Prentarinn - 01.01.1974, Blaðsíða 13

Prentarinn - 01.01.1974, Blaðsíða 13
margir trúnaðarmannaráðsfundir eft- ir að verkfallið skall á. Ástæður þess eru að lítið skeði fyrr en á síðustu dögum verkfallsins og samninganefnd- in var í nær daglegu sambandi við trúnaðarmannaráðsmenn og aðra fé- laga. Auk þess er hægt að benda ÞD á það að menn úr trúnaðarmanna- ráðinu geta æskt fundar, og hefðu þeir áreiðanlega gert það, ef þeim hefði þótt ástæða til. Enn er það ÞD, sem talar: „Það væri ekkert við því að segja að heyja langt verkfall um stór réttlætismál eins og laun kvenna, ef það væri ekki vitað að kvennakaupið lá á borðinu áður en farið var í verkfall, ef samn- inganefndin hefði ekki jafn full- komlega vanmetið ástandið." Þessi fullyrðin er alröng, og hefur hún ver- ið lirakin á félagsfundi. Kvennakaup- ið komst ekki á hreint fyrr en á síð- ustu dögum verkfallsins, um það gcta fjöldi manns borið vitni. Og ef kvennakaupið (kjör óiðnlærða fólks- ins) hefði legið á borðinu fyrir verk- fall af hverju í ósköpunum var það ekki í tilboði því sem Lúther Jónsson fór með fyrir félagið? ÞD, þér er sjálfsagt ekki ver til vina en öðrum, hvernig stendur þá á því að þú leitar til Stefáns Jónssonar, stjórnarmanns í FÍP, til að spyrja hann ráða um málefni HÍP. Eftir að hann hef- ur svo rekið þig á dyr eins og hvern annan rakka tekur ]jú upp fullyrðing- ar hans um að kvennakaupið hafi alltaf legið á borðinu. Fullyrðingar þess manns, sem stóð hvað harðastur gegn þessari kröfu sem og öðrum kröfum HÍP til þess síðasta. í ein- lægni ÞD, þó maður sé ckki merki- legur bógur, þá verður maður að vita hvoru megin hryggjar maður ligg- ur. í niðurlagi greinar sinnar flettir svo mannvinurinn ÞD endanlega ofan af skepnuskapnum. Samninganefndin var ekki að vinna að hagsmunum HÍP heldur var henni stjórnað af Æsku- lýðsfylkingunni, þeim þokkasamtök- um eða hitt þó heldur. (Hér mun ÞD eiga við Fylkinguna, sem mun liafa heitið Æskulýðsfylkingin, þegar hann réð þar ríkjum). Jæja, hér kom ÞD illa upp um Jón Ágústsson og hina skúrkana í samninganefndinni, þeir eru þá allir útsendarar heims- kommúnismans. Já það þarf engan að undra þó ÞD sé mikið niðri fyrir, fyrst hann heiur komist að svona Ijót- um „sannleika". Að síðustu vil ég taka fram að það er vissulega sárt að þurfa að eyða svo miklu rúmi í Prentaranum undir «var við jafn ómerkri grein, og grein ÞD er. En undan þvf varð ekki vikist fyrst ÞD fann hjá sér hvöt til að óhreinka þetta blað með „kópiu" af myrkviðum sálar sinnar, einhver varð að hreinsa upp sorann, sjálfur gerir hann það ábyggilega ekki. — ÞD, ég er þannig gerður að mér getur ekki verið illa við þann mann, sem ekki veit hvað hann gerir, og ég hef trú á þvf að þannig sé því farið með þig. Ég vil þess vegna aðvara þig. Ef þú heldur áfram á sömu braut, gætirðu endað sem einn af landsfeðrunum, og það í umboði atvinnurekenda. í september 1974 Magnus Einar Sigurðsson LINOCOMP Linotype-verksmiðjurnar sýndu í fyrrahaust frumgerð af einfaldri og ódýTri ljóssetningarvél, sem þær nefna Linocomp. Hér er á ferðinni vél sem gæti verið hentug fyrir litlar prentsmiðjur þar sem jöfnum höndum þarf að vinna allskonar tilfallasetn- ingu og tímarita- og bókasetningu. Linocomp er litlu stærri en ritvél og má koma henni fyrir á smáborði. Hún hefur Ieturborð með sömu nið- urröðun og er á ritvélum og það er hægt að setja á vélina beint af letur- borðinu, eða fá með henni viðbótar- tæki og stjórna henni með gatabönd- um eða segulböndum. Framan á Linocomp-vélinni er Ieturskermur. Á honum getur setjarinn fylgst með textanum sem hann setur og sér þar 32 stafi hverju sinni. Á skerminum er gerður greinarmunur á hástöfum og lágstöfum. Þetta er auðvitað til mikils liagræðis og auðveldar setjar- anum leiðréttingar. Orðabilin ákvarðar setjarinn á let- urborðinu. Til þess hefur hann sér- staka stjórnlykla. Ef lína er of þröng gefur vélin það til kynna og þá er PRENTARINN 13

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.