Stundin - 01.04.1941, Blaðsíða 9

Stundin - 01.04.1941, Blaðsíða 9
i ' Á seinustu mannsöldrum haía hin fornu vinakynni Norð- manna og íslendinga endur- nýjast nokkuð. Allmargir ís- . lendingar hafa dvalið lengur eða skemur í Noregi, margir Sþeirra hafa unað þar glaðir við Isitt, eignazt þar ný heimkynni, nýtt fósturland. Sama er um Norðmenn að segja. Þeir hafa flutt hingað til lands, gróður- sett sjálfa sig í íslenzkri mold, og gerzt góðir íslendingar. Við höfum lært margt af þeim á okkar framleiðslusviðum, og þeir hafa vafalaust einnig lært eitthvað af okkur, að minnsta kosti að nokkru leyti sína eigin sögu. — Enda hafa ýmsir meðal hinna beztu Norðmanna veitt okkur viðurkenningu í þeim efnum, eins og sjá má af orð- unum í þessu kvæði Per Sivle, á hinu skemmtilega landsmáli, sem flestir íslendingar eiga auðvelt með að skilja: ,,Med takk í hjarta og hatt í hand í tanken eg stend ved dí grav, du hovding gjæv fraa det harde land langt ute der vest í hav. For naar det liver eit Norig enn fraa Stadt til Sulitjelm-nut, me takkar fremst utav alle menn han Snorre Sturlunga-gut. Me hadde glöymt baade mor og far, oss sjölve so hadde me glöymt; me hadde glöymt at me eingong var, um ikkje du hadde göymt. hafa frumburðarréttinn, og hafa stærra og betra höfuðbólið til ábúðar, sem að auki hefir til skamms tíma verið betur setið, en hjá okkur miðar einnig óð- fluga að því marki, að yrkja og nytja gæði landsins sem bezt. Af þeim alltof litlu kynnum, sem ég hefi af Norðmönnum í þeirra eigin landi, hefir mér fundizt, að íslendingurinn væri þar öðrum þjóðum fremur tal- inn vera frændi þeirra og vin- ur, og býst ég við að flestir hafi þá sömu sögu að segja. Hverj- um íslendingi hlýtur að vera Noregur hugstæðast land, næst íslandi sjálfu, þar sem hver blettur svo að segja er vígður reitur minningu forfeðr- anna. Eins og Matthías okkar segir i kvæðinu, Minni Noregs: „Með yður dynja frá Dofra- fjallsbyggð vor dýrðlegu feðr- anna minni.“ Á þessum síðustu og verstu harmsögu tímum hljótum við íslendingar að hafa innilega og djúpa samúð með þeim mörgu, sem þjást. Eðlilega hlýtur það þó að hræra okkur meira en nokkuð annað, að hugsa til norsku þjóðarinnar og þeirra raunalegu kjara, sem hún á nú við að búa. í Pétri Gaut stend- ur: „Það var þá stríðið stóð — á allra vörum stórtíðindi og sorg yfir Noregs kjörum.“ — Hér hljóta það að þykja stór- tíðindi og vekja sorg í hjörtum allra íslendinga, hver kjör Nor- egs nú eru orðin, því eins og Stephan G. Stephansson orðar það í hinu gullfallega og stór- brotna kvæði sínu: „Ávarp til Norðmanna“ (1905): „Við hörpu íslands hnýttur sérhver strengur fær hljómtitring, ef skrugga um Noreg gengur.“ . . „Það snertir innar ættartali í sögum sem ómur væri af sjálfra okkar högum, og ættum bæ og börn í Þrændalögum.“ Að lokinni þessari styrjöld, þegar þjóðirnar taka upp að nýju þá sambúð, sem sæmir nokkurn veginn siðuðum mönn- um, ættum við að treysta betur og tengja vináttu- og frænd- semisböndin við Norðmenn; við þurfum ekki á nokkurn hátt að bera kinriroða fyrir ættarein- kennin og frændsemina við þá. Og naar her liver eit Norig enn, fraa Kjöl og vester til hav, vaar takk, du störste av íslands menn, og atter takk í di grav!“ Norðmenn og íslendingar eru eins og bræður, sem búa hvor á sínu höfuðbólinu. Norðmenn HRU5T Ég vaki stundum um niðdimmar nætur og norpandi höndum um mynd þína fer; Það er dimmt, það er hljótt, og ég heyri, að þú grætur inn’ í hjartanu’ á mér. Og ég strýk yfir ljósgulu lokkana þína, er liðast svo mjúklega um tárvota kinn; og ef til vill sérðu þá sólina skína í síðasta sinn. Því veturinn nálgast með hregg sitt og hríðar og helköldum skugga á mynd þína slær; og ef til vill sjáumst við aldrei síðar, sólfagra mær, — ó, fegursta minning löngu liðinnar tíðar! Hannes Sigfússon. STUNPIN 9

x

Stundin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.