Prentarinn - 01.05.1968, Blaðsíða 25

Prentarinn - 01.05.1968, Blaðsíða 25
Digiset ljóssetningakerfi Dr. Hell afkastar tveim milljónum stafa á klukkustund. Henni má stjóma beint með setningartölvu, einnig með gataræmum eða segulræmum. Digiset samanstendur af mörgum tækj- um. Þau helztu þeirra eru stjórnborð, „minni“, sem geymir letrið, myndtökutæki og alveg sjálfvirk vél til framköllunar. K. S. Paul Filmsetter hefur fjögur maga- sín, sem hvert hefur 240 stafi og merki, sem hægt er að nota í 15 mismunandi stærðum frá 4Vj punkti upp í 14 punkta með hálfs punkts mun. Afköstin eru u. þ. b. tíu sinnum meiri en fyrstu ljóssetningar- vélanna af gerðum eins og Monophoto og Linofilm. Helzta einingin, sjálf setningarvélin, kostar 20.000 sterlingspund, en við bætast önnur, svo sem tækið með leturborðinu og línujöfnunartölvan. Þannig er hægt að ná gífurlegum afköstum með ljóssetningu, en hins vegar engin leið að auka setningarhraðann þegar notuð er ietursteypa. I þessu sambandi má ekki gleyma setningu með ritvélum. Framfarir á því sviði og í offset-prentun hafa að sjálfsögðu einnig þrengt nokkuð að letur- steypuaðferðinni. IBM hefur nvlega búið til prent- letur til notkunar í hinni nýju Composer-vél sinni. Vélarnar Selectric Composer og stærri tegundin, Magnetic Tape Selectric Composer, eru margþætt og háþróuð tæki, sem vinna sátur tilbúið til Ijós- myndunar með hnattlaga leturhaus, sem er svipaður í lögun og golfkúla. Á leturhausnum eru allir bók- er af pappírsræmum. Hann skilar af sér jöfnuðum línum og síðurnar má síðan ljósmynda. Ymsar gerðir af rafritvélum, sem jafna orðabil og línur, eru og fáanlegar. Athuganir hafa leitt í ljós að meðalafköst vélsetjara eru 6000 áslættir á klukkustund. Þetta hefur ekki breytzt mikið síðustu 50 árin. Frágangurinn er mjög undir lagni og þjálfun vélsetjarans kominn og hann notar mikinn hluta tíma síns til þess að taka ákvarð- anir um orðabilin, línujöfnun og skiptingu orða í h'nulok. Hann verður að hafa auga með leturhakan- um, steypunni og aflagningunni. Tilraun leiddi í ljós að vélsetjarar sem unnu við ritvélaborð að setningu, en þurftu ekkert að hugsa um ákvarðanir sem áður voru nefndar, af því að tölv- ur tóku af þeim ómakið, komust upp í 14.000 áslætti á klukkustund eftir þriggja mánaða þjálfun. Því hefur verið haldið fram að auka mætti afköstin upp í 30.000—36.000 á klukkustund, ef menn læra rétt vinnubrögð þegar frá upphafi. Talið er að þá borgi setning með tölvum sig fyrst þegar afköstin við fram- leiðslu ræmunnar fara yfir 20.000 slög á kliikkustund. Þegar þar kemur að smíðaðar verða vélar sem geta „lesið“ vélrituð eða prentuð handrit, verður hægt að vinna ræmur handa tölvunum með geysi- hraða og þá er hlutverki prentarans við leturborðið lokið. Þetta kynni að valda algerðri byltingu í hag- nýtingu tölvanna við setningu. K. S. Paul setningarkerjið. stafir, tölustafir og greinarmerki og til eru meira en 50 mismunandi leturgerðir í stærðum frá 7—12 punkta, og í stærri vélinni, segulræðugerðinni, er lín- um jafnað sjálfkrafa. Vari-Typer 720 hefur tvær let- urgerðir á sama hausnum og er því hægt að skipta um letur án þess að skipta um leturhaus. Af sama tagi er Friden Justowriter sem stjórnað Framleiðsla prentpappírs hefur aukizt um meira en þriðjung á síðasta áratug og áætlað er að hún aukist um ein 50% á næstu tíu árum. Mikilvægt atriði er aukin eftirspurn (68% aukning) eftir gljápappír, en dregið hefur úr sölu á möttum pappír. Bókasala hefur nærri því þrefaldazt á síðustu tíu árum og sala tímarita hefur aukizt stöðugt. Almenningur er farinn PRENTARINN 71

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.