Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.2008, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.2008, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2008 Lesbók 7TÓNLIST O g að allt að öðru hérna í lokin. Sú gleði- frétt barst í ár að gömlu félagarnir Mark Olson og Gary Louris, sem í sameiningu leiddu eina almögnuðustu hljómsveit kántrí- rokksins, The Jayhawks, ætluðu að henda sam- an í plötu. Þeir félagar höfðu reyndar verið að taka nokkur gigg saman en þessi niðurstaða fór fram úr björtustu vonum hinna heittrúuðu. Olson hætti í Jayhawks árið 1995, eftir plöt- una Tomorrow the Green Grass en í henni og í hinum firnasterku Hollywood Town Hall (1992) og Blue Earth (1989) liggur glæsileg arf- leifð Jayhawks. Eitt af sterkustu einkennum þessara platna var társtokkinn, engilfagur sam- söngur þeirra félaga og því ekki nema von að maður hafi tekið kipp þegar þessir fréttir bárust. Fóstbræðurnir skildu í illu, Louris hélt áfram að keyra Jayhawks sem voru að vísu nokkuð vængbrotnir en Olson hóf nokkrum árum síðar sólóferil sem hefur getið af sér nokkrar mjög fínar plötur. Ol- son var giftur söngkonunni Victoriu Williams en eftir að þau skildu tóku Olson og Louris upp samstarf að nýju, grófu stríðsöxina og að sögn hefur vináttuneistinn verið tendraður á nýjan leik. Í heimi kántrírokks, jaðarkántrís eða hvað menn vilja kalla það er þetta stórfrétt og mætti helst líkja því við það að Lennon og McCartney hefðu ákveðið að taka upp plötu saman. Það er Chris Robinson, söngvari Black Crowes sem sá um upptökustjórn og það renna óneitanlega hlýir straumar um ósæðina þegar maður heyrir sam- sönginn góða að nýju. Platan er á lágstemmdum nótum, líkt og um- slagið undirstrikar er eins og mað- ur sitji með tvíeykinu inni í her- bergi á meðan þeir syngja út úr sér hjartað með kassagítarana að vopni. Ready for the Flood | Mark Olson & Gary Louris Vopnabræður E f það er einhver sem á það skilið að vera tekinn djúpfræðilegum popp- spekitökum þá er það Britney Spears. Þetta „fyrirbæri“ er það magnað og svo lýsandi fyrir þá tíma sem við lifum á að annað væri óverðskuldað. Tónlistin sem slík er í raun bara brotabrot af því sem felst í Britney Spears ef ég má orða það svo og reyndar eru þeir margir sem telja að í raun skipti tónlistin ekki einu einasta máli. Ef hún gerði það einhvern tíma, þá gerir hún það alveg örugglega ekki í dag. Persónulega á ég þó erfitt með að ganga svo langt þegar Spears er vegin og metin. Þrátt fyrir alla geðveikina sem hefur verið í kringum þessa stærstu poppstjörnu heims til langs tíma hefur nokkuð merkileg popptónlist komið úr hennar ranni, þá sérstaklega í kringum þriðju plötu hennar, Britney (2001), en þar var ráin í samtímapoppi hífð glæsilega með hinu eit- ursvala „I’m a Slave 4 U“. Í heimi þar sem þú þarft að leika í bíómyndum, skrifa bækur, aug- lýsa ropvatn og strigsa um rauða dregla út um allar trissur í viðbót við það að halda lagi stóðu Spears og hennar fólk sig vel. Dampurinn datt hins vegar niður með In the Zone (2003) og stuttu síðar steypt- ist Spears niður í hreinasta helvíti; missti fótanna í lífsdansinum með hreint ótrúlegum tilþrifum. Mitt í öllu ruglinu, nánar tiltekið í fyrra, kom þó út plata, Blackout, hvers titill er afar lýsandi. Nú er svo komin út platan Circus, end- urreisnar- eða endurkomuplata og hey … bíddu aðeins … hafa allar plötur hennar ekki verið af því tagi? Eða eru allar nýjar plötur með viðlíka hátt