Kristilegt stúdentablað - 01.12.1947, Blaðsíða 20

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1947, Blaðsíða 20
KRISTILEGT STÚDENTABLAÐ ir að láta vitnast, að þeir læsu í Biblíunni. Slíkt er þröngsýni og lærðum manni ósamboðið. En stúdentinn er nú eins gerður og aðrir menn. En nú er það svo, að flestir menntamenn á Islandi þykjast meiri menn sakir vantrúar og stundum beinnar andstöðu við kristna trú. I3að stafar stundum af hreinni fáfræði. Þeir hafa ald- rei lesið Biblíuna eða kynnt sér kristindóminn á nokkurn hátt, nema þá e. t. v. frá sjónarmiði and- stæðinga hans. Þessi afstaða er líka tízka, og ungt fólk er viðkvæmt fyrir tízkunni. En hvers vegna er þessi tízka? Við vitum, að tízkan getur breytzt. Það er í raun og veru óeðli- legt og stríðir gegn veruleikanum, ef mennta- menn eru vantrúaðri en aðrir. Um aldamótin síðustu voru íslenzkir Hafnar- stúdentar hrifnir af skoðunum Brandesar, sem réðst m. a. gegn kristinni trú. Þessir menn af skóla Brandesar hafa síðan löngum orðið lærifeður íslenzkra menntamanna. Verið getur, að áhrif- anna gæti enn. Svo er líka annað: Hér á landi eru menn oft og tíðum alls ekki á því hreina með, hvaða boðskapur sé kristninnar og hver ekki. Það hefur sem sé tíðkazt svo lengi, að prestar og aðrir, sem þóttust tala í nafni kirkjunnar og boða sannan kristindóm, hafa talað hver í sínu nafni. Einn rifið niður fyrir öðrum. Þetta liefur ruglað mcnn, — menntamennina líka. Okkur vantar hreinni línur. Til eru mörg trú- arbrögð í heiminum, en sannur kristindómur hlýtur alltaf að vera sjálfum sér samkvæmur. Annarleg áhrif kunna líka að hafa slæðzt inn lijá einstaklingum kirkjunnar. En það fælir menntamanninn frá, el' boðskapurinn er breyti- legur „og sínu sinni hvað“. Þá getur ckki alltaf verið hið sama að baki. En menntamenn ættu að hafa ákjósanlegar að- stæður til að finna hið rétta. Kristindómurinn l>yggist á Biblíunni. Allt, sem kirkjan l>oðar um Guð og mann og um Jesúm Krist, er i henni og byggt á orði hennar króka- laust, eins og beinast liggur við að skilja það. Það ætti að vera hægur vandi að finna hið rétta þar, — nema íslenzkir menntamenn séu smeykir við að lesa Biblíuna. „Akademisk vantrú“ er alls ekki sjálfsagður hlutur, ekki einu sinni við Háskóla Islands. Það er ekkert „fínt“ við það lengur, að stúdent hrósi sér af vantrú sinni. Það her aðeins votl um van- þekkingu og kæruleysi. Og það er allt annað, sem þarf til að hæta úr vanda og ringulreið nútím- ans en slíkar „dyggðir“. Til eru heilir háskólar, þar sem mikill liluti stúdentanna játar sig trúaða. Kristilegt stúdenta- starf er alláberandi víða um heim. Fjölmenn fé- lög, sem hafa aðeins eitl markmið: Krist. Finnst þér það ekki liljóma hálf undarlega? Eða eru íslenzkir stúdentar svo miklu meiri en allir aðrir, að þcir hafi enga þörf fyrir kristn- dóminn, ekkert rúm fyrir Krisl? Að lokum þetta: lslenzkir menntamenn þurfa enga sérútgáfu af kristindóminum. Það er ekk- ert til, sem heitir „akademiskur kristindómur“, nema ef vera skyldi þá það, að liinir kristnu séu akademiskir horgarar og starfi innan slíks hóps. Það vill t. d. Kristilegt stúdentafélag gera. En kristindómurinn er i stuttu máli þetta: — Maðurinn hefur aðeins einn möguleika: Guð. Þessi möguleiki cr fyrir hendi. Guð mætir manninum í Jesú Kristi. Að treysta Kristi og því, sem Guð gerði i Honum, er því eini möguleiki mannsins, hvort sem hann er akademiskur borgari eða ekki. Hér er um að ræða sérstakt lífsviðhorl’, sem reiknar með Guði sem veruleika, heilögum, rétt- látum og almáttugum kærleika. Slíkt sjónarmið hefur áhrif á breytni manna og allt líf þeirra. Sannarlega hefur heimurinn þörf fyrir það, þegar hvert kerfið hrynur á fætur öðru, þau, er sctt voru lil viðreisnar, án þess að þar væi’i reikn- að með Guði. En það, sem gerir kristindóminn óþægilegan, er það, að maðurinn verður að sleppa sjálfstrausti sínu og sjálfsdýrkun og „gefast Guði“, þ. e. gangast undir stjórn Guðs í lífi sínu, en slíkt þýðir algera hugarfars- og viljabreytingu. En öllum þeim, sem þessa leið fara, er lieitið eilífri sælu, sem felst i samfélagi við Guð. For- smekkur þeirrar sælu er sá innri friður og and- lcga jafnvægi, sem þeim veitist, er trúa. Það er staðreynd, sem ekki verður móti mælt, staðreynd, sem gæti breytt heiminum í bústað friðar og kær- leika, væri henni aðeins trúað. Er þetta ekki einhvers virði fyrir akademiska borgara? 20

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.