Prentarinn - 01.05.1968, Blaðsíða 11

Prentarinn - 01.05.1968, Blaðsíða 11
næst 5 titlar um trúarbrögð og sömuleiðis 5 titlar í bókaflokknum ævisögur og ættfræði. Frá árinu 1888 til síðustu aldamóta eru útgáfu- titlarnir að meðaltali þessi 12 ár, um 60 ár- lega, flestir aldamótaárið 1900, 78 talsins, en áberandi fáir árið 1894, aðeins 35 útgáfu- titlar. Þegar þessi bókaskýrsla er skoðuð nán- ar, sést, að bækur um trúarbrögð eru flestar öll þessi 12 ár fyrir síðustu aldamót. Eins og áður segir, voru íslenzkar útgáfu- bækur 75 að tölu árið 1900. Þeim fjölgar hægt og bítandi, enda þótt bakslag sé öðru hverju, og þannig eru þær orðnar 248 árið 1936. Upp úr því verður hraðari fjölgun titla á ári, t. d. árið 1940 eru þeir 318, fjórum árum síðar, lýðveldisárið 1944, eru titlarnir orðnir 417, og næstu tvö árin heldur þessi þróun áfram, því að árið 1945 eru þeir 540 og árið eftir, 1946, eru útgáfutitlar íslenzkra bóka 603, sem er há- mark allra tíma. Tók síðan að fækka næstu árin og náðu lágmarki árið 1953, en þá voru aðeins gefnir út 427 titlar. Síðan hefur út- gáfutitlum að vísu fjölgað, en ég tel, að full- yrða megi, að þar muni mest um fjölgun tíma- rita, bæklinga, árbóka og skýrslna. Ef litið er nokkru nánar á fjölda titla í helztu bókaflokkum á undangengnum áratug- um, kemur þetta m. a. í ljós: Þótt bókaflokk- urinn þýddar skáldsögur sé fyrirferðamestur, reyndar tvöfallt stærri en sá sem næst kemur, hefur sú breyting á orðið, að þegar hvað flest erlend skáldrit eru þýdd á íslenzku árið 1948, eða 124 titlar, fækkar slíkum næstu 15 árin jafnt og þétt, þannig, að svo er komið árið 1962, að þýdd skáldrit eru aðeins 46. A sama tímabili fjölgar aftur á móti hókum og bækl- ingum um landafræði, náttúrufræði, stjórn- mál, uppeldis- og skólamál, þýddum barna- og unglingabókum, svo og frumsömdum skáld- ritum. Frumsamin ljóð og barnabækur halda einnig velli á fyrrgreindu 15 ára tímabili 1948 til 1962. Ef við viljum glöggva okkur á því hvaða bókaflokkar séu fyrirferðamestir í íslenzkri bókaútgáfu, eru til skýrslur yfir 75 ára tíma- bilið frá 1888 til 1962. Á þessu tímabili voru gefin út hér á landi 17.642 titlar, en helztu bókaflokkarnir eru þessir: Þýdd skáldrit........................... 2.155 titlar Ljóð, frumsamin......................... 1.156 — Uppeldis- og skólamál .................. 1.026 — PRENTARINN 57

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.