Ísland - 17.06.1943, Side 2

Ísland - 17.06.1943, Side 2
I S L A N D Mínníngarorð &Y ER LAUST” Sigurður Sigurðsson bæjar- fulltrúi og skipstjóri er látinn. Hann lézt á Landakotssjúkra- húsi örskammt frá heimilinu sínu kæra eftir stutta en þunga legu. Með Sigurði á Geir, en svo var hann venjulega nefndur í hópi sjómanna, er 1 valinn fall- inn sjómaður úr sjómanna- stétt. Ötull, grandvar en harð- sækinn drengskaparmaður. Skipshöfnin hans og skipið, báru líka þess órækan vott. Sömu karlarnir með honum ár eftir ár, jafnvel yfir tvo tugi ára sumir og samlífið um borð sem á góðu heimili, þar sem hver virti annan og gengdi sinni skyldu, en allir hjálpuðust að. Þar gat þó að líta menn með ólíkar skoðanir, ekki sízt í lands málum, en það kom ekki að sök, þess galt enginn, Enginn efaðist um það hvar í hópi skip- stjórinn var og hvað sem þeim málum leið átti skipshöfnin sameiginlegt takmark undir forustu skipstjórans, að draga björg í bú — að fara vel með alla hluti er þeim var trúað fyr- ir og hugsa um togarann Geir hvað viðhald og umgengni snerti sem væri hann einn af þeim. Reykjavík hefur misst ágætan son. Hér byrjaði Sigurður á unga aldri að þeirrar tíðar sið, að róa á opnum bátum á grunn- mið. Þá var bærinn lítill á móts við það sem hann er nú, og erf- iðið mikið á móts við afrakstur- inn. En þeir sem drógu þann „gula“ að landi, urðu margs vís- ari og lögðu sinn drjúga skerf til þess að breyting yrði til hins betra, bæði fyrir þá og bæinn þeirra. Þegar svo kúttararnir komu lá leið hans kornungs manns þangað — fyrst við há- setastörf, síðar stýrimanns og 1 skipstjóra og meðeiganda. Þann- ig sóttist alltaf nokkuð á leið. Kúttararnir og mennirnir sem mönnuðu þá , breyttu raunveru lega Reykjavík úr fiskiþorpi í bæ. í þeirra hópi var kútter Haf- stein og skipstjórinn á honum og meðeigandinn Sigurður Sig- urðsson. Hvílík hrifning — og framfaraþrá fyllti ekki huga margs ungmennisins þegar þessi fögru skip komu siglandi inn flóann og alla leið inn á vík, full fiskjar með þróttmikla menn umborð. Og ungu mennirnir sem sáu þessar sýnir og hinir sem fréttu af þeim, biðu þess með óþreyju að fá tækifæri til • þess að vera með og duga eða drepast. Og hjól framþróunar fiski- i veiðanna hélt áfram að snúast, og íslenzkir fiskimenn, hinn látni dánumaður í þeirra hópi, létu ekki sitt eftir liggja. Togar- arnir komu á miðin, fyrst er- 1 lendir og var þá ekki um annað að gera en ráða sig þar til að læra að fara með þessi nýju tæki. Allt gekk þetta sem 1 æv- intýri — nema hvað erfiðið og vökurnar voru nógar, en um það var eigi hirt — hér var verk að vinna. Með aukinni þekkingu íslenzkra sjómanna, óx floti tog aranna. Fyrst einn svo tveir, síð- an fleiri — og velmegunin jókst — fólkið varð bjartsýnna og Reykjavík breyttist úr fiskibæ í borg. Þátttakandi í þessari öru þró- un fiskiveiðanna og bjartara og | betra lífs í Reykjavík var Sig- i urður Sigurðsson skipstjóri, og hann öflugur. Það ræður af lík- um að ekki var alltaf logn og blíða á þeirri leið, nei, einnig þar var stormasamt á stundum. En erfiðleikarnir voru yfirstign- ir, það var mest um vert. Það skyldi því engan furða á því sem hér hefur verið