Ísland


Ísland - 07.07.1928, Side 4

Ísland - 07.07.1928, Side 4
4 ÍSLAND Alli þe i, sem eru og ætla að byggja, ættu að spyrja um verð á þakrennum, þakgluggum, veggrörum og öðru til húsa- bygginga, áður en þeir festa kaup annars- staðar. Þaö mun borga sig! Blikksmíðavinnustofa j. B. Péturssona r. Brunatrygsinsar sími 254. SjóvátrYSSÍngar sími 542. Brunatryggingar allskonar er hvergi betra að kaupa en hjá féaginu „Nye Danske“, sem stofnað var 1864. Umboðsmaður Sighvatur Bjarnason Amímannsstíg 2. ▼ini og skoðanabræður, sem aldrei hafa yfirgeflð þá, hve marga og mikla ósigra sem þeir hafa beðið. — En Churchill hefir engan slikan bakhjall. 1 hvert skifti, sem hann hefir stór mál á prjónunum verður hann að berjast fyrir þeim með mælsku sinni og orðgnótt. — Hann á aldrei vissan sigur. hann verður alt af að vinna kraftaverk. Churchill er dugnaðarvargur hinn mesti. Störf þau, er hann vann á ófriðarárunum, eru svo mörg og mikil að undrum sæt- ir. — Hann getur vart talist einhamur, segir enskur jafnað- armaður, er mikil kynni hefir haft af honum. Bækur. Bruno Frank heitir þýskt skáld, er getið hefir sér mikla frægð fyrir síðustu bók sína, Politsche Novelle. — Bókin ræðir um Evrópu, þetta heim- kynni hámenningarinnar, sem en þá er flakandi í sárum eftir styrjaldarárin. Engin maður hefir skrifað af jafn brennandi áhuga fyrir friði í álfunni eins og þetta þýska skájd. Bókin er hrífandi. Höf- undurinn kemur víða við, en alstaðar tekst honum snildarlega. Bókin endar þannig, það er ekki gula hættan, ekki svertingj- arnir og ekki amerísku dollar- arnir sem ógna Evrópu með eyðileggingu. En það er fjand- skapurinn á milli þjóðauna í Evrópu, misskilningurinn — ágirndin og heimskan, sem hættulegust er fyrir álfu vora. Bókin er gefin út af Ernst Re’wholt-Verlag, Berlín. Yirkjun Sogsfossanna, Svohljóðandi ályktun raf- magnsstjórnar hefir verið sam- þykt i bæjarstjórninni: Rafmagnsstjórn leggur til við bæjarstjórn, að hún feli henni: að láta nú þegar framkvæma þær mælingar og athuganir, sem nauðsynlegar eru til þess að gerð verði á næsta vetri fuilnaðar- áætlun um virkjun Sogsins á þann hátt, sem hagkvæmast verður fyrir Reykjavík; að leit- ast við að fá í tæka tíð ákveðin tilboð um kaup á vatnsréttind- um í Soginu til þeirrar virkjun- ar; að leitast jafnframt nú þegar fyrir um alt að 3 milj. króna láni til að byggja fyrir nýja raf- orkustöð og auka taugakerfi rafmagnsveitunnar í bænum. Ennfremur, að gerð verði áætl- un um fullnaðarvirkjun Elliða- ánna og flýta sem unt er borun fyrir jarðhita. Eistland. Eistland er eitt af Eystrá- saltslöndunum. Það var undir rússneska okinu, þar til keis- aravaldið var brotið á bak aft- ur, þá fékk það frelsi sitt og er nú sjálfstætt lýðveldi. Framfarirnar í landinu hafa verið miklar siðan það fékk frelsi sitt af nýju. Útflutningur hefir aukist svo stórkostlega, að hann nemur 28 sinnum hærri fjárhæð nú, heldur en fyrir 10 árum. Innflutningur hefir einnig aukist. Hann er nú 12 sinnum meiri en áður. Krónan eistlenska er komin í gullgildi. Eistland er landbúnaðarland. 