um fækkun vinnustunda
niður í 40 á viku.
Bókiðnaðarmenn hafa undanfarin ár unnið 44
stundir á viku sumarmánuðina fjóra, en annan
hluta ársins 48 stundir, sem þó raunar eru ekki
nema 740 stundir á dag, ef kaffihlé er dregið frá.
Flestar aðrar vinnustéttir hætta allan ársins hring
34 PRENTARINN