Prentarinn - 01.01.1974, Blaðsíða 15

Prentarinn - 01.01.1974, Blaðsíða 15
hefur 25 manna stjórn hefur því 4 atkvæði á hvern stjórnarmann, en lithografar með 13 manna stjórn hafa 7,7 atkvæði og bókbindarar með 23 jnanna stjórn hafa 4,35 at- kvæði á livern stjórnarmann. Félagsgjöldin eiga að hækka um næstu áramót í 4,5% af meðaltals- launum og nemur sú hækkun 12—13 kr. (d.) á viku. Henning Bjerg sagði að lokum, að menntun prentara hefði tekið miklum framförum á undan- förnum árurn, en nó væri nauðsynlegt að endurskoða allt námskerfi bóka- gerðarmanna vegna sameiningarinnar. Louis Andersen talaði næstur og gerði að umtalsefni undirbúning að nýjum kjarasamningi sem laka á gildi 1. mars 1975. Hann bjóst við að erf- itt yrði að gera þennan samning af mörgum ástæðum. Mætti þar helst nefna, að rfkisstjórnin hefur sett mikl- ar hömlur á allar hækkanir. í öðru lagi, að nú á í fyrsta sinn sameiginleg nefnd félaganna að semja ttm kaup og kjör við sjö ólík atvinnurekenda- félög og þar sem nú yrði gerður einn samningur í stað þriggja áður, yrðu erfiðleikarnir án efa miklir. Það er von okkar, sagði Andersen, að samein- ing verði til mikilla hagsbóta fyrir grafíska iðnaðinn. Það er með okkur eins og „skytturnar þrjár" í sögu Dumas, sameinaðir erum við slerkari en ella. Finnland Aarne Koskinen talaði aðallega um efnahagsástandið í heimalandi sínu og pólitísk vandamál og sagði m. a. að verðbólgan hefði vaxið um 18%. Nýir kjarasamningar, voru undirrit- aðir í Finnlandi og gilda þeir í tvö ár frá 13. mars 1974. Endurskoðun fer þó fram á miðju samningstímabil- inu og einhverja lagfæringu geta þeir fengið, ef verðhækkanir verða miklar. Launahóparnir sem áður voru sjö eru nú sex. Kauphækkunin varð um 15% við undirskrift samningsins, auk hækkunar á vaktaálagi. Til viðbótar fá þeir tímakaupshækkun misserislega, fyrst 20 penní, svo 50 penní og síðast 15 penní. Þá hækkar orlofsuppbótin úr 20% í 40% og reiknast hún af út- borguðum launum fyrir orlofsdagana. FrœndþjóÖirnar á Norðurlöndum reyna yjirleitt aÖ halda ekki prentaraþing i stórborgunum, heldur í smábæjum eða jtorpum úti á landsbyggðinni. Siðasti jundastaður reyndist ekki aj lakara taginu, eins og sjá má aj myndinni hér að ofan, sem Ólafur Emilsson tók út um gluggann á hótelherbergi sinu i Fagernes. Atvinnuleysi hefur verið lítið, aðeins 28 félagsmenn atvinnulausir af 10.000. Koskinen sagði, að nú væri pappírs- iðnaðurinn með hæstu launin, en grafíski iðnaðurinn næsthaistur. Það væri vegna þess, að pappírsiðnaður- inn skiptist í fjóra launahópa og þrír þeirra væru fyrir mikla erfiðis- vinnu og því væri meðaltalið hærra en hjá grafíska iðnaðinum. Svíþíóð Stig Nilsson sagði m. a. að olíu- vandamálið hefði gert þeim erfitt fyrir og ómögulegt að ætla sér að spá nokkru um verðlagsþróunina. Þeir hefðu því gert kjarasamning aðeins til eins árs. Mikill tími fór í að finna viðunandi lausn fyrir þá lægst laun- uðu. Kauphækkunin var 5%, en í láglaunauppbót fengust allt að 52 kr. til viðbótar á viku. Enginn fékk þó meira en 110 kr. og er það 13,7% hækkun til þeirra sem mest fengu. Ný ákvæði um uppsagnarfrest eru þannig, að eftir því sem maðurinn er eldri lengist uppsagnarfresturinn, en styttri en 14 dagar getur hann ekki orðið. Nilsson sagði að mesta hrifningu hefði vakið, að heimilisfeður sem eignast erfingja fá nú tíu daga frí á fullu kaupi á meðan konan liggur á sæng. Island Magnús Einar Sigurðsson sagði frá því markverðasta, sem gerst hefur hjá okkur síðastliðið ár. Hann sagði frá því hvaða afgreiðslu fyrirspurn frá einni af nefndum Alþingis hefði hlot- ið hjá félaginu varðandi auglýsinga- teiknarana, sem vildu að þeir einir fengju að hanna prentgripi. í öðru lagi talaði hann um fjölritunarstof- urnar, sem væru að nálgast okkar starfssvið meir og meir. í þriðja lagi nefndi hann vaxandi samstarf við Grafíska sveinafélagið og sagðist vona að það leiddi til betri og meiri skiln- ings á þeim vandamálum sem félögin þurfa sameiginlega að glíma við. Að PRENTARINN 15

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.