Stundin - 01.04.1941, Síða 19

Stundin - 01.04.1941, Síða 19
f stirður af rúmlega þrjátíu ára erfiði á sjó og landi. Hann var orðfár og dagfarsgóður maður, sem vann verk sitt samvizku- samlega, en kringum augu og munn voru drættir, sem sögðu æfisögu um áhyggjur og þrot- lausa baráttu fyrir brauðinu handa hinum stóra barnahóp hans. Fúsi staldraði við rétt sem snöggvast, tók ofan húfuna, og þerraði svitann af andlitinu með fóðrinu, svo starði hann í gaupnir sér, og ofurlítið bros færðist yfir andlitið. Fúsi gamli var að hugsa um ánægjulega hluti þessa stundina. Elzti son- ur hans, sem var rúmt tvítugur, var búinn að fá pláss á togara, eftir langt atvinnuleysi og stop- ula vinnu þar áður. Nú mundi léttast töluvert hjá honum, þeg- ar strákurinn gæti farið að leggja eitthvað að mörkum heim, og Palli litli, sendisveinn- inn, átti von á kauphækkun bráðlega. Hann hafði nú alltaf verið svo bókhneigður eins og mamma hans, svo það var hreint ekki ómögulegt, að hann gæti komizt að innanbúðar, áður en lyki. Ef hann nú aðeins gæti látið hann Palla ganga á verzl- unarskóla. Fúsi gamli tókst all- ur á loft við tilhugsunina. Já, það væri ekki amalegt að geta látið hann Palla ganga á skóla, og verða mektarmann. En svo sljákkaði í honum. Átta börn í ómegð. Það veitti ekki af öllu því, sem inn vannst, til að halda lífinu í þeim. Hrukkurnar við augu og munn féllu í sínar gömlu skorður. Fúsi gamli tók hakann og hjó þétt og fast í moldina. Stjáni, Stjáni! er kallað með áfergju. Það er gárunginn, sem er á ferðinni. Stjáni lítur upp milli vonar og ótta. Er hann nú kominn enn, hugsar hann. Hvað skyldi hann nú ætla að skaprauna mér? —■ Ha, já, hvað er það? — Sjáðu þessa, segir gárunginn og ber ört á, um leið og hann bendir á tví- breiðan boldangslegan kven- mann, sem eins og veltur eftir götunni. —■ Heldurðu að þú vildir skipta á henni og henni Möngu þinni? Mennirnir kíma. En nú er það Stjáni, sem borgar fyrir sig. — Ætli þú tímdir að missa hana. Þú virðist eiga eitt- hvað með hana! Mennirnir skellihlæja, og er gárunginn ætlar að segja eitthvað, er það kæft í nýjum- hláturhviðum. Þetta gat þó Stjáni. Gárung- inn verður kindarlegur á svip- inn og lyppast í burt. Nær miðjum hópnum vann ungur og knálegur maður. Hann var bjartur yfirlitum og festulegur í andliti. Hann lagði lítið til málanna að jafnaði og rétt brosti að glensi gárungans og reyndi heldur að draga úr, er hann var að angra Stjána. En nú hló hann dátt. Honum fannst Stjáni eiga það skilið, að fá þó einu sinni að ná sér niðri á kvalaranum, þótt ekki mælti hann nein spakmæli. Svo sneri hann sér aftur að vinnunni og tók hressilega á. Honm fannst heimurinn bjartur og fagur. Allt umhverfið blasti við hon- um með töfrablæy-og mennirnir í kring birtust honum líka í þessum ljóma, sem viðfelldnir og góðgjarnir náungar. Það var dásamlegt að lifa og finna lífs- fjörið streyma um allan líkam- ann. Hann var sem sé nýtrúlof- aður. Eftir nokkra stund rétti hann úr sér, hagræddi hringn- um, sem hann var ekki farinn að venjast, og brosti við. Hvað skyldi Sigga vera að gera núna? hugsaði hann. í óða önn að af- greiða mjólk og brauð, hún vann nefnilega í brauðsölubúð. Hann sá hana fyrir sér. Ljósir lokkarnir, sem féllu niður á herðarnar, augun skærblá, litla nefið, sem hann stríddi henni stundum með, og munnurinn, sem aldrei þurfti varalit. Hún var kvik í hreyfingum og bros- mild, svo hann gat ekki annað en komizt í gott skap, þegar þau voru saman, hvernig sem hafði legið á honum, áður en þau hittust. Og í vor ætluðu þau að gift- ast, ef hann hefði stöðuga vinnu. Hann átti von á vinnu í verk- smiðju eftir áramótin, þar sem hann hafði unnið áður, en orðið að hætta í bili vegna samdrátt- ar á framleiðslunni. Ef það yrði, var framtíð hans nokkurn veginn örugg. Sigga gæti unnið áfram, að minnsta kosti fyrst um sinn, og þá gætu þau sparað til síðari tíma. Og nú var um að gera að spara hvern eyri til að þau gætu byrjað skuldlaust í vor, með þokkalegt heimili. Hann rankaði fyrst við sér, er Siggi litli vatt sér að honum og sagði kankvíslega: — Nú, nú, kannske að hugsa um hana, og hló við um leið. — Já, því ekki það. Ekki er ég að hugsa um þær allar eins og þú. — Siggi litli brosti ánægjulega. Hann hafði ekkert á móti því að vera álitinn kvennamaður. — Nú, maður verður að skemmta sér, meðan maður er ungur, sagði hann drýgindalega, og síðan á- fjáður: — Þú hefðir átt að vera á ballinu í Iðnó í gær. Þar var nú líf í tuskunum. Og ekki dóna leg hnáka, sem ég fylgdi heim. Ég skal segja þér, hún blátt á- fram heimtaði, að ég kæmi inn með henni. Og svo segir maður nú ekki meir. — Hann brosti drýgindalega. Svo hélt hann á- fram: — Og slagsmálin, maður. Húsið gekk eins og harmoniku- belgur. Einn borinn út í yfirliði, og lögreglunni þrengt út í horn. Hún réði bókstaflega ekki við neitt, fyrr en búið var að kalla á meira lið. Ja, þar var nú líf í tuskunum. — Og hann brosti á- nægjulega við tilhugsunina. Áð- ur en trúlofaði maðurinn gat svarað eða leitað frekari frétta, STUNDIN 10

x

Stundin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.