skrifuðum poppstjörnum í eðli sínu alltaf endurkomuplötur vegna gull- fiskaminnis neytendanna? Í öllu falli er Circus svo sannarlega tilraun til að rétta af ímynd Spears og endurreisa hana sem poppstjörnu með almennari skírskotun en áður. Síðasta plata, Blackout, var nefnilega stálköld klúbbaplata með miðfingurinn á lofti og tók þannig óhikað og tæpitungulaust á stöðu mála. Raunsönn hljóðmynd af því ástandi sem Spears var í en kannski ekki beint söluvænleg. Í upphafi ferils var Spears markaðssett sem vinalega, vammlausa stúlkan á móti. Á þeim tíma hafði sú ímynd þónokkra tengingu við raunveruleikann. Sakleysislegt og fínpússað andlit Spears sem prýðir Circus er því nokkurs konar fals, eiginlega meiri ósk eða von um hvernig hlutirnir eigi að vera og vissulega er Spears á batabraut, hefur verið að hysja upp um sig nærbuxurnar að undanförnu. Sumpart er reynt að fara bil beggja á plötunni, titillinn vísar í umrót og vitleysisgang síðustu ára en umslagið reynir að rétta ímyndina af. Hér er farið varlega; hvert lag er út- hugsað og passlega samansett á meðan allt var látið „hanga úti“ á Blackout, afstaða sem gaf henni glettilega mikinn sjarma. En slíkir stælar eru ekki nóg fyrir Spears. Hún vill verða stærst, hún vill verða allra. Drottningin er byrj- uð að rétta kórónuna af. arnart@mbl.is Circus | Britney Spears PLÖTUR VIKUNNAR ARNAR EGGERT THORODDSEN Eftir storminn Britney Spears reynir að rétta sig af á Circus. Algjör sirkus D on Glen Vliet, sem síðar tók sér nafnið Don Van Vliet og svo Captain Beef- heart, er án efa einn sérkennilegasti listamaður sem kvatt hefur sér hljóðs vestan hafs. Hann var blússöngvari alla tíð en flutti blús á svo einstakan hátt að þorri þeirra sem á hlýddu þekkti ekki formið. Nú er það svo að í húsi blúsins eru margar vistarverur og í elstu gerð Mississippi-blús rekst maður oftar en ekki á listamenn sem fóru ekki bara frjálslega með lög hvað varðar uppbyggingu og framvindu, heldur hleyptu þeir ýmist á skeið eða fóru fetið í einni og sömu laglínunni. Iðulega var það eflaust vegna þess að menn voru að semja lag um leið og það var sungið (tekið upp) og eins að oftar en ekki var verið að flétta saman hugmyndir og stef úr ýmsum áttum, jafnvel úr öðrum blúsum, og samband flytjanda og áheyrenda var nánara og sam- skiptin meiri en síðar tíðkaðist. Gott dæmi um það er einn mesti snillingur blússögunnar, Skip James, og píanóupptökur hans frá fjórða áratug síðustu aldar og eins má vísa í elstu upptökur Charley Patton, Blind Lemon Jef- ferson og fleiri blúsmanna fyrri tíma. Frjálsi djassinn sem blómstraði í Chicago sótti ýmsar hugmyndir um takt og spuna í frumblúsinn og sumir hafa gengið svo langt að líkja Beefheart við ýmsa helstu spámenn frjálsa djassins, til að mynda Ornette Colem- an. Í ljósi ofangreinds er blúsinn sem Beefhe- art bauð upp á á sínu meistaraverki, Trout Mask Replica, ekki svo fram- andlegur og því má segja að hann hafi verið að byggja á gamalli hefð á sama tíma og hann ruddi nýjar brautir (sem enginn hefur reyndar kosið að fara, en það er annað mál). Að því sögðu þá er ekki beinlín- is hægt að flokka allt sem Beefhe- art tók upp sem blúsblending, hann sendi líka frá sér plötur sem kalla má popp og rokk, þar á meðal þá sem hér er gerð að umtalsefni, Clear Spot. Segja má að Beefheart hafi byrjað með lát- um því Safe a Milk (kom út 1967), fyrsta plat- an sem hann gerði með hljómsveit sinni The Magic Band, er hreint fyrirtak