Stundin - 01.04.1941, Blaðsíða 20

Stundin - 01.04.1941, Blaðsíða 20
var kallað hátt og snjallt: Kaffi! Mennirnir þustu upp úr skurðinum, og eftir skamma stunú voru allir seztir að drykkju í skúrnum. Og nú hófst saelustund Jóa nöldra, sem svo var kallaður. Hann þurfti sem sé alltaf að hafa einhvern að rífast við, og gerði það í ein- kennilega nöldurslegum tón. Og verkamenn, sem unnið höfðu með honum, og glöggir voru að jafnaði á vankanta ann- arra, hefðu gefið honum viður- nefnið, og það síðan loðað við hann. í vinnutímanum tókst honum sjaldan að mjaka mönn- um út í rifrildi, en í kaffitím- anum varð alltaf einhver til að svara honum, og hinir lögðu þá einatt orð í belg til að teygja skemmtunina, og oftast var það gárunginn, sem lagði í hann, og var heldur óvæginn í orðum. Þegar Jói var búinn að renna niður fyrsta bitanum, tók hann til með nöldrið. Það var nú meiri endileysan, þetta erindi um kvenfólkið í útvarpinu í gærkvöldi. Ég er alveg hissa á manni, sem á að heita bæði gáf- aður og menntaður, að hann skuli láta annað eins út úr sér. Og nú var gárunginn í ess- inu sínu. — Hvað þykist þú svo sem hafa vit á þeim hlutum, maður, sem aldrei hefir verið við kvenmann kenndur, og ég efast um, að þú vitir, hvernig kvenmaður er skapaður. Þessi bölvaður sperðill! ruddi hann úr sér. Jói svarar í sínum vana tón: — Jæja; ætli þú vitir nokk- uð meira um það? En það vant- ar ekki, að þú þykist hafa vit á öllum sköpuðum hlutum. — O; alténd, hvernig kvenmaður er skapaður, gellur gárunginn fram í. — Jæja; en ég átti nú við áðan þetta, sem hann sagði um sálarlífið. Sko, mér finnst, .... Enn grípur gárunginn fram í: — O, fjandann ætli þú hafir vit á því með þitt eilífa, sálarlausa nöldur! Það er hleg- ið dátt. Allir vildu hrakfarir Jóa nöldra, og áður en hann fær svarað, bætist nýr maður í samræðurnar. Það er Nikulás nokkur, áhugamaður um dul- ræn og heimspekileg efni. Hann talar í rykkjum, því honum er mikið niðri fyrir, eins og jafn- an. — Ja; mér fannst — erindið — alveg ágætt. Það var mjög skarpskyggn athugun. Stóð al- veg heima — við það, sem ég — hafði hugsað um þetta mál. — Hvern fjandann ætli þú hafir hugsað! Nú er það Siggi litli, sem blandar sér í samræðurnar. Og staglið heldur áfram nokkra stund, þar til skynugri menn hópsins taka að ræða um það af alvöru. Og svo er talað um allt milli himins og jarðar. Og þeg- ar nokkurt hlé verður á sam- ræðum, kveður greindur mað- ur, sem að mestu hefir setið hjá við samræðurnar, upp þann dóm: Að það, sem hópurinn hérna ekki veit um náungann, þjóðfélagið og svona heiminn al mennt, það er ekki vert að vita. — Samræðurnar ganga stirt eftir það. En nú tekur gárunginn aftur til við Stjána. — Leizt þér ekki vel á hana áðan, þessa vænu? Nú dillar hláturinn í Stjána. — O; ætli okkur hafi ekki báðum litizt vel á hana, svarar hann. Hann er búinn að bíta gárungann af sér einu sinni í dag, og nú bítur ekkert á hann. Hinn hættir við svo búið. Það færist værð yfir hópinn. Menn halla sér fram á borðið, og Fúsi gamli og annar maður hrjóta hástöfum. Brátt er kaffitíminn á enda, og verkstjórinn kallar klukk- una. Mennirnir ganga til vinnu sinnar. Umferðin eykst stöðugt, ný og ný andlit birtast og hverfa, og hinir kvenhollari í hópnum hafa varla við að metta sig á allri þeirri kvenlegu feg- urð, sem framhjá fer. Laglega vinnustúlkan í númer seytján kemur trítlandi úr mjólkurbúð- inni. Hún tæpir rétt niður tán- um, eins og hún væri komin á háhæluðu ballskóna sína. Yfir skurðinn heim að húsinu númer seytján liggur mjó brú og hún veigrar sér við að leggja út á hana. En þegar eru tveir hjálpfúsir menn komnir til að- stoðar. Það eru Siggi litli og Nikulás, sem stundum hugsar um annað en dulræn og heim- spekileg efni. Þeir rétta henni báðir hendina. Hún brosir sínu blíðasta brosi og tekur hendi Sigga. Nikulás gengur reigings- lega burt. — Hún um það, taut- ar hann. — Strákhvolpa, það vilja þær. — Siggi litli kemur henni heilu og höldnu yfir brúna. Þar standa þau kafrjóð og vandræðaleg, meðan allur hópurinn horfir á. — Það ætlar að verða bezta veður í dag, seg- ir Siggi. — Já, anzi gott! svarar stúlkan. Ja-há, segir Siggi. — Ha? spyr stúlkan. — Ég hér — Siggi ræskir sig, og áður en hann getur haldið lengra, er stúlkan hlaupin inn. í dyrunum snýr hún sér við og brosir enn einu sinni til Sigga og nú fær hann alveg óvenjulegan kjark. Hann kyssir á fingur til henn- ar og þykist heldur hróðugur. Hann hefir staðfest kvenna- manns orðróminn. Tíminn líður. Mennirnir í skurðinum vinna verk sitt og taka fegins hendi hversu ó- merkilegu atviki, sem dreifir tilbreytingarleysi verksins. En hugurinn leitar út fyrir tak- mörk þessa þrönga umhverfis. Þeir endurlifa sorg sína og gleði. En það, sem fyllir hug þeirra framar öllu, er vonin. Vonin um ólíkustu hluti, en samt sameiginleg hjá öllum að því, að veita þeim einhvern ó- ljósan fögnuð. Klukkan er farin að halla í tólf. Menn eru orðnir svangir | og óþolinmóðir eftir matartím- M 8TUNDIN

x

Stundin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.