Kristilegt stúdentablað - 01.12.1947, Blaðsíða 16

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1947, Blaðsíða 16
KRISTILEGT STÚDENTABLAÐ Kristilegt stúdentablað flytur að þessu sinni kveðjur þekktra stúdentaleiðtoga frá öllum Norðurlöndum. Eru þeir fulltrúar fjölda trúaðra menntamanna, hver í sínu landi. Er oss mikil gleði og uppörvun að mega taka í útrétta hönd allra þessara hræðra og minnast þess um leið, að vér erum lítill hluti af stórum skara, sem þjónar sama Drottni. £j£)anmöÁ Séra Rainold R0nn, sóknarprestur við Sion-kirkj- una í Kaupmannahöfn, er fram- kvæmdastjóri dönsku nefndar- innar fyrir stúdentamótin á biblíulegum grundvelli. að hafa kynnzt íslenzkri stúdentaæsku. Vér Norð- urlandabúar þörfnumst hvers annars, því að vér fyllum í eyðurnar hver hjá öðrum og bætum hvern annan upp, og innan kmtUegu, norrænu stúdentahreyfingarinnar höfum vér sömu hlut- verk og markmið gagnvart þjóðum vorum, að vér megum eignast kristna háskóla-æsku, sem sé i'ast tengd Drottni sínum og frelsara, Jesú Kristi, og vilji vinna honum. Guð lilessi Kristilegt stúdentafélag á Islandi, að það megi hcra gæfu til að ná þessu takmarki, Islandi til hlessunar, hinum norrænu liræðaþjóð- um lil góðrar fyrirmyndar og heilögu nafni Guðs til dýrðar. Rainold Ronn. Kristilegu, norrænu stúdentamótin á biblíuleg- um grundvelli hal'a verið haldin síðan 1922 þátt- takendum til mikillar blessunar. En heimsstyrj- öldin 1939—1945 rauf allar samgöngur milli Norð- urlandanna. En vegi bænarinnar upp á við gat ekkert herveldi lokað, og vér horfðum með eftir- væntingu fram til þess dags, er vér gætum safn- azt saman aftur ásamt bræðrum vorum og systr- um af Norðurlöndum. Það var í örehro í Svíþjóð 1946, og oss hlotnaðist mikil gleði þar, — að allir f'imm norrænu krossfánarnir blöktu hlið við hlið í i'yrsta skipti, — Island var komið i hópinn. Vér i Danmörku sendum Kristilegu stúdenta- félagi á Islandi kveðju vora. Það hefir glatt oss, Séra Vilho Ylijoki er aðalframkvæmdastjóri finnska, kristilega stúdcntasambandsins. 16

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.