Stundin - 01.04.1941, Qupperneq 22

Stundin - 01.04.1941, Qupperneq 22
vegna kaldrana hennar við barn elskaðs manns. Hún vissi ekki sjálf, hverjar ógnir dundu yfir hana, en — og með unaði og ósanngirni þjáningarinnar mælti hún það við sjálfa sig — já, þetta var það: Hana skorti æskuna, og samt var hún sjálf ennþá svo ung! Er hún snéri sér við, var herbergið tómt. Hvar var þessi fagra stund, er hún hafði hlakkað svo mjög til? Hún hugsaði alls ekki um það, að hún hafði sjálf hrakið hana á brott. Faðirinn hafði farið út með barnið, sem með næstum skelfd- um augum hafði horft á þetta atvik, sem var því óskiljanlegt. — Vertu þolinmóður — hafði hann sagt við sjálfan sig, er hann lagði handlegginn um herðar barnsins í stiganum, og hann bætti við: — Hún er enn svo ung. Margar ákvarðanir þutu um hug hans, og í leiðslu opnaði hann herbergið, þar sem Nesí svaf hjá Önnu gömlu. Hann kyssti barnið og sagði: Ég býð mömmu góða nótt fyrir þig. Því næst ætlaði hann niður til konu sinnar, en hann snéri við og gekk inn í vinnustofuna. , Á skrifborðinu stóð bronslampi frá Pompeij, er hann hafði eignazt fyrir skemmstu. Hann hafði látið olíu á hann til reynslu. Nú kveikti hann á honum og setti hann ásamt blóma- vasa undir mynd framliðnu konunnar. Hann gerði þetta sem í leiðslu, eins og yrði hann að fá höndum sínum einhvern starfa, meðan hjarta hans og heili unnu í ákafa. Svo gekk hann að glugganum og opnaði hann. Himininn var hulinn þungum skýjum. Tunglskinsbjarminn barst ekki í gegn. Niðri í garðinum lágu þéttir runnarnir, pýramídalaga grenirunnar, og milli þeirra glytti í mölina á stígnum, sem lá til reyrkofans. Og í vitund þessa manns, sem horfði út í einveruna, kom fögur vera, sem ekki var lengur í tölu lifenda. Hann sá hana ganga um stíginn, og honum fannst hann sjálfur ganga við hlið hennar. — Láttu minninguna um þig treysta ást mína, sagði hann — en hún svaraði honum ekki. Hún drúpti fögru, fölu höfði, en hún þagði. Og þá áttaði hann sig, að hann var aleinn. Hann skildi fulla alvöru dauðans; þeir tímar voru liðnir, að hún var við hlið hans. En fyrir augum hans lá enn, eins og forðum, garður for- eldra hennar. Er hann sjálfur leit upp úr skræðum sínum, hafði hann fyrst séð hana út um gluggann, fimmtán ára stúlk- una. Barnið með ljósu flétturnar hafði unnið hug þessa al- vörugefna manns, unnið hann rækilegar og rækilegar unz hann leiddi hana yfir þröskuld húss síns. — Ár hamingju og starfa komu með henni. Þegar foreldrar hennar dóu og hús þeirra var selt, höfðu þau haldið eftir garðinum og tengt hann garði þeirra með því að gera lítið hlið í múrinn, sem lá í milli. Litla hliðið var þegar næstum hulið frjálsum'runnum, er þau leyfðu að vaxa að vild, því að um þetta hlið gengu þau til mesta trúnaðarstaðar sumarlífs síns, þar sém jafnvél viiiir heimilis- ins fengu sjaldan að koma. í reyrkofanum, þár sem hann með leynd hafði séð og athugað unglinginn, sem hann elskaði, þar sem hún var að verkefnum sínum, sat nú við fætur ljóshærðu móðurinnar barn með dökkum, hugsandi augum, og ef hann (Framh.) litið í þá áttina. Hún gengur frá glugganum, móðguð á svip. Og svo líður dagurinn í á- hyggjum, sem jafnvel vonirnar geta ekki dreift. í kaffitíman- um eru menn óvenju þöglir, ekki einu sinni Jói nöldri fæst til að opna munninn. Verkstjórinn kallar kvöld. Mennirnir taka saman verkfær- in og bera þau að verkfærakist- unni. Verkstjórinn tekur upp blað hjá sér og ræskir sig. Hann er vandræðalegur á svipinn. — Hérna piltar —. Hann hættir í miðju kafi og lítur á blaðið. Svo heldur hann áfram í afsak- andi róm. — Mér var tilkynní að segja upp átta mönnum Verkið er langt komið, og — ja, sem sagt, þeir tilkynntu mér þetta á skrifstofunni. Ég ætla að lesa upp nöfnin. — Menn- irnir líta hver á annan og bíða með eftirvæntingu. Verkstjór- inn les. — Sigurður Pálsson! — Það er Siggi litli. Hann hlær við, tekur hjólið og kallar. — Sælir piltar! Verkstjórinn held- ur áfram. — Jóhann Guðnason! — Jói nöldri tautar. — Það var svo sem auðvitað. Hvers vegna þurfti endilega að segja mér upp? — Verkstjórinn brosir vandræðalega. — Það urðu ein- hverjir að fara. —• Jói heldur áfram að nöldra meðan verk- stjórinn les. Mennirnir tínast burt, einn og einn, um leið og nöfn þeirra eru lesin. Svo er því lokið. Hinir, sem eftir urðu, éru glaðir í bragði, en láta þó ekki bera á því um of, vegna félaganna, sem urðu að fara. Svo leggja þeir einnig af stað heim, og siðastur verkstjórinn. Vinnustaðurinn er mannlaus og eýðilegur. Síminn er 3715 STUNDIN 22 STUNDIN

x

Stundin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.