og næsta plata, Strictly Personal (kom út 1968) er ekki síðri þó hún hafi ekki orðið eins og Beefheart vildi sjálfur (upptökustjórinn breytti henni upp á sitt eindæmi). Næst þar á eftir kemur svo snilldarverk Beefhearts, áðurnefnd Trout Mask Replica (kom út 1969), en næstu plötur þar á eftir voru misjafnar að gæðum, svo ekki sé meira sagt, þó allar séu þær þess virði að hlusta á þær. Clear Spot, sem kom út á því magnaða ári 1972, er sú plata sem maður bendir óvönum á vilji þeir kynna sér Beef- heart, enda er hún aðgengi- legasta plata hans og um leið mesta poppplatan. Það segir sitt að sum laganna á henni hafa aðrir tekið upp, til að mynda Joan Osborne, Eugene Chadbo- urne, Everything but the Girl og Mark La- negan. Væntanlega hafði það sitt að segja um hve tónlistin var aðgengileg að upptökustjóri á skífunni var Ted Templeman sem hafði áður unnið með Van Morrison og Doobie Brothers. Handbragð hans leynir sér ekki á skífunni, hljómur mýkri og allur umbúnaður faglegri en á fyrri verkum. Það verður þó ekki til þess að draga úr óhemjunni Don Van Vliet, hann er eins villtur og jafnan aukinheldur sem hljóm- sveitarfélagar hans fara á kostum, ekki síst gítarleikarinn Zoot Horn Rollo. Ýmsir hafa haldið því fram að Captain Beefheart sé einn helsti snillingur rokksög- unnar og þó ekki sé tekið undir það hér er ljóst að áhrif hans eru meiri en margur gerir sér grein fyrir, ekki síst í ljósi þess að hann lagði tónlistina á hilluna fyrir tveimur áratug- um og hefur helgað sig málaralistinni síðan (með góðum árangri). Þó Clear Spot sé ekki með helstu verkum Captains Beefhearts er hún tvímælalaust poppklassík. arnim@mbl.is Ö nnur „stór“ plata sem er nýkomin út, klyfjuð vandræðagangi og tilfinn- ingakreppu, er ný plata ofurstjörn- urapparans Kanyes Wests. Ólíkt Spears, sem gerir markmiðsbundnar tilraunir til að rétta sig af og sýnast hraust og sterk á nýjan leik, fer West í þveröfuga átt. Hann slengir brotnu hjarta sínu á borðið og opinberar veiklyndi sitt og breyskleika í hverjum tón. Plötunni fylgir samskonar heiðarleiki og var að finna á Blackout, West gerir engar tilraunir til að breiða yfir ástand sitt en fyrir ári missti hann móður sína á voveiflegan hátt og nokkrum mánuðum síð- ar skildi hann við konu sína. West, sem varð að umtalaðasta og vinsælasta rappara heims eftir að The College Dropout (2004) kom út, tekur allsvakalega áhættu markaðslega séð með þessari plötu og auðheyranlega er hún eitthvað sem hann varð að gera. Fífldirfska, hugrekki, markaðslegt sjálfsmorð eru orð sem hefur ver- ið fleygt. Og ekki að ósekju. Platan dragnast áfram í eintóna drunga og West rappar ekki heldur syngur, allan tímann í gegnum svokall- aðan raddbreyti eða „auto-tune“. Lagatitlar eins og „See You in My Nightmares“, „Love Lockdown“ og „Heartbreak“ segja sitt og kuldaleg, þunglyndisleg áferð plötunnar minnir helst á skuggsæla tónlist Joy Division eða kalt hljóðgervlapopp New Order, OMD og Human League!? Einn gagnrýnandi líkti plötunni meira að segja við jarð- arfararverk Cure, Pornography, og umslagið minnir á safnplötu með New Order. Skoðanir á plötunni hafa verið æði skiptar en ég tek ofan fyrir West að fara alla leið með þetta, að vera svona helv … kaldur – í bókstaflegri merkingu. 808s & Heartbreak | Kanye West Með kramið hjarta Framúrstefnublússpunadjasspopp POPPKLASSÍK ÁRNI MATTHÍASSON Captain Beefheart | Clear Spot

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.