Stundin - 01.04.1941, Blaðsíða 5

Stundin - 01.04.1941, Blaðsíða 5
/ III. Og nóttin ríkti yfir rós og hlyni, og rótt um æðar trjánna safinn flaut. En mildur blær í mánans fölva skini um möskva laufsins undarlega þaut, — sem hvíslað væri að lífi þínu lyki, hið læsta vígi brysti eins og skurn, er morgunljóminn mjúkum höndum stryki um múrinn kringum þennan glæsta turn. Því eitt er til, sem vopn þín fá ei vegið, þótt varnarlaust það mæti grimmum her, — það getur aldrei konungskylfa slegið og korði enginn líf þess burtu sker: Sem axið grær á akurlendi sánu og aftur vex í skurðarmannsins slóð, — svo lifa einnig draumar hinna dánu, þótt drekki moldin þeirra hjartablóð. í böli hljóðu brunnu þessir draumar sem blys á vegi grátins tötralýðs í þúsund ár, — þótt rynnu rauðir straumar um ríki þitt í logum elds og stríðs. -----Og angist dauðans titrar þér í taugum. Samt tekst þér ekki að flýja dóminn þinn. Þú leggst á bæn og leðurblökuaugum í landsins myrkur horfir — enn um sinn. STUNDIN

x

Stundin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.