Kristilegt stúdentablað - 01.12.1947, Blaðsíða 5

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1947, Blaðsíða 5
KRISTILEGT STÚDENTABLAÐ Allir þessir vitnisburðir bera hið sama: Frið- þægingin er fólgin í því, að syndarar komast í sátt við Guð fyrir fórn. Þetta er svonefnd ,,ol)- jektiv“ friðþæging, Guð er andlag, objekt, lrið- þægingarinnar: Það cr Guð, sem sættist. — Til er svo nefnd subjektiv friðþægingarkenning: Synd- arinn sættist. — En liér er fyrst og fremst lögð áherzla á þá blið málsins, að Guð sættist. For- dæmdir öðlast forlíkan við Guð; Kristur dó til að sætta föðurinn við oss; Kristur endurleysir glalaðan og fyrirdæmdan mann með blóði sínu; syndarar eru sýknaðir (réttlættir) fyrir Guði með fullnægjandi réttlæti. Ótal margir bafa fundið sálu sinni hvíld í þess- um boðskap. En aðrir hafa hneykslazt á honum. Það, sem hneykslar þá, er einkum sckt syndar- ans, reiði Guðs og fullnægjugerðin. Hvernig get- ur syndarinn verið svo sekur við Guð, að hann sé ekki lengur barn Guðs? Hvernig getur Guð reiðzt syndaranum svo mjög, að bann banni hon- um samfélag við sig? Hvernig getur blóð Krists komið manninum í sátt við reiðan Guð? Margar eru þær skýringar á friðþægingunni, sem menn hafa gert sér. Frægust er skýring An- selms í bók hans: Cur Deus liomo? Hví gerðist Guð maður? En skýringar nægja ekki til þess að sannfæra menn um réttmæti og gildi boðskap- arins. Hér á það við, scm Lúther scgir: „Eg trúi, að ég gcli ekki trúað á Jcsúm Krist, Drottin minn, né komizt til bans af eigin mætti eða skyn- semi, heldur hafi Heilagur Andi kallað mig með gjöfum sínum, belgað mig og haldið mér í réttri trú.“ Hvorki trúuðum né vantrúuðum nægja skýr- ingar á lriðþægingunni. Þær geta fælt vantrúaða frá henni, og trúuðum eru þær ckki liið fyrsta; fyrst er trúin á boðskapinn um friðþæginguna, síðan koma bugsanir mannsins og skýringar, mis- jafnlega skýrar og réttar. Ég nefndi áður þrennt við friðþægingarboð- skapinn, sem hneykslar þann, sem trúir honum ekki, og þrjár spurningar, sem spretta upp af því. En sá, sem trúir, spyr ekki þannig. Hann undr- ast j)á náð Guðs, að hann fyrirgefur slíkum synd- ara. Hann lolar Guð i'yrir þá náð að mega vera barn hans, frelsast frá reiðinni fyrir blóð Krists. Slík afstaða syndarans er ekki eðlilcg, heldur náðargjöf Guðs. Svo spillt er eðlið, svo mikil náðin. — Eg kasta því ekki steini á þig, þótt þú skiljir ekki friðþæginguna og sættir þig ekki við skýr- ingar manna á henni, Anselms eða annarra. Ég bendi þér aðeins á leiðina: 1) Lestu vitnisburð Krists'og postulanna um friðþæginguna. Lestu vitnisburð kirkjunnar. Hlýddu á vitnisburð trúaðs fólks, sem lifir nú. 2) Biddu Guð um trúna. Sæll er sá, sem hneykslast ekki á Jesú. Nokkur atriði vil ég benda þér á. Það eru eink- um 5 atriði, sem setja má fram í spurningum og svörum. Hver friðþægir? Guð. liver friðþægist, sættist? Guð. Hverju er friðþægt, lórnað? Kristi, þ. e. Guði. Hvers vegna er friðþægt? Vegna syndarans. Hve mikils krcfst Guð? Fullrar hlýðni. Guð er því bæði gerandi, þolandi og þiggjandi friðþægingarinnar. „Frá honum, fyrir bann og til hans eru allir hlutir“ (Róm. 11, 36). Athugum ])essi 5 atriði nánar, ekki til þess að útskýra, lieldur til þess að glöggva, sjá betur, bvað við er átt með friðþægingu og hvað ekki. 1. Guð friðþægir. Hann er gerandinn. Mönnum hefur stundum liætt við að skilja friðþæginguna svo, að Guð sé ekki náðugur, fyrr en eltir fórn- ina. Svo kenndu postularnir ekki, heldur: „Guð auðsýnir kærleika sinn til vor, þar sem Kristur er fyrir oss dáinn, meðan vér vorum enn í synd- um vorum“ (Róm. 5, 8), „hann elskaði oss og sendi son sinn til að vera friðþæging fyrir synd- ir vorar“ (I. Jóhs. 4, 10). 2. Guði er friðþægt, greitt lausnargjaldið. Hann er þiggjandinn. Honum er l'ærð fórnin. Sumum

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.