sagt, að Sigurði heitnum þótti innilega vænt um Reykjavík. Hann sá hér ótal möguleika til aukinna fiskveiða og framfara í saman- burði við þær. Hann var ekki í þeirra hópi er sumpart hafa gef- izt upp við þá hugsun, að hér í bæ skipi útgerðin öndvegisess. Nei, hann vildi breyta og bæta það sem þurfti, svo hér gæti þró- unin haldið áfram á sama hátt og verið hafði. Um það greindi okkur ekki á, þó við værum sitt í hvorum flokk. Sigurður heitinn byrjaði sjó- mennsku á togurum með Hall- dóri Þorsteinssyni skipstjóra á Earl Hereford. Þar varð hann og stýrimaður, en síðar með Guð- mundi Jónssyni skipstjóra frá Reykjum, en skipstjóri á Geir var hann þar til fyrir fáum vik- um og meðeigandi að honum. Sigurður var fæddur 20. júní 1891. Hann lætur eftir sig ágæt- Viðtal við Gest í Gósen. Hérna um kvöldið hitti ég gamlan kunningja okkar, Gest í Gósen. Eg spurði hann, hversvegna hann væri alveg hættur að skrifa fyrir Árna. — Eg hef aldrei skrifað fyrir neinn Árna, svaraði Gestur. Eg skrifaði i Þjóðólf, þrátt fyrir þennan Árna, en ekki vegna hans. Mér hefur aldrei verið neitt um hann gefið. Eg hef talað bæði við Pál frá Vallanesi og Garðar Þorsteinsson og mér fannst á þeim báðum, að þeir hefðu heldur engar mætur á honum. Svo hef ég líka heyrt að hann hafi aldrei al- mennilega skilið „systemið“. En hversvegna skrifarðu þá ekki fyrir Pál og Garðar? — Mér finnst blaðið þeirra nógu skemmtilegt án þess. Mannstu t. d. þegar þeir voru að skrifa um heil- brigðismálin, voða fína stefnuskrá og ráðlögðu svo öllum að drekka Coca-eola, af því það væri einskonar uppáhella úr kókablöðunum, eftir að búið var að trekkja kókainið úr þeim. Annars er ég hættur að skrifa, ’af þeirri góðu og gildu ástæðu, að það er ekkert að skrifa um. Stjórn- arafmánin er búin að kaupa niður dýrtíðina, svo menn eru farnir að spara og luma á aurunum í staðinn fvrir að kaupa glerkýr á þúsund krónur og bíómiða á 85 krónur. Eitthvað held ég að fólkið hafi nú verið til í að kaupa, þegar nýja Kron-búðin var opnuð — skaut ég fram í. is konu og sex mannvænleg börn. Blessuð sé minning mæts manns. Forsjónin styrki ástvini hans. Jón Axel Pétursson. -— Já, það er líka alveg satt. Ösin var svo mikil, að það varð að kalla. á lögregluna svo aumingja búðar- fólkið vrði ekki troðið undir.. Auð- vitað sá nýja félagsstjórnin, að þetta var mesta manndrápsfyrirtæki og þessvegna rak hún Figved umsvifa- laust, fyrir að koma þessum skratta á stað. Það var skiljanlega ekki ver- ið að þrefa neitt um þetta á aðal- fundinum. En svo skrapp Jens aust- ur á Eskifjörð og þá var nú ekki beðið boðanna. Þetta þykir okkur Góseningum drengilega af sér vikið. Já, þessir aðalfundir, muldraði ég alveg ósjálfrátt, svo lágt, að mér datt ekki í hug að Gestur hefði heyrt bað. En dóninn er svo nazkur, að það fer c.kkert i'ram hjá honum. — Nú, aðalfundur? Þig langar kannske til að tala um aðalfund, al- veg eins og þessi Árni. Eg skal segja þér, drengur minn, þið skilj- ið ekki lífið í Gósen frekar en hund- ar. Hvaða heilvita maður hneykslast á því, að sakborningur kemur úr yf- irirheyrslu, til að gefa út blað, og fer svo af fundinum í orlof upp í Steininn. Hvenær er mönnum meiri