Prentarinn - 01.05.1968, Blaðsíða 26

Prentarinn - 01.05.1968, Blaðsíða 26
að gera meiri kröfur til prentunar, vill skæra og skíra liti. Gestir kvikmyndahúsa vilja nú helzt ekki horfa á annað en litkvikmyndir og nú þegar litsjónvarp heldur innreiö sína í æ fleiri löndum fer mönnum að leiðast prentverk í svörtu og hvítu og þeir sætta sig ekki við annað en liti. Oskynsamlegt væri að spá því að offsetprentun verði á allra næstu árum jafnvíg hæðarprentun. En ýms meiriháttar fyrirtæki, sem rasa yfirleitt ekki um ráð fram, eins og t. d. DuPont, Eastman Kodak, Time Incorporated, Harris, Miehle, Heidelberg o. s. frv., vinna að stórfelldum umbótum á hæðarprentuninni með gerð nýrra prentplatna og öðrum nýjum útbún- aði. Það kann að koma að því, að hæðarprentun með flötum prentformum verði að víkja fyrir prentun í hverfiprentvélum, en eldri aðferðin verður enn lengi notuð. Hæðarprentun bóka í hverfiprentvélum er af- kastameiri aðferð en offsetprentun, einföld, örugg og skilar góðu verki. En hún var heldur seint á ferðinni meðal allra nýjunganna á sviði hverfiprentunar og plöturnar sem nota verður eru mjög dýrar í saman- burði við offset-plötur. A markaðinn þarf að koma ódýr gerð af þessum plötum, annars mun ekki að vænta framfara á þessu sviði nema að því er snertir prentun á pappaöskjur o. þ. h. I margar prentvélar eru notaðar upphleyptar Dycril- og Kodak-plötur í staðinn fyrir „etsaðar" málmplöt- ur. Kodak-plöturnar eru lítið eitt upphleyptar, gerðar úr „sellulosu-asotati" á stálþynnu, en Dycril og hina nýju þýzku BASF Nylonprint eru úr polymer-efnum. DuPont hefur fundið tipp nýja Ijósnæmisaðferð fyrir Dycril sem gerir óþarfan þann fimm klukkustunda undirbúning sem áður var nauðsynlegur. Plötur af þessari gerð má nota innan tveggja mínútna. Það hefur þannig komið í ljós að plötur eins og t. d. Dycril hafa þann kost að þær endast betur, með notkun þeirra styttist tíminn sem fer í undirbúning um meira en helming, um 30—40% sparast af prent- lit vegna þess að jafnar dreifist úr honum og mun minna eyðileggst af pappír. Þessir kostir vega alveg upp á móti hærra verði á plötunum, þegar um stór upplög er að ræða. Prentiðnaðurinn er nú orðinn vettvangur harðrar samkeppni. Til þess að hafa sigur í þeirri samkeppni, verða menn að beita nýjum aðferðum, nota ný tæki og nýja tækni, sem krefst stöðugrar endurskipulagn- ingar, og vera reiðubúnir til að verja til þess geysi- legu fé. Þetta er litlum fyrirtækjum oft ofviða. Miðl- ungsfyrirtæki verða annaðhvort að fylgjast með þró- uninni eða gefast upp, vegna þess að aukin sérhæfing í prentverki torveldar þeim að halda hlut sínum fyrir hinum stóru samsteypum. Hátt verð nýju tækjanna gerir þeim minni að heita má ókleift að afla sér nýrra tækja og taka upp samkeppni við stórfyrirtækin. Það eru ekki nema tvö ár síðan að af 6000 brezk- um prentsmiðjum voru 5000 með færri en 25 starfs- menn. Þróunin stefnir að því að minni fyrirtækin líði undir lok eða myndi samsteypu með öðrum. Sama máli gegnir í Bandaríkjunum, þar sem 250 fyrirtæki á aðeins einu sviði prentverks hafa horfið úr sögunni eða verið sameinuð öðrum. I mörgum stærstu borg- unum er aðeins helmingur þeirra fyrirtækja sem þar voru fyrir örfáum árum. Fækkun fyrirtækjanna mun vafalaust halda áfram, því að jafnvel enn hafa 60% þeirra aðeins 8—12 sveina, 28% 12—24 og hin sem eftir eru, einungis 12%, hafa fleiri. Stærri fyrirtækjunum fækkar einnig með nýjum samsteyp- um; 150 slíkar samsteypur hafa orðið í prentiðnaðin- um í Bandaríkjunum síðustu tvö árin. I Vestur-Þýzkalandi hafa nýjar aðferðir, svo sem Dow-„etsing“, ljósnæmar plötur, afkastamiklar mynda- vélar og ýmiss konar sjálfvirkur útbúnaður aukið af- köstin jafnframt því sem starfsmönnum hefur fækkað. Sextíu af 400 plötu- og myndamótagerðum þar í landi skila tveim þriðju af samanlögðum afköstum. Þannig er söniu söguna að segja hvarvetna í prentiðnaðinum, “tærri fyrirtækin verða enn stærri, ýmist með því að prentfyrirtæki sameir.ast innbyrðis eða þá að þau sameir.ast fyrirtækjum á öðrum sviðum. Krafan um fjöldaframleiðslu hefur leitt af sér hinar sjálfvirku eða hálf-sjálfvirku vélar og þær hafa aftur bolað burt faglærðum handverksmönnum að verulegu leyti. Hefð og siðvenjur eru h'fseigar í flest- um starfsgreinum, en það er nú orðið augljóst að aðferðir handverksins eiga ekki við liina nýju tækni, þær tefja fyrir henni, spilla prentgæðunum og auka kostnaðinn. Rafeinda- og tölvutæknin er nú að halda innreið sfna í prentiðnaðinn. Sú bylting sem fvrir dyrum stendur er sambærileg við þá, sem varð fyrir hundrað árum þegar prentmyndatæknin kom til sög- unnar eða hina, fyrir fimmtíu til sextíu árnm, þegar setningarvélarnar voru að ryðja sér til rúms. Old lausaleturs og prentunar með blönduðum fornium er að líða undir lok. Handverkið er að víkja fyrir sjálf- virkuni aðferðum og öll iðngreinin verður að aðlaga sig hinum nýju aðstæðum. Það er ekki lengur hægt að líta á hana sem handiðn, skipta í ýmsar deildir sem hver hefur sitt stéttarfélag. Hinu hefðbundna iðnnámi sem neyddi menn til að vinna sama verkið allan starfsaldurinn og var fremur ætlað að vera vörn gegn utanaðkomandi starfskröftum en veita þjálfun í starfinu, þarf að gerbreyta í samræmi við breyttar aðstæður. Við lifum á öld vísindanna og sagan kennir okkur að sérhver vél, tölvan eins og setningarvélin, getur bæði losað um höft og sameinað. Vísindin eru tilraunir. Þau þreifa sig áfram með því að reyna allar hugsanlegar leiðir, hafna þeim sem reynast ófærar en velja þær sem duga. Þau hafa létt af mannkyninu miklu striti, fátpekt og fáfræði. Á þeirri braut sem við okkur hlasir nú getum við engu glatað nema fordómunum. 72 PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.