Prentarinn - 01.05.1968, Blaðsíða 12

Prentarinn - 01.05.1968, Blaðsíða 12
Skáldrít, frumsamin .................. 1.006 titlar Trúarbrögð.............................. 869 — Þýddar barna- og unglingabækur....... 848 — Ævisögur og ættfræði ................... 810 — íslendingar hafa löngum verið bókaþjóð, enda læsir og skrifandi allt frá því söguritun hófst. Það er einnig athyglisvert, hve prent- listin er fljótlega tekin í þágu íslenzkrar bóka- gerðar, er Jón Matthíasson hefur fyrstur prent- verk hér á landi fyrir frumkvæði Jóns biskups Arasonar, en talið er líklegt að fyrsta prentaða bókin komi út árið 1534, aðeins 80 árum eftir að Gutenberg finnur upp prentlistina (unt 1454). Talið er að milli 40 og 50 íslenzkar bækur hafi verið prentaðar á 16. öld, en mun fleiri á 17. öld, 225 bækur, þar af 134 prent- aðar á Hólum, 62 í Skálholti, en hinar erlend- is. Á 18. og 19. öld fer bókaútgáfa ört vax- andi, en verulegur skriður kemst ekki á útgáfu- starfsemina í landinu fyrr en á seinni hluta 19. aldar. Það vekur yfirleitt furðu útlendinga, sem hingað koma, hve margar liókaverzlanir eru í landinu, einkum í Reykjavík, en í höfuð- borginni eru starfandi 22, annars staðar 73 bókaverzlanir. Það hefur okkur löngum verið hagstætt að nota höfðatöluregluna, og ef gerð- ur er samanhurður um fjölda hókaverzlana á hverja 1.000 íbúa á Norðurlöndunum fimm, lítur skýrslan þannig út: Svíþjóð 508 bókaverzl. = 1 bókav. fyrir 15.200 íbúa Noregur 414 — = 1 — — 9.000 Danmörk 660 — = 1 — — 7.000 Finnland 850 — = 1 — - 5.500 Island 95 — = 1 — — 2.100 Bókhand íslenzkra lióka hefur fram til síð- ustu ára ekki verið nógu vandað eða sterkt. Nýlega las ég grein í amerísku bókmennta- tímariti þar sem fjallað var um spurninguna: „Hve sterkt á band bókar að vera?“ Sumum kann að finnast svarið, sem gefið var, út í hött: „Bókhand á að vera nógu sterkt“. Þessu fylgdu þó þær skýringar að smíðað hefði verið tæki, skúffa knúin rafmagni, en í henni voru til- raunahækurnar látnar snúast og hristast ákveð- inn tíma. Utlit og ástand bókanna að meðferð lokinni, skar síðan úr um það, hvort bókband- ið væri nógu sterkt. m Jean de Bourgoing k VQMWIENER KONGRESS . j. 7 Bókbandskostnaður hér á landi er oft á tíð- um ákaflega stór liður útgáfukostnaðar og kemur fyrir að þessi eini liður sé til jafns við þrjá veigamikla liði: setningu, prentun og pappír. Þessa gætir einkum um barna- og unglingabækur, en ekki er óalgengt að bók- bandskostnaður slíkra bóka sé 40 krónur á eintak. Þegar svo band stærri bóka verður 50 eða 60 krónur á eintak, hefur sú spurning vaknað hvort tímabært sé að hefja hér á landi reglubundna útgáfu vasabrotsbóka í stórum stíl, eins og með öðrum þjóðum. Útgáfa slíkra bóka hefur verið reynd hér undanfarin 10 ár, að vísu í smáum stíl og ekki reglubundið, og það sem verra er, megin þorri bókanna hefur verið illa úr garði gerðar, hvað varðar útlit og þó einkum þýðingu. Ekki skal ég gera at- hugasemd við það, þótt flestar liafi bækurnar verið njósna-, glæpa- eða leynilögreglusögur, enda margt frábærra höfunda á því sviði, svo sem Agatha Christie og Georges Simenon. Þessi tilraun hefur þó ekki tekizt svo sem vert væri. Veldur þar um eins og áður, fólksfæðin, en ekki síður sú margumtalaða staðreynd að íslenzki útgefandinn þarf að keppa við erlenda 58 PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.