Stundin - 01.02.1941, Síða 4
var á flestan hátt mótuð af
náttúru og högum landsins. í
þögn skóganna fæddust og uxu
börn ósnortinnar náttúru, skóg-
urinn veitti þeim efnivið í húsin
og eldsneyti í stóna, og þau voru
eðlilegir synir og dætur Finn-
lands, sem báru öll einkenni
sérstakrar þjóðar. Þeir áttu sína
háttu og sinn stíl daglegs lífs, og
engum hefði komið til hugar
að vænta hér neinna lífsvenja,
svo sem þær finnast í stórborg-
um Mið-Evrópu eðá Ameríku,
í stuttu máli, engum hefði dottið
í hug, að hér væri að finna teg-
und manna, sem tæki sér til fyr-
irmyndar lífsstíl stórborgarinn-
ar. Þess vegna hlaut auga ferð-
lúins íslendings að stanza undr-
andi við gistihúsið í Rovaniemi,
þar sem nokkrar dætur Finn-
lands höfðu gengið um beina
og veitt okkur af svipaðri alúð
og enn þekkist í þeim sveitum
íslands, sem ekki hafa um of
glatað einkennum sínum vegna
flæðandi straums ferðamanna,
cr eðlilega hlaut að nema þau að
meira eða minna leyti brott.
Þetta gistihús var í beinlínu-stíl,
steinsteypuhús að öllu leyti af
svipaðri gerð og með svipuðum
þægindum og krafist er af gisti-
húsum stórbæjanna. Og hlýja
sú, er mætt hafði okkur innan
þessara gráu, steindauðu veggja
stafaði ekki frá þeim og þægind-
um hússins, heldur viðmóti
meyja þeirra, er um beina höfðu
gengið, og sem ekki höfðu enn
lært kalt fas formréttra, óper-
sónulegrar viðskipta. Þetta ann-
arlega hús æpti sem falskur
strengur út í þögn hinnar stíl-
hreinu, einmana haustnætur, og
ég gat ekki annað en hugsað
heim og til ýmissa stílbrigða,
er hjá okkur getur að líta.
Ég hlaut að gera nokkurn sam-
anburð á þessum tveim þjóðum,
sem báðar höfðu öldum saman
mótast aí voldugri, einmana
náttúru, og voru til skamms
tíma að miklu leyti ósnortnar
af áhrifum vélmennskunnar.
Báðar þessar þjóðir höfðu lifað
í meginþrungnu sambandi við
náttúruna og geymt í sögn og
ljóði dýrmæta fjársjóði, sem
ekki voru allir ritaðir á bókfell
né bornir fram af útvöldum
postulum. Báðar þessar þjóðir
áttu ríkari skynjun en rök-
réttan, hlutlægan skilning, báð-
ar þessar þjóðir höfðu ekki
ennþá ræktað heilann á kostn-
að hjartans. Og það var auðséð,
að fortíð og framtíð var jafn
óskyld sem grái beinlínu stein-
steypu kastalinn og sígræni
greniskógurinn. Og þú finnur,
að hér hefir orðið bylting, hér
hafa einhver tengsl verið rofin,
hér hefir ekki gerzt lífræn þró-
un. En á einni nóttu kynnumst
við ekki heilli þjóð, og dómar
okkar kunna að verða vafasam-
ir, og því munum við aðeins líta
á hið ytra. En við neyðumst til
að spyrja: Hvernig stendur á
því, að þjóðir, sem allt í einu
rjúfa sambandið við lífsvenjur
feðranna eiga engan húsgerðar-
stíl? Og hvernig stendur á því,
að húsgerð þeirra svipar samt
saman, hvort heldur er á Balk
an, Finnlandi eða íslandi? Ég
geri ráð fyrir, að margir vilji
svara, að stíll skapist ekki á
örfáum árum, og eru það vafa-
laus sannindi. En hvernig stend-
ur samt á því, að hjá þessum
þjóðum eru oftast valin stein-
steypa og málmur, þessi dauð-
ustu allra dauðra efna, ef vel
á að vanda, svo að hin fyrirhug-
uðu musteri líkjast ekki síður
vörugeymsluhúsum eða mjólk-
urbúum heldur en dýrmætustu
stofnunum, er vara eiga um
aldaraðir? Og ef fjárhagsleg
sjónarmið ein ráða þessum
,,stílhreinleik“, þá er sú afstaða
einnig vafasöm, og okkur er ó-
hætt að biðja óbornar kynslóð-
ir afsökunar á því að hafa tek-
ið af þeim verkefni, sem við
vorum ekki fær um að leysa.
Blóðlaust hugvit, mælt í ten-
ingsmetrum og krónum, er ekki
grunnur menningarinnar. En
við megum ekki dvelja of lengi
við þessar hugleiðingar, við
getum hvort sem er ekki tyllt
okkur öll á mjúku leðurstólana
í stóra, bjarta fordyrinu á hót-
elinu í Rovaniemi-, og við göng-
um út um dyr þess, hurðirnar
eru úr gleri og felldar í ljósan
málm. En við finnum, að í þess-
um kastala hafa ljóðin um hin-
ar goðkynjuðu hetjur Kalevala
ekki verið sungin, og hér hefir
A. Gallen ekki málað myndina
af móður Lemminkeinens, sem
engar raunir hindruðu frá að
sækja soninn í heljargreipar.
Hressir íslendingar setjast í
góðar bifreiðar. Á ein-
stöku þeirra sjást ennþá nokkr-
ar hruflur eftir kúlur, er verða
áttu sonum Finnlands að bana.
Við kveðjum þakklát alúðlega
gestgjafa, er höfðu vakað eftir
okkur lengi ntæur. Finnskir
bílstjórar eru röskir drengir.
Ég minntist þess, að útlending-
ur einn, er hér hafði verið
nokkrum sinnum, hafði sagt, að
hann dáðist sérstaklega að af-
rekum íslenzku bílstjóranna og
íslenzku hestanna. Ég geri ráð
fyrir, að ekki sé nein fjarstæða
að gera þennan samanburð. Af-
rek íslenzka hestsins eru mörg
og mikil og svo er einnig um
margan langferðabílstjórann,
og mér datt þá ekki annað í
hug en trúa skilyrðislaust orð-
um þessa útlendings, er víðar
hafði farið en ég. En samt hygg
ég, að ekki hefði verið vert að
velja þá lökustu úr okkar hópi,
ef þeir hefðu átt að þola sam-
anburðinn við finnsku starfsfé-
lagana. Og finnskar bifreiðar
héldu út í nóttina með íslend-
inga, s^m voru að fara heim.
Þessir íslendingar höfðu nú
verið hvíldarlaust tæpar fjöru-
tíu klukkustundir í eimreiðinni,
og þeir höfðu sungið síðustu
söngvana áður en þeir komu
4
STUNDIN