þörf á máigagni en þegar þeir eru á- kærðir, og þá ekki sízt ef þeir vita sig seka. Garðar Þorsteinsson lagði á ráðin og hann veit hvað hann syngur. Hann er alveg á sama máli og stúlkan, sem sagði, að það hefði verið ,,sætt“ af manninum, að drýgja ofurlítið sykurseðlana. Höfum við kannske ekki nóg af mustarði og pipar og beiskju og úldnu trosi í opinberum umræðum okkar, þó við fengjum ofurlítinn móralskan sykur- skammt við og við. Hver gat gefið okkur slíkan skammt, nema sá, sem kann tökin á að drýgja sykur skammtinn. Þetta skilur Garðar og þetta skilur ÍPáll frá Vallanesi ■— yf- Arni Jónsson; Óskar Halldórsson fimmtugur Sumarið 1909 var ég um slátt- inn á Hvanneyri hjá Halldóri Vilhjálmssyni. Þar var mikið um að vera, heimilisfólk um 50, og mannval mesta. Húsbóndinn var þá á léttasta skeiði, manna glað- astur og gunnreifastur, fram- kvæmdamaður mesti, afburða stjórnandi, árvakur og röggsam- ur. Ég gæti talið upp eina 10—12 unglinga, sem voru á Hvanneyri þetta sumar, og hafa allir orðið þjóðkunnir menn. Meðal þeirra var Óskar Halldórsson. Hann var þá 16 ára. í dag er hann fimmt- ugur. Óskar hefur breyzt talsvert gð ytra útliti á þessum 34 árum — allt nema svipurinn; þar er enn sama þrekið og áræðið. Sumarið 1909 var hann grannvaxinn unglingur, nú er hann þríbreið- ur, og kann því ekki vel að fara mikið niður úr skippundi að þyngd. Gaman hefði verið. að rifja upp ýmislegt frá Hvanneyrar- vistinni, en það verður að bíða betri tíma. En um Óskar er það að segja, að hann var einhver mesti fjörkálfur, sem ég hef k^mnzt um mína daga, og lét sér aldrei bregða, hvað sem að hönd- um bar. Það var einu sinni sem oftar, að verið var að hirða hey, og kepptist hver við, sem mest hann mátti. Óskar fór á milli í fjórhjóla vagni, og voru fyrir tveir hestar bleikir, stólpagripir og bráðfrískir. — Óskar var að koma að heiman með tóman vagninn, og ók nú eftir sléttri Hvanneyrarfitinni allt hvað af tók. Þeir bleiku voru á þan- spretti. Ökumaður stóð uppi í vagninum, sveiflaði keyrinu og lét smella í. Ég hef aldrei séð slíkan kappakstur, nema einu sinni seinni á bíó í myndinni Ben Hur. Einhver þústa hefur víst orð- ið fyrir vagninum. Nokkuð er það, að allt í einu slitna aktyg- in, og vagnstöngin rekst ofan í grundina. Ökumaðurinn hend- ist í loftköstum langt fram af vagninum og dengist ofan í harð- vellið. Við stóðum með öndina í f hálsinum og bjuggumst við hinu versta. En þetta skipti engum togum. Óskar spratt upp, hlæj- andi út undir eyru og hafði ekki sakað hið minnsta. Óskar hefur stundum farið nokkuð geyst og fengið skelli. En hann hefur alltaf sprottið upp von. bráðar og aldrei látið hugfallast. sjc sjc sje Margt hef ég rætt við Óskar fyrr og síðar, en ekki man ég til þess að við höfum komizt út i heimspekilegar hugleiðingar. — Mér er mjög til efs, að orð eins og lífsskoðun, hafi nokkurn tíma komið yfir hans varir. Ríki hans er af þessum heimi, og hann hef- ur sýnt oftsinnis, að hann þefur flestum gleggra auga fyrir ýmsu því, sem til framfara horfir og þjóðþrifa. Óskar hefur óbilandi trú á sjónum og stendur og fellur með þeirri trú. Skömmu eftir að ís- landsbanka var lokað, var Óskar á leið til