Prentarinn - 01.01.1974, Blaðsíða 8

Prentarinn - 01.01.1974, Blaðsíða 8
— Það var Einar Páll. Þá vorn blöð- in tvö, Lögberg og Heimskringla og prentsmiðjurnar tvær. — Hvaða prentarar unnu með þér? — Ásgeir Guðjohnsen var þá setjari við Lögberg, svo var hann þarna öðru hvoru hann Sveinn Oddsson. — Var mikið félagslíf meðal ís- lendinga vestra á þessum árum? — Það voru þarna tvær kirkjur, mikið sóttar, Unitarakirkjan og kirkja lúterska safnaðarins. Þá var séra Benjamín Kristjánsson prestur við kirkju Unitara. — Manstu eftir séra Rögnvaldi I’ét- urssyni? — Hann var hættur prestsskap þá, en ég sá hann. Eg man líka eftir Sigurði Júl. Jóhannessyni skáldi. Hann kom oft í prentsmiðjuna og skrifaði í blaðið. Þá stundaði hann lækningar. Þarna við sömu götu, Sergent Avenue, var prentsmiðja Ólafs Thorgrímssons. Þar voru líka íslensk kaffihús og íslenskar verslanir; yfirleitt mikið af íslendingum. — Hvenær komstu svo aftur til „gamla fróns", eins og vestur-fslend- ingar orða það. — Það var rétt fyrir Alþingishátíð- ina, en ég var ekki á Þingvöllum. Frh. i nœsla blaSi Hlutiir hæðarprentunar stór í V-Þýskalandi Hlutur prentiðnaðarins i þjóðartekj- um V-Þýskalands var nálægt 2% ár- ið 1972 og við hann starfaði þá um 250.000 manns í 6.400 fyrirtækjum. Það virðist einkennandi fyrir prent- iðnaðinn í V-Þýskalandi, eins og öðr- um löndum V-Evrópu, að yfirleitt cru fyrirtækin fremur smá, aðeins 20 þeirra hafa 1000 starfsmenn eða fleiri. Á töflunni sem hér fylgir sést hvert hlutfallið er milli þriggja algengustu prentaðferðanna og hverjar breyting- ar hafa orðið á árunum milli 1967— 1972: 1967 1972 Hæðarprentun 61,7% 56,5% Offsetprentun 21,4% 25,0% Djúpprentun 16,9% 18,5% Lúther jónsson: Glefsur úr prentsögu Bretlands Jón sænski þeirra Breta, — William Caxton — stofnsetti fyrstu prentsmiðj- una í Englandi 1476 í Westminster Abbey. Á næstu 80 árum hófst prent- smiðjurekstur í Westminster, Lundún- um og einnig við háskólana í Oxford og Cambridge. Yfirleitt voru prentarar betur menntaðir en aðrir iðnaðarmenn, voru betur þjálfaðir og betur launaðir en þorri annarra launþega. Strangar regl- ur um fjölda nema og há gjöld til félaga þeirra stuðlaði að því, að lærðir prentarar allt að því einokuðu iðngreinina. l’rentsmiðjueigendur voru flestir vaxnir upp úr þeirra eigin hópi, höfðu starfað sinn námstíma meðal prentaranna, og raunar var meira bil milli félaga prentara og annarra verka- lýðsfélaga en milli prentara og prent- smiðjueigenda. Verkaliýðsfélög prentara urðu ekki til í stórum verksmiðjum, eins og í öðrum iðngreinum. Þau urðu til fyrir iðnbyltinguna, á dögum handpressu og handsetningar, í litlum prentsmiðj- um með fáeinum prenturum. l’rentverkið var býsna íhaldssamt: orðaforðinn, tæknilegar framfarir, námskerfið, „kapellurnar", allt bar því vitni. Mikið af þessari íhaldssemi færð- ist yfir f prentarafélögin, sem fyrst og fremst beittu sér fyrir því að viðhalda föstum lífsháttum prentar- anna, sem unnu þannig, að ekki hefði komið flatt upp á Caxton hefði liann litið inn í prentsmiðju 250 árum eftir sinn dag. Þar sem prentverkið var talið bera í sér mikla hættu á trúarlegri og póli- tískri spillingu, höfðu stjórnarvöld strangt eftirlit með því. Strangar regl- ur giltu um fjölda prentara og stað- setningu þeirra, tölu pressa, sem leyfðar voru, og fjölda nema, og rit- skoðun var mikil. Það var ekki fyrr en í lok 17. aldar, sem prentsmiðjum var leyft að stækka við sig að vild, en jtó voru blaðaprentsmiðjur áfram und- ir ströngu eftirliti. Árið 1557 var stofnað Stationers- félagið, og fékk það í hendur nánast algera einokun á prentverki og vald til setningar reglugerða um prentverk í landinu. Enginn mátti Ieggja stund á prentlistina nerna aðilar félagsins eða menn, sem það veitti sérstök leyfi. Enn harðnaði á dalnum 1586, en þá var bannaður allur prentsmiðjurekst- ur utan Lundúna og úthverfa hennar, nema í háskólunum tveimur. Ekki var J)(i prentun í höfuðborginni umfangs- mikil, }>\í að ])ar var 21 prentsmiðju- eigandi árið 1583, og höfðu þeir yfir að ráða 53 pressum. Þó var bannað að bæta við prentsmiðjum fyrr en „hinn geigvænlegi fjöldi" þeirra, sem fyrir voru, hefði minnkað svo, að áliti erkibiskupsins af Kantaraborg og bisk- ups Lundúna, að óhætt væri að veita leyfi. Eitthvað gekk þó brösótt að hemja fjöldann, því að öðru hverju voru áréttaðar tilskipanir um fjölda prentsmiðja, og 1637 máttu þær að- eins vera 20. Það var fyrst á seinni hluta 17. aldar að prentsmiðjum tók að fjölga og dreifast í smáum stíl út um landið. Þörfin hefur þó naumast Bókatnerki Williams Caxtons, sem stofnsetti fyrstu prentsmiðjuna i Englandi. 8 PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.