59°/o at þjóðinni stunda land- búnað. Mikill hluti jarðeignanna var kominn í hendur fárra manna þegar þjóðin fékk sjálfstæði sitt. Stórbýlunum var skift sundur, og við það óx tala býla nm 50 þúsund. Stúdentaviðkoman er mikil í Eistlandi. En Eistlendingar telja sér það til gildis, og vænta þess, að stúdentarnir verði til þess að lyfta þjóðinni. Árið 1926 voru 4650 stúdent- ar við háskólann í Dorpat, þ. e. a. s. 423 á móti hverjum 100 þúsundum landsmanna. (I Svíþjóð eru 127 á móti hverj- um 100,000, í Þýskalandi 145). Eistlendingar segja, að um- bætur í landbúnaðarmálunum, sárstaklega fjölgun býla, hafi komið í veg fyrir að kommún- isminn breiddist út í landinu. Innlendar fréttir. Eimreiðin, 2. hefti, er nýkomin út. Efni hannar er sem hér segir: Kairo- för (með 11 myndum) eftir Björgúlf Ólafsson lækni. — Er það fróöleg grein og skemtileg. Hhlutverk kirkjunnar eftir J. A. C. Fagginger Auer, þýtt eftir Harald Níelsson. Aldurtili Arn- alds, saga eftir Guðmund Frið- jónsson. Um betri not á fiski, eftir Helga Péturss. Frá Grímsey og Grímseyingum (með 10 mynd- um) eftir Steindór Sigurðsson. Pílagrímur, kvæði eftir Jóhann- es úr Kötlum. Bjartsýnn öldung- ur eftir ritstjórann. Líkamsment og fjallaferðir, eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal. Ljóða- þýðingar úr erlendum málum, Þ. P. þýddi. Glosavogur, eftir Anthony Trollope og rit send Eimreiðinni. Timarit Verkfrœðingafélagins, 1. hefti 1928, er nýkomið út. Flytur það þessar greinir: Jó- hannes Kjartanson og Karl Thal- bitzer (dánarminningar), Geril- seyðing mjólkur, með rafmagni. Um hagnýtingu síldar- og fisk- úrgangs, eftir Jón Þorláksson. Fiskirækt með rafmagni (þýtt). Vatnsafl notað á íslandi 1927, eftir S. J. Póststjórnin hefir nýlega gefið út »Skýrslu um póstrekstur á íslandi 1906 — 1926. Er það allmikið rit og einkar fróðlegt. Hefir tala póstsendinga á þessu 20 ára tímabili rúmlega 3,5-faIdast hér á landi, og er það meiri aukn- ing en dæmi finnast til í öðr- um löndum. Póststöðvar hér á landi voru 246 árið 1906, en 20 árum siðar voru þær orðn- ar 437. Tala póstmanna hefir aukist úr 334 upp i 615. — Tekjur póstsjóðs voru 89,390 kr. árið 1906, en 1926 voru þær orðn^r 581,-538 kr. — Gjöldin voru 77,946 kr. 1906, en árið 1926 voru þau 484, 649 kr. — Kappróður. Kappróður fór fram hér í Reykjavík 29. f. m., milli skip- verja af skipi frá Bandaríkjun- um, er hér var statt, og skip- verja á óðni. — íslendingar báru hærra hlut. Þeir voru 4 mín. 371/* sek., en hinir voru 5 mín. 32 sek. Nýr biskupsskrúði. Biskup hefir í samráði við ríkisstjórnina látið gera nýjan biskupsskrúða fyrir biskups- vigsluna á Hólum. Hingað til hefir skrúði Jóns biskups Ara- sonar verið notaður við slík tækifæri. Andlátsfregnir. Astrid Kaaber, kona Kaaber bankastjóra, er ný-látin. — Sömuleiðis Jón Sigurðsson raf- fræðingur og Halldór O. Hall- dórsson vélsetjari. Erlendar férttir. Norðurfararnir. Eins og frá var skýrt í síð- asta blaði, lenti sænski flug- maðarinn Lundborg hjá félög- um Nobile fyrir austan Foyn- eyjar, þegar hann hafði flutt Nobile sjálfan á ítalska skipið, Citta di Milano, og komst