Stundin - 01.04.1941, Side 21

Stundin - 01.04.1941, Side 21
anum. Það er oft litið á klukk- una, og svo loksins kemur hið langþráða kall verkstjórans: Matur! Mennirnir þyrpast að skúrnum, og leggja síðan af stað heimleiðis, flestir á reið- hjólum. En Fúsi gamli sezt að í skúrnum. Hann á langt heim og er hjóllaus. — Klukkan rúmlega hálf eitt fara fyrstu mennirnir að tínast að skúrnum aftur. Fúsi gamli hefir breitt undir sig hrúgu af sjóklæðum, sem héngu í skúrn- um, og liggur á miðju gólfi og hrýtur. Mennirnir setjast þegj- andalegir. Þá kemur Nikulás með miklum þjósti og segir í dyrunum með niðurbældum á- kafa: — Hafið þið heyrt það? — Nú, hvað? Heyrt hvað? er spurt. — Það á að segja upp í kvöld! Allir eru sem steini lostnir og Fúsi gamli rís upp við dogg og spyr: — Ha? Hvað? — Ég hitti hann Tana. Þið vitið, hann Jónatan. — Og svo hefst löng útskýring um heimildar- menn, með ótal útúrdúrum. Slíkar fréttir berast hinar ótrú- legustu krókaleiðir. Menn velta fréttinni fyrir sér. Sumum finnst hún sennileg, öðrum ekki. Klukkan er orðin eitt og verk- stjórinn, sem staðið hefir fyrir utan, kallar mennina til vinnu. Nú er fengið alvarlegt við- ræðuefni, og annað kemst ekki að fyrst um sinn. f loftinu ligg- ur einhver magnþrungin eftir- vænting. Óvissan er seigdrep- andi. Vinna eða ekki vinna, það eru tveir heimar. Líf, að vísu ekki í allsnægtum, en þó við- unandi líf annars vegar, og hins vegar eymd. Upphaf og endir allra vona. Það slær skugga á andlit mannanna í skurðinum. Samtölin hjaðna út, og hver hugsar sitt. Vinnustúlkan í númer seytján stendur lengi við gluggann og reynir að ná sam- bandi við þá, en engum verður (Framh. á bls. 22.) Stutt framhaldssaga eftir Theodor Storm: VIOLA TRICOLOR 4. dagur. Um kvöldið hlýddu þau á hljómleikana. — Hinir framliðnu snillingar, Haydn og Mozart, höfðu vitjað áheyrendanna, og nú bærðust við þögnina síðustu tónarnir úr c-moll-quartett Beethovens, en i stað hins hljóða hátíðleika tónanna drundi mas og troðningur áheyrendanna að eyrum. Rudolf stóð við sæti ungu konunnar sinnar, hann laut niður til hennar og sagði: — Því er lokið, eða heyrir þú eitthvað ennþá? — Hún virtist ennþá hlusta, augum hennar var beint að leiksviðinu, þar sem nú stóðu einungis auð púltin. Svo rétti hún manni sínum höndina. — Við skulum fara heim, sagði hún, um leið og hún stóð upp. Við dyrnar hittu þau heimilislækninn og konu hans, en það voru einu manneskjurnar, sem Ines hafði kynnzt nánar, síðan hún fluttist hingað. — Jæja? — Læknirinn kinkaði kolli til þeirra. — En þið komið með okkur heim, þetta er rétt í leið- inni, eftir svona kvöld er gott að sitja saman stundarkorn. — Rudolf ætlaði að samþykkja fagnandi, en þá fann hann kippt í ermi sér og sá augu konu sinnar hvíla biðjandi á sér. Hann skildi hana og svaraði: — Ég fel æðstu dómsvöldunum úr- skurðinn. Og Ines tókst að fá harðsóttan lækninn til að sætta sig við fundi einhvern tíma seinna. Og hún varpaði öndinni léttilega, er þau höfðu kvatt kunningjana við húsdyr þeirra. — Hvað hefir þú á móti læknishjónunum í kvöld? spurði Rudolf. — Hún þrýsti sér þétt að honum. —• Ekkert, — ekk- ert, sagði hún, — en það er svo fagurt í kvöld, að nú verð ég að vera alein með þér. Þau gengu rösklega heim til sín. — Sérðu, niðri í dagstofúnni er ljós, Anna gamla er búin að velgja teketilinn. Þú hafðir alveg rétt fyrir þér, heima er skemmti- legra. — Hún kinkaði kolli og þrýsti hendi hans. Síðan gengu þau inn í húsið. Glaðlega opnaði hún stofuhurðina og dró tjöld- in til hliðar. Á borðinu, þar sem forðum hafði staðið vasinn með rósunum, brann ijós á stórum bronslampa og varpaði bjarma á dökk- hærðan barnskoll, er hafði fallið sofandi fram á hendur sér, en undir þeim sást á spjöld myndabókar. Unga konan stanzaði sem stirðnuð í dyrunum. Barninu hafði hún algerlega gleymt. Um fagrar varir hennar fór dráttur, eins og yrði hún fyrir sárum vonbrigðum. — Nesí, — hrópaði hún, er maður hennar hafði leitt hana inn i herbergið. — Hvað ert þú að gera hér svona seint? — Nesí vaknaði og spratt upp: Mig langaði til að bíða eftir ykkur. — Og hún brosti og brá hendinni yfir syfjuð augun. — Þetta er ekki rétt af Önnu, þú hefðir átt að vera háttuð fyrir löngu. Ines gekk út að glugganum; hún fann, hvernig tárin brutusl fram í augu henni. Óskapnaður biturra tilfinninga æddi um brjóst hennar, heimþrá, meðaumkvun með sjálfri sér, iðrun STUNDIN 21

x

Stundin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.