Kristilegt stúdentablað - 01.12.1936, Blaðsíða 7

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1936, Blaðsíða 7
KIIISTILEGT STÚDENTABLAÐ Guðs og- þeir vegsömuðtu Guð. En mennirnir í heild •— þeir breyttust ekki. Peir héldu sínu gamla eðli: Því var ekki rúm fyrir hann í g'istihúsinu; (ann- ars hefði mátt vænta þess, að það hefði verið byggð höll,). Þessvegna var hann missklinn, ofsótt- ur og' hataður alla æfi; því var reistur krossinn á Golgata. Jata -— og kross, það var allt það, sem mennirnir höfðu aflögu handa Guði, þsgar hann var á meðal þeirra. Og með köl,du blóði líflétu þeir sinn einasta, frelsara. ★ Já, þannig voru mennirnir þá. Og' aðeins eitt er afsökuai þeirra: að Guð kom fram í mynd lítil- fjörlegs þjóns, og hann, tók á sig tötra vora og afsalaði sér hverri dýrö. En nú — 1900 árum síðar, eftir að tötrarnir, sem hann bar vor vagna, eru dýrlegir orðnir og hann er stiginn upp til himins aftur til. þess að taka, við fyrri dýrð sinni og veldi, sem hann hefir einnig opinberað mönnunum allair þessar aldir — nú er auðvitað rúm fyrir Jesúm. Pá kom hann svo óvænt, og það var svo étrúlegt, aö hann væri kominn og ])að í þessari mynd. En á þessum jól- um höfum vér haft meira en 1900 ára undir- búningstíma, til þess að taka á móti honum, og' hann hefur sent þjóna sína sem votta og hann hefir sýnt það í þeim og með þeim, að honum er gefið al.lt vald á himni og jörðu. — Þá er honum vel tekið nú, menn keppast im að taka honum sem þeim konungi, sem hann er. — Já, og nú lætur hanin sér ekki nægja jötu, nú vill hann fá höli til íbúðar. Hann hefuir ekki krafizt hinna geysistóru kirkjumustera, sem mennirnir hafa byggt. Nei, það eru önnur musteri, sem hann vill fá — og- hann kemur ekki, fái hann ekki þau musteri, En mennirnir vilja, ekki gefa honum þau. Hver eru þá þau musteri. Mannshjörtun, ves- öl, syndug fjandsamleg Guði! Pað eitt biöur hann um, Hann biður ekki um hrein hjörtu •— því að hann veit, að þau getur enginn gefið honum. Heldur aðeins þau éhreinu. — Og svo kemur endirinn á þessari merkilegu sögu: Þetta vilja mennimir sízt af öllu gefa hon- um, aðeins ekki hjarta sitt. Stór musteri úr steini með gulli og gimsteinum innanstokks — þau get- ur hann fengið, en þá má hann ekki krefjast meira. Og þeir bíða ekki svars: Þeir byg'gja must- erin í æðisgangi, til þess að friða óróleg hjörtu sín„ Satan hlær — en Jesús frá Nazaret fer Bjarne Hareide, cand theol: Er kristindómurinn ofurefli? Bjarne Hareide. Það er Björnson, sem hefur komið fram með þessa spurningu. Og hann hefur svarað henni játandi. I bók sinni með þessu nafni reynir hann að sýna, fram á hvernig kristindómurinn hlýtur að verða ofureflj, þegar maöur tekur hann alvar- lega„ Sá maður, sem fer eftir fyllstu kröfum krist- indómsins, hlýtur að ofreyna, sig á því. Séra Sang er lýst sem óvenjulega vel kristn- um manni — fullrkomlega andlegum manni. Að minnsta kosti hélt Björnson sjálfur að sér hefði tekist að lýsa fyrirmynd trúaðra manna. Séra. Sang hafði meira að segja lækningarnáðargáfu. Hann bað oft fyrir sjúkum mönnum, og þeir urðu albata., En kona hans va;r sjúk af ólæknandi sjúk-i dómi. Þar komu bænir ha,ns ekki að neinu gagni. Hún var veik og hélt áfram að vera það. fram hjá. •— Það hefir verið sagt, að ótrúlegasta, saga í heimi sé jólafrásagan. Og þó jafnframt sú undursamlegasta. Það eru margir, sem hafa gefið Jesú það must- eri, sem hann bað um, og hann hefir umskapað hið vesæla, óhreina hreysi, sem menn gátu gefið honum, og gjört það að bústaði Guðs, svo undur- samlegum. Það var sárt, meðan verið var að rífa — en hvílík dýrð eftir á. Valgeir Skagfjörð cand. theol. 7

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.