útlanda, samskipa þeim manni, sem öt^illegast hafði bar- izt fyrir bankalokuninni. — Þeir áttu tal saman um þessi mál. Þá sagði Óskar: „Þú getur lokað ís- landsbahka, og þú getur lokað Landsbankanum, en þú getur ekki lokað Selvogsbanka. Og meðan hann er opinn, er allt í lagi“. Með þessu var Óskar raunar að lýsa lífsskoðun sinni: Ef við getum stundað sjóinn og ausið af auðlindum haná, er ekki hægt að koma okkur á kné, hvernig sem fer um einstakar peningastofnanir. Það var í skammdeginu árið 1931, að ég hitti Óskar austur á Seyðisfirði. Hann var þá á leið til útlanda, til að sækja efni í Keflavíkurbryggjuna. Ég komst að því, að hann hafði farareyri svo af skornum skammti, að ó- trúlegt mætti þykja. Engu að síð ur lánaðist ferð hans svo, að hann gat hafizt handa um smíði þessa þarfa mannvirkis, sem kostaði 2—3 hundruð þúsund krónur. Það hygg ég hafi verið þrekvirki. Haustið eftir var bryggjan kom- in upp, og hafði Óskar boð inni og veitti rausnarlega. I Morgun- blaðinu 3. nóvember 1932 er sagt frá þessu: „Yfir borðum hélt Óskar Hall- ' dórsson ræðu og skýrði frá til- drögunum að því, að hann réð- ist í þetta fyrirtæki. — Kvaðst hann fyrir ári hafa setið með Magnúsi Ólafssyni útgerðar- manni í Höskuldarkoti í Hótel ís land í Reykjavík. Barst þá í tal bryggjusmíði í Keflavík, og benti M. Ó. honum á það, að bezta og heppilegasta bryggju- stæðið mundi vera á Vatnsnesi. Upp frá því kvaðst hann hafa farið að hugsa um þetta mál og unnið að því í kyrrþey í 5 mán- uði. Hefði málið vafizt dálítið fyr ir sér, því ekki hefði verið gott að ráðast í bryggjugerðina með tvær hendur tómar. Þá hefði hann talað við Jóhann Guðnason iganda Vatnsness, og hefði hann undir eins skilið, hvert framfara- i mál hér var á döfinni, og tjáð sig fúsan til þess að láta af hendi bryggjustæðið, ásamt stórri lóð þar hjá, enda þótt hann ætti ekki von á, að hafa neitt upp úr því fyrst um sinn. Síðan kveðst Óskar hafa snú- ið sér til hreppsnefndar, og hún hefði samþykkt að þeir félagar mættu reisa hafskipabryggju þarna, með því skilyrði, að vöru- gjöld og bryggjugjöld yrðu ekki hærri heldur en í Reykjavík11. Ennfremur segir svo: „Það er nú röskur mánuður síðan skip fóru að leggjast við bryggjuna, ferma þar og af- ferma. Munu nú þegar 11 haf- skip hafa fengið þar afgreiðslu, hið seinasta liggur þar núna, 2000 smálesta saltskip. Eiga þeir farminn í því Magnús í Höskuld- arkoti, Elías Þorsteinsson kaup- maður í Keflavík og Haraldur Böðvarsson útgerðarmaður í Sandgerði. — Lætur Haraldur flytja sinn hluta af farminum í bílum suður í Sandgerði. Það er ekki lítil vinna, sem Keflvíkingar hafa þegar fengið við smíði þessarar bryggju, og afgreiðslu skipanna. En meiri mun verða, er stundir líða, og er því ekki að furða, þó þeir líti hýru auga til þessa fyrirtækis og varpi mikilli framtiðarvon á það“. Enginn getur sagt hve lengi hefði dregizt að koma upp haf- skipabryggju í Keflavík, ef ekki hefði notið framsýni Óskars, á- ræðis og þrautseigju, og var hann þó ekki manna líklegastur

x

Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísland
https://timarit.is/publication/748

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.