þaðan ekki, því að flugvélin bilaði. Flugvélar hafa verið sendar af stað frá ýmsum þjóðum til þess að leita að Lundhorg og öðr- um þeim, sem eru þarna norður í ísnum. Lundborg og þeir af íjelög- um Nobiles, sem hjá honum eru, eru í mikilli hættu. Isinn bráðnar og veðrátta hamlar flugferðum. Amundsen finst ekki. Norsk blöð hafa beitt sér fyrir sam- skotum til þess að hægt yrði að senda norska meun tilþess að leita að honum. — Safnast hafa 70 þúsund krónur. Tryg- gve Gran er lagður af stað í leitina. — Leitinni er stöðugt haldið áfram, en árangurslaust. — Flugvélar hafa leitað á svæð- inu milli Trömsö og Spitsber- gen. Norðmenn eru gramir við Nobile. Álíta margir, að leið- angur hans hafi verið mjög illa undirbúinn. Pýzka stjórnin. Jafnaðarmaðurinn Hermann Miiller hefir nú myndað sljórn í Þýzkalandi. Stjórn hans nýt- ur stuðnings 4 flokka, social- ista, demokrata, miðflokksins, bayerska þjóðflokksins ogþýzka þjóðflokksins. — Stresemann (þýzki þjóðfl.) er utanríkisráð- herra áfram. Stjórnarforsetinn, Herman Muller, hefir haldið stefnu- skrárræðu stjórnarinnar. Aðal- atriði hennar eru þessi: Stjórnin ætlar að vinna að því, að samlyndið verði sem bezt á milli þjóðanna, að al- menn alvopnun verði látin fara fram, að setulið Bandamanna í Rínarlöndunum verði kallað MILLUR og alt til upphluía af bestu tegund, ðdýrast hjá Jóni Sigmnnássyni, gullsmiöi. Laugaveg 8. Simi 383. Reykjavík. heim og að endanlegar ákvarð- anir verði teknar um upphæð skaðabóta þeirra, er Þjóðverjar eiga að greiða Bandamönnum. — Frakkar eru ánægðir yfir stefnuskrá stjórnarinnar. Frá Bandaríbjanum. Alberth Smith heíir hefir val- inn forsetaefni sérveldismanna (demokrata). Flokksþingið, sem útnefndi Smith, hefir samþykt stefnuskrá fyrir ílokkinn. Þar er bændum heitið lið- sinni og þess krafist, að Banda- ríkin hætti afskiftasemi sinni af innanlandsmálum latnesku ríkjanna í Mið- og Suður- Ameríku. Flokksþingið lét einnig þá ósk í ljósi, að Bandaríkin geng- ist fyrir því, að samningar verði gerðir á milli ríkja um gerðar- dóma og takmörkun herbún- aðar. — Þeir fá því að keppa um forsetátignina Hoover og Smith. Coolidge Bandarikjaforseti hefir látið þá von í ljósi, að hægt verði að leggja hernaðar- bannssamninginn fyrir þing Bandaríkjanna í desember- mánuði n. k. Frá Fröbknm. Undanfarna daga hafa Frakk- ar haft mikla flotasýningu fyrir utan Le Havre — 80 skip tóku þátt í æfingunum. Helmingur flotans hefir verið bygður síðan 1918. — Floti Frakka hefir aldrei verið jafn voldugur og nú. Franska þingið hefir rætt um stefnuskrá stjórnarinnar. Þegar þeim umræðum var lokið, þá krafðist Poincare traustsyfir- lýsingu. Var hún samþykt með 415 atkv. gegn 112. Ný stjórn í Egyptnlandi. Mahomed Mahmud Pasha hefir myndað stjórn í Egypta- landi, með þátttöku frjálslynda ílokksins, sambandsflokksins (unianisia) og óháða flokksins. Mohamed Pasha er frjálslyndur. Hvlrfllvindnr hefir gert allmikið tjón í Þýzba" landi. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísland
https://timarit.is/publication/747

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.