Stundin - 01.02.1941, Síða 7

Stundin - 01.02.1941, Síða 7
íslenzkt pjóðfélagsmein I. Norðangarri hugarfarsins — Af barninu með skeggið? — Já, og meira að segja með berforingjaskegg, en hvers vegna spyrjið þér? — Hm, þér hafði myndina? Með skeggi og öllu saman? — Nú, vitanlega. Það er allt í okkar höndum. Ritstjórinn byrjaði að skjálfa og hann stundi upp með erfið- ismunum: — Hvers vegna er hvítvoð- ungurinn skegglaus hjá okkur? — Nú, það er rétt og slétt vegna þess, að myndasmiðurinn okkar er sniðugri en ykkar. — Við hvað eigið þér með því? Halló, halló, hvað er þetta? Hvað er þetta? Hann hefir hengt tólið á, djöfuls ræksnið. Ritstjórinn byrjaði að ganga æstur um gólf, skyndilega stanzar hann fyrir framan myndasmiðinn: — Takið þér bílinn! Flýtið þér yður! Rann- sakið þér málið! Og ef það kemur í ljós, að þeir hafi límt skeggið á hann, þá. . . . Hana nú, farið þér! Eftir góða stund kom mynda- smiðurinn aftur. — Jæja? Myndasmiðurinn gekk riðandi að stól og hneig niður á hann. — Hafið þér fundið lausn máls- in? — Já, það hefi ég gert, snökti myndasmiðurinn í ör- væntingu. — Hana, talið þér, maður! Hafa þeir límt skeggið á hann? — Nei, það er ennþá alvarlegra. — Hvað þá? — Fyrst hafa þeir.... mynd- að. . . . hvítvoðunginn.... og þvínæst.... — Drepið hann? Talið þér, maður! Ætlið þér að drepa mig? — Þeir hafa þvínæst. . . . — Hvurn djöfulinn hafa þeir? — Ra-a-a-kað hann! Ritstjórinn andvarpaði: — Okkar sovét. . . . okkar rauði. . fyrirmyndar hvítvoðungur með alskegginu. . ó, djöfuls óþokk- arnir!..... EGAR ég kom fyrst til Reykjavíkur vaktí það undrun mína, að nokkur mann- eskja skyldi geta fengið sig til að kaupa hér nokkurn skapað- an hlut í verzlunum, jafn þurr- purkuleg, stirfin og önuglynd sem afgreiðslan og búðarmenn- ing öll kom mér fyrir sjónir. Mér er í fersku minni eitt at- vik frá þeim degi, að ég kom hingað til að búast hér fyrir í lífsbaráttunni. Ég lötraði inn í vefnaðarvöruverzlun eina og bað hæversklega að lofa mér að líta á hálsbindi. Sem endra- nær var ég illa fjáður, og svo, að það svarf nærri pyngju minni að kaupa bindið, — og því meir sárnaði mér, hversu hálfkerlingin kuðlaði bindinu luntalega saman, og hafði hún þó fengið greitt fyrir það nærri aleigu mína. Á brautu gekk ég særður og bókstaflega minni maður. Sú falslausa sjálfsvirð- ing, sem fólgin er í því, að geta keypt og greitt reiðulega, er einn megin burðarásinn í stoltri og frjálsmannlegri framgöngu manna. Hér var ég rækilega minntur á fátækt mína og um- komuleysi, einn og allslaus f þessu sólgyllta sumri, sem ég hafði þráð í þrjú ár. Síðan hefi ég aldrei stigið fæti mínum inn fyrir þrepskjöld þessarar verzl- unar, en ég sé að hún blómstr- ar við strætið, og það skiptir hana engu, þó ég kaupi þar aldrei neitt! Erlendis ber mikið á þeim viðskiptakvilla, er nefna mætti sölunauðgun, en hann er fólginn í yfirdrifinni kurteisi, smeðjulegri alúð, tilhliðrunar- boðum og fagurgala um gæði vörunnar. En hér virðist kaup- mennskan ósjaldan vera ein- hver óverðuskulduð greiðasemi við kaupandann, er sífellt sé að baka kaupmanninum ánauð og amstur. Hvorttveggja er þetta óþægilegur misskilningur, en ég lít nú svo til, að sölunauðg- unin sé í eðli sínu miklum mun réttlætanlegri, því það mun á flestra vitorði, áð markmiðið er jafnan að hagnast á kaupun- um, og til er alþjóða talshátt- ur, sem segir, að sá græði, sem selji, en tapi, sem kaupi. Það ætti ekki að vera neinn ágrein- ingur um það, að til grundvall- ar allri verzlun liggja eigin- hagsmunir, ber .og nakin auðg- unarþráin, en ekki hjarta- gæzka, mannúð og fyrirgreiðslu vilji. Ef við göngum t. d. inn í skóverzlun og kaupum okkur skó, ætti okkur að vera það fullljóst, að við höfum blátt áfram gefið skósalanum nokkr- ar krónur. Fyrir þessa litlu og alveg óverðskulduðu gjöf ósk- um við að mega hverfa á dyr með góðri minningu um hisp- urslausa og ljúfmannlega kurt- eisi. Enda eigum við á þessu jafn skýlausa kröfu og kaup- maðurinn á því að fá sltóiia goldna reiðulega. Þessi skortur á kaupmennskualúð er snar þáttur í vanþekkingu íslend- inga á almennri umgengnis- menningu, sem okkur hefir enn láðst að skilja að sé nokkurs virði. Við höfúm enn ekki megnað að lægja norðangarr- ann í eðli okkar og margir eru svo blindir á skömmina, að STUNDIN 7

x

Stundin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.